Fékk Michelin-stjörnu á afmælisdaginn sinn Björn Þorfinnsson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Hjónin Joke og Vilhjálmur höfðu tvöfalda ástæðu til að gleðjast. Um helgina fékk belgíski veitingastaðurinn Souvenir afhenta Michelinstjörnu við hátíðlega athöfn ytra. Eigendur staðarins eru hjónin Joke Michiel og Vilhjálmur Sigurðsson sem rekið hafa staðinn síðustu tvö ár í Gent. „Þetta er fyrst og fremst mikill heiður. Við höfum lagt hart að okkur undanfarin ár og það er gaman að uppskera með þessum áþreifanlega hætti,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að veitingastaðurinn hafi fengið góðar viðtökur frá fyrstu tíð sem kom aðstandendum nokkuð á óvart enda leikur grænmeti aðalhlutverkið á matseðli Souvenir. „Grænmetið er stjarnan á matseðlinum en að auki eldum við ýmiss konar fiskmeti,“ segir hann. Vilhjálmur lærði matreiðsluiðnina á Íslandi og vann meðal annars á Grillinu á Hótel Sögu og á veitingastaðnum Dilli þegar sá merki staður var til húsa í Norræna húsinu. Hann kynntist síðan Joke, sem er belgísk, og fluttu þau út fyrir tíu árum. Hann segist ekki á heimleið en vonast til að geta hagað vinnu sinni þannig að meiri tími gefist fyrir Íslandsheimsóknir á næstu árum. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir Íslandi hérna í Gent og ótrúlega margir gestir sem ræða við mann um væntanlega Íslandsferð eða hvað nýafstaðin ferð hafi verið frábær. Ég held að ég hafi aldrei séð eins margar lopapeysur og hérna úti,“ segir Vilhjálmur kíminn. Þá segist hann nokkuð reglulega fá heimsóknir frá Íslendingum. „Ég get kannski ekki byggt reksturinn á þeim heimsóknum en Íslendingar sem búa hér ytra kíkja oft í heimsókn og það er mjög ánægjulegt,“ segir Vilhjálmur. Tilkynnt er um Michelin-stjörnur til belgískra veitingastaða á sérstökum galakvöldverði. Það er eins konar árshátíð belgískra veitingamanna og því mikilvægt að mæta þar til að sýna sig og sjá aðra. Það var þó ekki á döfinni hjá Joke og Vilhjálmi enda voru þau að fagna afmælisdegi Joke auk þess sem aðeins er vika þar til þriðja barn þeirra mun líta dagsins ljós. „Við vorum bara að fá okkur notalegan hádegisverð þegar við fengum símtal frá formanni Michelin-nefndarinnar um að við yrðum að mæta til að taka við viðurkenningunni. Þetta símtal var því skemmtileg afmælisgjöf,“ segir Vilhjálmur. Belgía Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Michelin Veitingastaðir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira
Um helgina fékk belgíski veitingastaðurinn Souvenir afhenta Michelinstjörnu við hátíðlega athöfn ytra. Eigendur staðarins eru hjónin Joke Michiel og Vilhjálmur Sigurðsson sem rekið hafa staðinn síðustu tvö ár í Gent. „Þetta er fyrst og fremst mikill heiður. Við höfum lagt hart að okkur undanfarin ár og það er gaman að uppskera með þessum áþreifanlega hætti,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að veitingastaðurinn hafi fengið góðar viðtökur frá fyrstu tíð sem kom aðstandendum nokkuð á óvart enda leikur grænmeti aðalhlutverkið á matseðli Souvenir. „Grænmetið er stjarnan á matseðlinum en að auki eldum við ýmiss konar fiskmeti,“ segir hann. Vilhjálmur lærði matreiðsluiðnina á Íslandi og vann meðal annars á Grillinu á Hótel Sögu og á veitingastaðnum Dilli þegar sá merki staður var til húsa í Norræna húsinu. Hann kynntist síðan Joke, sem er belgísk, og fluttu þau út fyrir tíu árum. Hann segist ekki á heimleið en vonast til að geta hagað vinnu sinni þannig að meiri tími gefist fyrir Íslandsheimsóknir á næstu árum. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir Íslandi hérna í Gent og ótrúlega margir gestir sem ræða við mann um væntanlega Íslandsferð eða hvað nýafstaðin ferð hafi verið frábær. Ég held að ég hafi aldrei séð eins margar lopapeysur og hérna úti,“ segir Vilhjálmur kíminn. Þá segist hann nokkuð reglulega fá heimsóknir frá Íslendingum. „Ég get kannski ekki byggt reksturinn á þeim heimsóknum en Íslendingar sem búa hér ytra kíkja oft í heimsókn og það er mjög ánægjulegt,“ segir Vilhjálmur. Tilkynnt er um Michelin-stjörnur til belgískra veitingastaða á sérstökum galakvöldverði. Það er eins konar árshátíð belgískra veitingamanna og því mikilvægt að mæta þar til að sýna sig og sjá aðra. Það var þó ekki á döfinni hjá Joke og Vilhjálmi enda voru þau að fagna afmælisdegi Joke auk þess sem aðeins er vika þar til þriðja barn þeirra mun líta dagsins ljós. „Við vorum bara að fá okkur notalegan hádegisverð þegar við fengum símtal frá formanni Michelin-nefndarinnar um að við yrðum að mæta til að taka við viðurkenningunni. Þetta símtal var því skemmtileg afmælisgjöf,“ segir Vilhjálmur.
Belgía Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Michelin Veitingastaðir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira