Eignir þriggja kynslóða fuðruðu upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 11:30 Magnús Kristinsson og Þórður Már Jóhannesson á fundi Gnúps. Félagið var um tíma þriðji stærsti hluthafi Kaupþings og stór eigandi í FL Group. FBL/Hari „Sá sem leiðir vagninn í þessu öllu, sá sem nýtur fjárhagslegs ávinnings af öllu og sér um allar millifærslurnar heitir Þórður Már Jóhannesson.“ Svona lýsir Björn Scheving Thorsteinsson málarekstri fjölskyldu sinnar gegn Þórði Má sem gegndi forstjórastöðu í fjárfestingafélaginu Gnúpi á árunum fyrir hrun. Fjölskyldan segir hann hafa haldið upplýsingum um „sturlaða skuldsetningu“ félagsins leyndum og fyrir vikið hafi „eignir sem tók þrjár kynslóðir að byggja upp“ horfið á örfáum mánuðum - „án þess að við vitum hvað gerðist.“ Fjölskyldan telur nýframkomin gögn málsins sanna að hún hafi verið blekkt og því hafi hún dregið forstjórann fyrrverandi fyrir dóm. Björn Scheving Thorsteinsson.Stefnandi í málinu er félag að nafni Lyfjablóm, en félagið hét áður Björn Hallgrímsson ehf. Hér til einföldunar verður vísað til fjölskyldu Björns Scheving, sem var til viðtals í Bítinu í morgun.Milljarðar þurrkuðust upp Félög fjölskyldunnar áttu 47 prósent í fjárfestingarfélaginu Gnúpi, sem stofnað var árið 2006 og var á sínum tíma eitt stærsta einkarekna fjárfestingarfélag landsins. Þannig hljóðaði efnahagsreikningur félagsins upp á um 100 milljarða króna aðeins ári eftir stofnun félagsins, en um leið einu ári fyrir hrun. Björn segir að félög fjölskyldu sinnar hafi alls lagt Gnúpi til um 13 milljarða króna, útgerðarmaðurinn Magnús Kristinsson hafi lagt Gnúpi um 18 milljarða og fyrir vikið hafi Magnús og fjölskylda Björns átt rúmlega 46 prósenta hlut hvor. Forstjóri Gnúps, Þórður Már Jóhannesson, fór síðan með 7 prósenta hlut. Það er þó ekki þannig að þessir aðilar hafi lagt til fjármagn í jöfnu hlutfalli við eignarhlutinn, en um það snýst einmitt dómsmálið að hluta. „En við þurrkumst út, þarna ári fyrir hrun, og við fengum í raun takmarkaðar upplýsingar um hvað hafi gerst,“ útskýrir Björn.Sturluð skuldsetning Dómsmálið, að sögn Björns, byggir á því að hann og fjölskylda hans telja að „talsvert miklum blekkingum hafi verið beitt, fyrst til að fá okkur inn í félagið og síðan með hvaða hætti félagið var skuldsett - því þetta var alveg sturluð skuldsetning,“ eins og Björn kemst að orði. Skuldsetningin hafi aðallega verið með framvirkum samningum upp á tugi milljarða og er það mat Björns að ársreikningar og milliuppgjör félagsins hafi ekki gefið rétta mynd af hinni „sturluðu skuldsetningu.“ Hann segir það einkar miður í ljósi þess að fjölskylda sín sé alla jafna áhættufælin. Fjölskyldan er með tvær dómkröfur í málinu. Sú fyrri lýtur að Þórði Má og eign hans í Gnúpi, sem Björn vill kalla „Þúfubjargsfléttuna“ en dómkrafan þar er 800 milljónir. „Við teljum sannað að Þórður Már hafi í raun ekki greitt fyrir sitt hlutafjárframlag inn í Gnúp með réttum hætti,“ segir Björn og að það sé mat fjölskyldunnar að KPMG, ein stærsta endurskoðunarskrifstofa landsins, hafi komið að því að hanna fléttuna.Sjá einnig: Gnúpur misnotaður í aðdraganda hrunsHún lýsi sér á þá leið að Þórður Már á að hafa stofnað félag, sem var eignarlaust að sögn Björns, að nafni Þúfubjarg. Þórður var eini eigandi félagsins og selur það til hluthafa Gnúps; helmingshlut fyrir 800 milljónir til fyrrnefnds Magnúsar Kristinssonar og hinn helminginn til fjölskyldu Björns fyrir sömu upphæð. Greitt var fyrir kaupverðið með peningamarkaðslánum hjá Glitni, alls 1600 milljónir króna. En hvers vegna að kaupa eignarlaust félag fyrir 1600 milljónir, spyr Björn. Jú, lögmaður Þórðar hafi haldið því fram að með kaupunum hafi Gnúpur öðlast viðskiptavild, markaðstengsl og afburðaþekkingu á íslensku fjármálalífi - í gegnum persónu Þórðar Más. Snilldar snúningur „Síðan gerist snilldin eða snúningurinn eða hvað þið viljið kalla þetta,“ segir Björn: Þúfubjarg breytir um nafn og verður að Gnúpi og eftir standa Magnús og fjölskylda Björns með helmingshlut í Gnúpi - en Þórður Már ekki neitt. „Þá er haldin hlutafjáraukning í Gnúpi. Þórður kemur inn með nýtt hlutafé, samtals tvo milljarða í reiðufé. Við fáum plagg, undirritað af Helga Arnarsyni, endurskoðanda KPMG, sem svo ótrúlega vill til - og við komumst að eftir hrun - að er persónulegur endurskoðandi Þórðar Más og hans félaga sem er afar óheppilegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið,“ segir Björn.Þórður Már Jóhannesson var forstjóri Straums-Burðaráss á árunum 2000 til 2006, þegar þessi mynd var tekin.„Einhver aðili“ Að hlutafjáraukningunni lokinni hefur fjölskylda Björns lagt Gnúpi til næstum 13 milljarða, Magnús Kristinsson um það bil 18 milljarða og Þórður Már fyrrnefnda tvo milljarða. Á þeim tímapunkti tekur Þórður við sem forstjóri Gnúps og verður um leið prókúrhafi í félaginu - „og þá er nýbúið að setja tvo milljarða í reiðufé inn á bankareikning félagsins,“ útskýrir Björn og vísar þar til hlutafjár Þórðar sem lagt var inn þann 23. október 2006. Daginn eftir hafi hins vegar „einhver aðili“ millifært 1600 milljónir króna í tveimur færslum út af bankareikningi Gnúps að sögn Björns, sem bendir þó á að Þórður Már hafi verið eini prókúruhafi félagsins. Hann orði þetta einfaldlega með þessum hætti því Þórður Már segist ekki kannast við að hafa framkvæmt þessar færslur fyrir dómstólum. Björn segir að önnur færslan, upp á 800 milljónir, hafið runnið til félaga tengdum Magnúsi Kristinssyni til að greiða upp fyrrnefnd peningamarkaðslán við Glitni. Hinar 800 milljónirnar renna inn í félag á vegum fjölskyldu Björns - „og er afgreitt í okkar bókhaldi af PWC sem bankamistök Glitnis,“ en að sögn Björns fékk endurskoðunarfyrirtækið þær skýringar að umrædd færsla hafi verið bankamistök Glitnis. Björn segir að hvorki Þórður Már né endurskoðandinn Helgi hafi gefið fullnægjandi skýringu á umræddri millifærslu þegar aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum. Hvað var gert við milljónirnar 1600? „Af hverju er Gnúpur, daginn eftir að Þórður Már forstjóri greiðir inn hlutaféð sitt, að millifæra 1600 milljónir út úr Gnúpi? Hvað er verið að borga fyrir og hvað fékk Gnúpur fyrir þessar 1600 milljónir?“ spyr Björn sem segir tilganginn þó hafa verið augljósan. Gnúpur hafi í raun verið að endurgreiða lán sem félög tengd Magnúsi Kristinssyni og fjölskyldu Björns tóku til að kaupa eignarhlutina af hinu eignarlausa Þúfubjargi. „Þetta lán hefur ekkert að gera með rekstur Gnúps en Gnúpur endurgreiðir þessa fjármuni til bankans sem fengnir voru að láni til að kaupa hlut í Þúfubjargi þegar það var í eigu Þórðar. Þetta liggur fyrir dómi,“ segir Björn.Það fór að fjara undan FL Group árið 2007.Fuðraði upp í framvirkum samningum Hin dómkrafan í málinu er 1500 milljóna skaðabótakrafa, vegna hlutafjáraukningar í Gnúpi á síðari hluta árs 2007, sem fjölskyldan lagði félaginu til. Þessi eini og hálfi milljarður hafi hins vegar gufað upp á aðeins örfáum vikum, að sögn Björns, vegna fyrrnefndrar skuldsetningar og gjalddaga sem hann segir að fjölskyldu sinni hafi ekki verið gert grein fyrir. Aukinheldur bendi rannsókn fjölskyldunnar til þess að umræddir peningar hafi í raun ekki farið í það að styrkja Gnúp, eins og lagt var upp með, heldur FL Group. Gnúpur var einn stærsti hluthafi FL Group á sínum tíma, sem hafi komið í bakið á Gnúpi þegar gengi hlutabréfa FL Group hrundi. „Ef þú ert með tugmilljarða í framvirkum samningum og þú ert búinn að skuldbinda þig til að kaupa ákveðin hlutabréf á ákveðnu gengi í framtíðinni þá getur hlutur þinn þurrkast út á nokkrum vikum ef gengið lækkar mikið. Það er það sem gerist með FL Group haustið 2007, en þá er fjölskyldan læst inni með tugi milljarða.“ Þórður var að sama skapi með persónulega, framvirka samninga í FL Group, samhliða því að vera forstjóri Gnúps. „Hann losar sig hins vegar mjög hratt við alla persónulega samninga - en á sama tíma eykur hann áhættu okkar hinna í Gnúpi með framvirkum samningum í FL Group,“ segir Björn.Sjá einnig: Gnúpur í rannsókn hjá skilanefnd GlitnisHann bætir við að meðal þeirra gagna sem lögð eru fram í málinu sé staðfesting á því að fyrirmæli hafi borist frá stjórnendum Gnúps um að gera ekki grein fyrir þessum framvirku samningum í milliuppgjöri félagsins í ágúst 2007. „Það bendir til þess að það sé ásetningur um að halda þessari tryllingslegu skuldsetningu frá okkur,“ segir Björn. Björn segir að sér þyki jafnframt ekki traustvekjandi að forstjóri Gnúps, fyrrnefndur Þórður Már, sem hafði bestu yfirsýnina yfir skuldastöðu félagsins hafi ekki sjálfur tekið þátt í hlutafjáraukningunni - þrátt fyrir skilaboð til fjölskyldunnar þess efnis að allir hluthafar hefðu lagt aukið fé í félagið. „Það segir mér að fjárfestirinn Þórður Már hafi talið af einhverjum ástæðum ekki rétt að styrkja félagið sem hann er hluthafi í, óháð hinum hluthöfunum,“ segir Björn. „Við vissum það ekki á sínum tíma, við vissum það ekki fyrr en eftir hrun.“Kaupin á Þúfubjargi voru fjármögnuð með peningamarkaðsláni frá Glitni.FBl/HeiðaHúsmóðir í yfirheyrslu Aðspurður um hvers vegna fjölskylda hans standi í þessum málarekstri, meira en áratug eftir að þessi viðskipti áttu sér stað, segir Björn að það hafi einfaldlega engin svör fengist á sínum tíma. Eftir að hafa fengið samþykktar gagnabeiðnir til íslensku bankanna eftir hrun hafi þau hins vegar séð að ekki hafi allt verið með felldu. Fjölskyldan reyni nú að sannfæra héraðsdóm um að beita svokölluðu lengingarákvæði fyrningarlaga, enda fyrnist skaðabótamál alla jafna á 10 árum. „En það er hægt að lengja fyrningu ef menn draga dul á eða eru með annarlegan tilgang þá er til staðar þessi heimild í lögum,“ segir Björn en bætir við að henni sé þó sjaldan beitt. Hann telur þó fullt tilefni til að beita heimildinni því mikið magn af nýjum upplýsingum hafi komið fram á síðustu mánuðum. Þrátt fyrir að fjölskylda Björns hafi misst meirihluta þeirra eigna sem hún lagði inn í Gnúp segir hann að þetta sé jafnframt mannlegur harmleikur. Eftir hrun fjármálakerfisins hafi slitastjórn Glitnis farið að gera athugasemdir við starfsemi félagins. „Móðir mín, sem er húsmóðir, situr í stjórn ákveðinna félaga sem tengdust þeim eignarhaldsfélögum sem áttu hlutinn í Gnúp og fær svo réttarstöðu sakbornings í málum tengdum þeim félögum,“ segir Björn. Fyrir vikið hafi hún verið yfirheyrð. „Við vorum því í nokkur ár eftir hrun að verjast bæði ágangi yfirvalda og slitastjórna út af þessu rugli.“ Viðtal Björns Scheving Thorsteinssonar við Bítið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan. Vísir setti sig í samband við Þórð Má og lagði fram beiðni um viðbrögð við ásökunum Björns. Verði hann við beiðninni verður sjónarmiðum hans komið á framfæri. Bítið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Gnúpur semur við lánardrottna sína vegna vandræða Fjárfestingarfélagið Gnúpur hefur náð samkomulagi við lánardrottna um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 9. janúar 2008 14:41 Gnúpur í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis Gnúpur er til rannsóknar hjá skilanefnd Glitnis og er ekki útilokað að einhver þeirra mála sem upp kunna að koma endi á borði sérstaks saksóknara, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfélagið sem féll í aðdraganda bankahrunsins en fór ekki í þrot. Óskað verður eftir gjaldþrotaskiptum á næstu vikum. 5. maí 2010 05:15 Gnúpur misnotaður í aðdraganda hruns Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert 10. maí 2010 06:00 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Sá sem leiðir vagninn í þessu öllu, sá sem nýtur fjárhagslegs ávinnings af öllu og sér um allar millifærslurnar heitir Þórður Már Jóhannesson.“ Svona lýsir Björn Scheving Thorsteinsson málarekstri fjölskyldu sinnar gegn Þórði Má sem gegndi forstjórastöðu í fjárfestingafélaginu Gnúpi á árunum fyrir hrun. Fjölskyldan segir hann hafa haldið upplýsingum um „sturlaða skuldsetningu“ félagsins leyndum og fyrir vikið hafi „eignir sem tók þrjár kynslóðir að byggja upp“ horfið á örfáum mánuðum - „án þess að við vitum hvað gerðist.“ Fjölskyldan telur nýframkomin gögn málsins sanna að hún hafi verið blekkt og því hafi hún dregið forstjórann fyrrverandi fyrir dóm. Björn Scheving Thorsteinsson.Stefnandi í málinu er félag að nafni Lyfjablóm, en félagið hét áður Björn Hallgrímsson ehf. Hér til einföldunar verður vísað til fjölskyldu Björns Scheving, sem var til viðtals í Bítinu í morgun.Milljarðar þurrkuðust upp Félög fjölskyldunnar áttu 47 prósent í fjárfestingarfélaginu Gnúpi, sem stofnað var árið 2006 og var á sínum tíma eitt stærsta einkarekna fjárfestingarfélag landsins. Þannig hljóðaði efnahagsreikningur félagsins upp á um 100 milljarða króna aðeins ári eftir stofnun félagsins, en um leið einu ári fyrir hrun. Björn segir að félög fjölskyldu sinnar hafi alls lagt Gnúpi til um 13 milljarða króna, útgerðarmaðurinn Magnús Kristinsson hafi lagt Gnúpi um 18 milljarða og fyrir vikið hafi Magnús og fjölskylda Björns átt rúmlega 46 prósenta hlut hvor. Forstjóri Gnúps, Þórður Már Jóhannesson, fór síðan með 7 prósenta hlut. Það er þó ekki þannig að þessir aðilar hafi lagt til fjármagn í jöfnu hlutfalli við eignarhlutinn, en um það snýst einmitt dómsmálið að hluta. „En við þurrkumst út, þarna ári fyrir hrun, og við fengum í raun takmarkaðar upplýsingar um hvað hafi gerst,“ útskýrir Björn.Sturluð skuldsetning Dómsmálið, að sögn Björns, byggir á því að hann og fjölskylda hans telja að „talsvert miklum blekkingum hafi verið beitt, fyrst til að fá okkur inn í félagið og síðan með hvaða hætti félagið var skuldsett - því þetta var alveg sturluð skuldsetning,“ eins og Björn kemst að orði. Skuldsetningin hafi aðallega verið með framvirkum samningum upp á tugi milljarða og er það mat Björns að ársreikningar og milliuppgjör félagsins hafi ekki gefið rétta mynd af hinni „sturluðu skuldsetningu.“ Hann segir það einkar miður í ljósi þess að fjölskylda sín sé alla jafna áhættufælin. Fjölskyldan er með tvær dómkröfur í málinu. Sú fyrri lýtur að Þórði Má og eign hans í Gnúpi, sem Björn vill kalla „Þúfubjargsfléttuna“ en dómkrafan þar er 800 milljónir. „Við teljum sannað að Þórður Már hafi í raun ekki greitt fyrir sitt hlutafjárframlag inn í Gnúp með réttum hætti,“ segir Björn og að það sé mat fjölskyldunnar að KPMG, ein stærsta endurskoðunarskrifstofa landsins, hafi komið að því að hanna fléttuna.Sjá einnig: Gnúpur misnotaður í aðdraganda hrunsHún lýsi sér á þá leið að Þórður Már á að hafa stofnað félag, sem var eignarlaust að sögn Björns, að nafni Þúfubjarg. Þórður var eini eigandi félagsins og selur það til hluthafa Gnúps; helmingshlut fyrir 800 milljónir til fyrrnefnds Magnúsar Kristinssonar og hinn helminginn til fjölskyldu Björns fyrir sömu upphæð. Greitt var fyrir kaupverðið með peningamarkaðslánum hjá Glitni, alls 1600 milljónir króna. En hvers vegna að kaupa eignarlaust félag fyrir 1600 milljónir, spyr Björn. Jú, lögmaður Þórðar hafi haldið því fram að með kaupunum hafi Gnúpur öðlast viðskiptavild, markaðstengsl og afburðaþekkingu á íslensku fjármálalífi - í gegnum persónu Þórðar Más. Snilldar snúningur „Síðan gerist snilldin eða snúningurinn eða hvað þið viljið kalla þetta,“ segir Björn: Þúfubjarg breytir um nafn og verður að Gnúpi og eftir standa Magnús og fjölskylda Björns með helmingshlut í Gnúpi - en Þórður Már ekki neitt. „Þá er haldin hlutafjáraukning í Gnúpi. Þórður kemur inn með nýtt hlutafé, samtals tvo milljarða í reiðufé. Við fáum plagg, undirritað af Helga Arnarsyni, endurskoðanda KPMG, sem svo ótrúlega vill til - og við komumst að eftir hrun - að er persónulegur endurskoðandi Þórðar Más og hans félaga sem er afar óheppilegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið,“ segir Björn.Þórður Már Jóhannesson var forstjóri Straums-Burðaráss á árunum 2000 til 2006, þegar þessi mynd var tekin.„Einhver aðili“ Að hlutafjáraukningunni lokinni hefur fjölskylda Björns lagt Gnúpi til næstum 13 milljarða, Magnús Kristinsson um það bil 18 milljarða og Þórður Már fyrrnefnda tvo milljarða. Á þeim tímapunkti tekur Þórður við sem forstjóri Gnúps og verður um leið prókúrhafi í félaginu - „og þá er nýbúið að setja tvo milljarða í reiðufé inn á bankareikning félagsins,“ útskýrir Björn og vísar þar til hlutafjár Þórðar sem lagt var inn þann 23. október 2006. Daginn eftir hafi hins vegar „einhver aðili“ millifært 1600 milljónir króna í tveimur færslum út af bankareikningi Gnúps að sögn Björns, sem bendir þó á að Þórður Már hafi verið eini prókúruhafi félagsins. Hann orði þetta einfaldlega með þessum hætti því Þórður Már segist ekki kannast við að hafa framkvæmt þessar færslur fyrir dómstólum. Björn segir að önnur færslan, upp á 800 milljónir, hafið runnið til félaga tengdum Magnúsi Kristinssyni til að greiða upp fyrrnefnd peningamarkaðslán við Glitni. Hinar 800 milljónirnar renna inn í félag á vegum fjölskyldu Björns - „og er afgreitt í okkar bókhaldi af PWC sem bankamistök Glitnis,“ en að sögn Björns fékk endurskoðunarfyrirtækið þær skýringar að umrædd færsla hafi verið bankamistök Glitnis. Björn segir að hvorki Þórður Már né endurskoðandinn Helgi hafi gefið fullnægjandi skýringu á umræddri millifærslu þegar aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum. Hvað var gert við milljónirnar 1600? „Af hverju er Gnúpur, daginn eftir að Þórður Már forstjóri greiðir inn hlutaféð sitt, að millifæra 1600 milljónir út úr Gnúpi? Hvað er verið að borga fyrir og hvað fékk Gnúpur fyrir þessar 1600 milljónir?“ spyr Björn sem segir tilganginn þó hafa verið augljósan. Gnúpur hafi í raun verið að endurgreiða lán sem félög tengd Magnúsi Kristinssyni og fjölskyldu Björns tóku til að kaupa eignarhlutina af hinu eignarlausa Þúfubjargi. „Þetta lán hefur ekkert að gera með rekstur Gnúps en Gnúpur endurgreiðir þessa fjármuni til bankans sem fengnir voru að láni til að kaupa hlut í Þúfubjargi þegar það var í eigu Þórðar. Þetta liggur fyrir dómi,“ segir Björn.Það fór að fjara undan FL Group árið 2007.Fuðraði upp í framvirkum samningum Hin dómkrafan í málinu er 1500 milljóna skaðabótakrafa, vegna hlutafjáraukningar í Gnúpi á síðari hluta árs 2007, sem fjölskyldan lagði félaginu til. Þessi eini og hálfi milljarður hafi hins vegar gufað upp á aðeins örfáum vikum, að sögn Björns, vegna fyrrnefndrar skuldsetningar og gjalddaga sem hann segir að fjölskyldu sinni hafi ekki verið gert grein fyrir. Aukinheldur bendi rannsókn fjölskyldunnar til þess að umræddir peningar hafi í raun ekki farið í það að styrkja Gnúp, eins og lagt var upp með, heldur FL Group. Gnúpur var einn stærsti hluthafi FL Group á sínum tíma, sem hafi komið í bakið á Gnúpi þegar gengi hlutabréfa FL Group hrundi. „Ef þú ert með tugmilljarða í framvirkum samningum og þú ert búinn að skuldbinda þig til að kaupa ákveðin hlutabréf á ákveðnu gengi í framtíðinni þá getur hlutur þinn þurrkast út á nokkrum vikum ef gengið lækkar mikið. Það er það sem gerist með FL Group haustið 2007, en þá er fjölskyldan læst inni með tugi milljarða.“ Þórður var að sama skapi með persónulega, framvirka samninga í FL Group, samhliða því að vera forstjóri Gnúps. „Hann losar sig hins vegar mjög hratt við alla persónulega samninga - en á sama tíma eykur hann áhættu okkar hinna í Gnúpi með framvirkum samningum í FL Group,“ segir Björn.Sjá einnig: Gnúpur í rannsókn hjá skilanefnd GlitnisHann bætir við að meðal þeirra gagna sem lögð eru fram í málinu sé staðfesting á því að fyrirmæli hafi borist frá stjórnendum Gnúps um að gera ekki grein fyrir þessum framvirku samningum í milliuppgjöri félagsins í ágúst 2007. „Það bendir til þess að það sé ásetningur um að halda þessari tryllingslegu skuldsetningu frá okkur,“ segir Björn. Björn segir að sér þyki jafnframt ekki traustvekjandi að forstjóri Gnúps, fyrrnefndur Þórður Már, sem hafði bestu yfirsýnina yfir skuldastöðu félagsins hafi ekki sjálfur tekið þátt í hlutafjáraukningunni - þrátt fyrir skilaboð til fjölskyldunnar þess efnis að allir hluthafar hefðu lagt aukið fé í félagið. „Það segir mér að fjárfestirinn Þórður Már hafi talið af einhverjum ástæðum ekki rétt að styrkja félagið sem hann er hluthafi í, óháð hinum hluthöfunum,“ segir Björn. „Við vissum það ekki á sínum tíma, við vissum það ekki fyrr en eftir hrun.“Kaupin á Þúfubjargi voru fjármögnuð með peningamarkaðsláni frá Glitni.FBl/HeiðaHúsmóðir í yfirheyrslu Aðspurður um hvers vegna fjölskylda hans standi í þessum málarekstri, meira en áratug eftir að þessi viðskipti áttu sér stað, segir Björn að það hafi einfaldlega engin svör fengist á sínum tíma. Eftir að hafa fengið samþykktar gagnabeiðnir til íslensku bankanna eftir hrun hafi þau hins vegar séð að ekki hafi allt verið með felldu. Fjölskyldan reyni nú að sannfæra héraðsdóm um að beita svokölluðu lengingarákvæði fyrningarlaga, enda fyrnist skaðabótamál alla jafna á 10 árum. „En það er hægt að lengja fyrningu ef menn draga dul á eða eru með annarlegan tilgang þá er til staðar þessi heimild í lögum,“ segir Björn en bætir við að henni sé þó sjaldan beitt. Hann telur þó fullt tilefni til að beita heimildinni því mikið magn af nýjum upplýsingum hafi komið fram á síðustu mánuðum. Þrátt fyrir að fjölskylda Björns hafi misst meirihluta þeirra eigna sem hún lagði inn í Gnúp segir hann að þetta sé jafnframt mannlegur harmleikur. Eftir hrun fjármálakerfisins hafi slitastjórn Glitnis farið að gera athugasemdir við starfsemi félagins. „Móðir mín, sem er húsmóðir, situr í stjórn ákveðinna félaga sem tengdust þeim eignarhaldsfélögum sem áttu hlutinn í Gnúp og fær svo réttarstöðu sakbornings í málum tengdum þeim félögum,“ segir Björn. Fyrir vikið hafi hún verið yfirheyrð. „Við vorum því í nokkur ár eftir hrun að verjast bæði ágangi yfirvalda og slitastjórna út af þessu rugli.“ Viðtal Björns Scheving Thorsteinssonar við Bítið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan. Vísir setti sig í samband við Þórð Má og lagði fram beiðni um viðbrögð við ásökunum Björns. Verði hann við beiðninni verður sjónarmiðum hans komið á framfæri.
Bítið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Gnúpur semur við lánardrottna sína vegna vandræða Fjárfestingarfélagið Gnúpur hefur náð samkomulagi við lánardrottna um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 9. janúar 2008 14:41 Gnúpur í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis Gnúpur er til rannsóknar hjá skilanefnd Glitnis og er ekki útilokað að einhver þeirra mála sem upp kunna að koma endi á borði sérstaks saksóknara, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfélagið sem féll í aðdraganda bankahrunsins en fór ekki í þrot. Óskað verður eftir gjaldþrotaskiptum á næstu vikum. 5. maí 2010 05:15 Gnúpur misnotaður í aðdraganda hruns Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert 10. maí 2010 06:00 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gnúpur semur við lánardrottna sína vegna vandræða Fjárfestingarfélagið Gnúpur hefur náð samkomulagi við lánardrottna um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 9. janúar 2008 14:41
Gnúpur í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis Gnúpur er til rannsóknar hjá skilanefnd Glitnis og er ekki útilokað að einhver þeirra mála sem upp kunna að koma endi á borði sérstaks saksóknara, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfélagið sem féll í aðdraganda bankahrunsins en fór ekki í þrot. Óskað verður eftir gjaldþrotaskiptum á næstu vikum. 5. maí 2010 05:15
Gnúpur misnotaður í aðdraganda hruns Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert 10. maí 2010 06:00