Innlent

Tæplega 50 þúsund erlendir ríkisborgarar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Pólverjar eru flestir í hópi erlendra ríkisborgara.
Pólverjar eru flestir í hópi erlendra ríkisborgara. Vísir/vilhelm
Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi voru 48.996 þann 1. nóvember síðastliðinn. Hafði þeim fjölgað um 4.840 eða ellefu prósent frá 1. desember á síðasta ári. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum aðeins um 0,6 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá.

Pólverjar eru langfjölmennastir erlendra ríkisborgara eða 20.537 sem gerir 5,7 prósent íbúa á Íslandi. Íslenskir ríkisborgarar eru 86,5 prósent mannfjöldans og aðrir erlendir ríkisborgarar, eru 7,8 prósent.

Næstflestir erlendir ríkisborgarar eru frá Litháen, eða 4.587. Þá eru rúmlega tvö þúsund frá Lettlandi og Rúmeníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×