Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 17:33 Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka iðnaðarins. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. Þá segja samtökin að þau hafi vakið athygli á málinu við RÚV fyrir rúmu ári en stjórnarformaður RÚV hafi hafnað ósk um fund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Skýrsla ríkisendurskoðanda um RÚV ehf. kom út í dag. Þar kemur fram að RÚV hafi ekki stofnað dótturfélög um annan rekstur en fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu þrátt fyrir lagalega skyldu þar um.Sjá einnig: RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Í kafla um viðbrögð mennta- og menningarmálaráðuneytisins er tekið undir þau sjónarmið sem Ríkisendurskoðandi setur fram að „fylgni við lög sé ekki valkvæð […] Ráðuneytið ætlast til að reglum um aðskilnað bókhalds milli almannaþjónustu og samkeppnisrekstrar sé fylgt til hins ítrasta.“ Í yfirlýsingu frá SI segir að niðurstöður skýrslunnar staðfesti sjónarmið samtakanna. Þá fagni samtökin afstöðu Lilju Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra til málsins, sem hvetji stjórn RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að SI hafi fyrir rúmu ári sent stjórn RÚV bréf þess efnis að RÚV bæri að stofna og reka dótturfélög utan um samkeppnisrekstur sinn. Samtökin hafi jafnframt vakið athygli stjórnar RÚV á því að núverandi skipulag félagsins væri í beinni andstöðu við lagaákvæði. „[…] og að það væri skylda stjórnar RÚV, að viðlagðri ábyrgð, að sjá til þess að skipulag og starfsemi félagsins væri jafnan í réttu og góðu horfi.“ Samtökin hafi þá óskað eftir að stjórn RÚV kæmi starfseminni þegar í stað í lögmætt horf með því að setja allan samkeppnisrekstur í dótturfélag. Stjórnarformaður RÚV, Kári Jónasson, hafi þó hafnað ósk um fund. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa áhyggjur af því að ekki verði skerpt á skilgreiningu RÚV á sjálfstæðum framleiðanda við gerð nýs þjónustusamnings. Ráðuneytið svarar ekki ítrekuðum erindum SI. 7. nóvember 2019 06:15 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. Þá segja samtökin að þau hafi vakið athygli á málinu við RÚV fyrir rúmu ári en stjórnarformaður RÚV hafi hafnað ósk um fund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Skýrsla ríkisendurskoðanda um RÚV ehf. kom út í dag. Þar kemur fram að RÚV hafi ekki stofnað dótturfélög um annan rekstur en fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu þrátt fyrir lagalega skyldu þar um.Sjá einnig: RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Í kafla um viðbrögð mennta- og menningarmálaráðuneytisins er tekið undir þau sjónarmið sem Ríkisendurskoðandi setur fram að „fylgni við lög sé ekki valkvæð […] Ráðuneytið ætlast til að reglum um aðskilnað bókhalds milli almannaþjónustu og samkeppnisrekstrar sé fylgt til hins ítrasta.“ Í yfirlýsingu frá SI segir að niðurstöður skýrslunnar staðfesti sjónarmið samtakanna. Þá fagni samtökin afstöðu Lilju Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra til málsins, sem hvetji stjórn RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að SI hafi fyrir rúmu ári sent stjórn RÚV bréf þess efnis að RÚV bæri að stofna og reka dótturfélög utan um samkeppnisrekstur sinn. Samtökin hafi jafnframt vakið athygli stjórnar RÚV á því að núverandi skipulag félagsins væri í beinni andstöðu við lagaákvæði. „[…] og að það væri skylda stjórnar RÚV, að viðlagðri ábyrgð, að sjá til þess að skipulag og starfsemi félagsins væri jafnan í réttu og góðu horfi.“ Samtökin hafi þá óskað eftir að stjórn RÚV kæmi starfseminni þegar í stað í lögmætt horf með því að setja allan samkeppnisrekstur í dótturfélag. Stjórnarformaður RÚV, Kári Jónasson, hafi þó hafnað ósk um fund.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa áhyggjur af því að ekki verði skerpt á skilgreiningu RÚV á sjálfstæðum framleiðanda við gerð nýs þjónustusamnings. Ráðuneytið svarar ekki ítrekuðum erindum SI. 7. nóvember 2019 06:15 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa áhyggjur af því að ekki verði skerpt á skilgreiningu RÚV á sjálfstæðum framleiðanda við gerð nýs þjónustusamnings. Ráðuneytið svarar ekki ítrekuðum erindum SI. 7. nóvember 2019 06:15
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51
Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28