Vogabakki kaupir 40 prósent í Múrbúðinni Hörður Ægisson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Múrbúðin starfrækir byggingavöruverslanir í Reykjavík, Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Fbl/anton Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í eigu viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, hefur gengið frá kaupum á um 40 prósenta hlut í Múrbúðinni. Er félagið eftir viðskiptin stærsti einstaki hluthafi Múrbúðarinnar sem starfrækir þrjár verslanir í Reykjavík, Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Í samtali við Markaðinn staðfestir Árni kaupin en hann hefur jafnframt tekið við sem stjórnarformaður byggingavöruverslunarinnar. Á meðal seljenda var fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: EQ1 sem er í stýringu GAMMA, dótturfélags Kviku banka, en sjóðurinn átti tæplega 26 prósenta hlut í Múrbúðinni. Samtals námu tekjur félagsins tæplega 940 milljónum króna í fyrra og minnkuðu um 23 milljónir frá árinu 2017. Hagnaður Múrbúðarinnar nam um 58 milljónum króna og hélst nánast óbreyttur á milli ára. Eigið fé fyrirtækisins var 188 milljónir í árslok 2018 og arðsemi eigin fjár á síðasta ári var því rúmlega 30 prósent. Eiginfjárhlutfall félagsins var um 43 prósent. Árni og Hallbjörn voru á sínum tíma aðaleigendur Húsasmiðjunnar, sem þá var stærsta byggingavöruverslun landsins, en seldu meirihluta sinn í fyrirtækinu árið 2005.Árni Hauksson, stjórnarformaður Múrbúðarinnar.Múrbúðin var stofnuð af Baldri Björnssyni og eiginkonu hans árið 2002 en hópur fjárfesta, undir forystu Páls Ólafssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Coast í Bretlandi og starfsmanns Kaupþings um árabil, keypti 65 prósenta hlut í fyrirtækinu 2016 af Baldri. Árið síðar seldi Baldur jafnframt 35 prósenta hlut sinn í Múrbúðinni. Auk Vogabakka eru aðrir helstu hluthafar Múrbúðarinnar, í gegnum eignarhaldsfélagið MBFK, meðal annars félagið Vindhamar, sem er í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en það á rúmlega 22 prósenta hlut. Kári fjárfesti fyrr á þessu ári í fjárfestingarfélaginu Stoðum auk þess sem hann er hluthafi í hátæknifyrirtækinu Völku ásamt meðal annars þeim Árna og Hallbirni. Þá eiga þeir Jóhann Pétur Reyndal, fyrrverandi starfsmaður slitastjórnar Kaupþings og stjórnarmaður í Múrbúðinni, og Páll, sem jafnframt situr í stjórn byggingavöruverslunarinnar, hvor um sig um 14 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í jafnri eigu Árna og Hallbjörns, hagnaðist um 415 þúsund evrur í fyrra, jafnvirði 56 milljóna króna, borið saman við hagnað upp á rúmlega 2,2 milljónir evra á árinu 2017. Heildareignir félagsins námu 29 milljónum evra í árslok 2018 og eigið fé Vogabakka var um 24 milljónir evra. Eignir félagsins samanstanda einkum af eignarhlutum í öðrum félögum, sem eru bókfærðar á 18,7 milljónir evra, en þar munar langsamlega mest um skráð erlend hlutabréf að fjárhæð tæplega 14,8 milljónir evra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í eigu viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, hefur gengið frá kaupum á um 40 prósenta hlut í Múrbúðinni. Er félagið eftir viðskiptin stærsti einstaki hluthafi Múrbúðarinnar sem starfrækir þrjár verslanir í Reykjavík, Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Í samtali við Markaðinn staðfestir Árni kaupin en hann hefur jafnframt tekið við sem stjórnarformaður byggingavöruverslunarinnar. Á meðal seljenda var fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: EQ1 sem er í stýringu GAMMA, dótturfélags Kviku banka, en sjóðurinn átti tæplega 26 prósenta hlut í Múrbúðinni. Samtals námu tekjur félagsins tæplega 940 milljónum króna í fyrra og minnkuðu um 23 milljónir frá árinu 2017. Hagnaður Múrbúðarinnar nam um 58 milljónum króna og hélst nánast óbreyttur á milli ára. Eigið fé fyrirtækisins var 188 milljónir í árslok 2018 og arðsemi eigin fjár á síðasta ári var því rúmlega 30 prósent. Eiginfjárhlutfall félagsins var um 43 prósent. Árni og Hallbjörn voru á sínum tíma aðaleigendur Húsasmiðjunnar, sem þá var stærsta byggingavöruverslun landsins, en seldu meirihluta sinn í fyrirtækinu árið 2005.Árni Hauksson, stjórnarformaður Múrbúðarinnar.Múrbúðin var stofnuð af Baldri Björnssyni og eiginkonu hans árið 2002 en hópur fjárfesta, undir forystu Páls Ólafssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Coast í Bretlandi og starfsmanns Kaupþings um árabil, keypti 65 prósenta hlut í fyrirtækinu 2016 af Baldri. Árið síðar seldi Baldur jafnframt 35 prósenta hlut sinn í Múrbúðinni. Auk Vogabakka eru aðrir helstu hluthafar Múrbúðarinnar, í gegnum eignarhaldsfélagið MBFK, meðal annars félagið Vindhamar, sem er í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en það á rúmlega 22 prósenta hlut. Kári fjárfesti fyrr á þessu ári í fjárfestingarfélaginu Stoðum auk þess sem hann er hluthafi í hátæknifyrirtækinu Völku ásamt meðal annars þeim Árna og Hallbirni. Þá eiga þeir Jóhann Pétur Reyndal, fyrrverandi starfsmaður slitastjórnar Kaupþings og stjórnarmaður í Múrbúðinni, og Páll, sem jafnframt situr í stjórn byggingavöruverslunarinnar, hvor um sig um 14 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í jafnri eigu Árna og Hallbjörns, hagnaðist um 415 þúsund evrur í fyrra, jafnvirði 56 milljóna króna, borið saman við hagnað upp á rúmlega 2,2 milljónir evra á árinu 2017. Heildareignir félagsins námu 29 milljónum evra í árslok 2018 og eigið fé Vogabakka var um 24 milljónir evra. Eignir félagsins samanstanda einkum af eignarhlutum í öðrum félögum, sem eru bókfærðar á 18,7 milljónir evra, en þar munar langsamlega mest um skráð erlend hlutabréf að fjárhæð tæplega 14,8 milljónir evra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira