Sjáðu þrennur Serge Gnabry og Georginio Wijnaldum Arnar Björnsson skrifar 20. nóvember 2019 22:45 Wijnaldum fagnar þrennunni. vísir/getty Þjóðverjar og Hollendingar voru saman í C-riðlinum og voru bæði örugg um komast í lokakeppnina. Þjóðverjar mættu Norður Írum í Frankfurt, Þjóðverjar unnu fyrri leikinn 2-0 á Norður Írlandi. Gestirnir byrjuðu með látum og Michael Smith skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Þjóðverjar jöfnuðu metin á 19. mínútu, Jonas Hector sendi inn í vítateiginn og Serge Gnabry skoraði, frábær afgreiðsla hjá Arsenal-manninum fyrrverandi sem núna spilar með Bayern Munchen. Þeir félagar komu við sögu skömmu fyrir leikhlé, Hector sendi á Gnabry sem hitti ekki boltann en Leon Goretzka, samherji Gnabry hjá Bayern sá til þess að Þjóðverjar voru 2-1 yfir í hálfleik. Gnabry skoraði annað mark sitt þegar seinni hálfleikurinn var nýhafinn, eftir sendingu Lukas Klostermann, varnarmanni Leipzig. Gnabry skoraði þriðja mark sitt á 59. mínútu, strákurinn byrjar landsliðsferilinn með glæsibrag, þetta var þrettánda mark hans í jafnmörgum leikjum. Leon Goretzka skoraði fimmta markið með glæsilegu langskoti í bláhornið, annað mark hans í leiknum. Julian Brandt, leikmaður Borussia Dortmund, skoraði síðasta markið í uppbótartíma. Þjóðverjar unnu 6-1, unnu sjö af átta leikjum sínum í riðlinum, skoruðu 30 mörk en fengu á sig 7 og urðu í 1. sæti í riðlinum með 21 stig, tveimur stigum á undan Hollendingum. Klippa: Sportpakkinn: Þrennur Gnabry og Wijnaldum Eina tap Þjóðverja kom gegn Hollendingum í Hamborg, þá unnu Hollendingar 4-2. Georginio Wijnaldum skoraði þá fjórða og síðasta markið. Hann var í stuði gegn Eistlandi í gærkvöldi, skoraði fyrsta markið á 6. minútu, skallaði sendingu Quincy Promes í markið. Annað skallamark kom Hollendingum í 2-0. Nathan Aké varnarmaður Bournemouth skoraði á 18. mínútu. Memphis Depay sá um stoðsendinguna, þetta var hans áttunda í keppninni, enginn skilaði fleiri stoðsendingum en Lyon-maðurinn. Um miðjan seinni hálfleikinn pressuðu Hollendingar, varnarmenn Eista klúðruðu boltanum og Wijnaldum skoraði annað mark sitt. Wynaldum var með fyrirliðabandið í fjarveru félaga síns í Liverpool, Virgil van Dijk sem var meiddur og hann skoraði fjórða markið 12 mínútum fyrir leikslok. Líkt og í markinu á undan átti hinn tvítugi Calvin Stengs stoðsendinguna í sínum 1. landsleik. Samherji hans í AZ Alkmaar, hinn 18 ára Myron Boadu, skoraði fimmta og síðasta markið, líkt og Stengs lék hann sinn 1. landsleik í gærkvöldi. Hollendingar komust ekki í úrslit á síðasta Evrópumeistaramóti en þeir hafa einu sinni hrósað sigri. 1988 skoruðu Marco van Basten og Ruud Gullit í 2-0 sigri Hollendinga á Sovétmönnum í úrslitaleik á Olympíuleikvanginum í München. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Þjóðverjar og Hollendingar voru saman í C-riðlinum og voru bæði örugg um komast í lokakeppnina. Þjóðverjar mættu Norður Írum í Frankfurt, Þjóðverjar unnu fyrri leikinn 2-0 á Norður Írlandi. Gestirnir byrjuðu með látum og Michael Smith skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Þjóðverjar jöfnuðu metin á 19. mínútu, Jonas Hector sendi inn í vítateiginn og Serge Gnabry skoraði, frábær afgreiðsla hjá Arsenal-manninum fyrrverandi sem núna spilar með Bayern Munchen. Þeir félagar komu við sögu skömmu fyrir leikhlé, Hector sendi á Gnabry sem hitti ekki boltann en Leon Goretzka, samherji Gnabry hjá Bayern sá til þess að Þjóðverjar voru 2-1 yfir í hálfleik. Gnabry skoraði annað mark sitt þegar seinni hálfleikurinn var nýhafinn, eftir sendingu Lukas Klostermann, varnarmanni Leipzig. Gnabry skoraði þriðja mark sitt á 59. mínútu, strákurinn byrjar landsliðsferilinn með glæsibrag, þetta var þrettánda mark hans í jafnmörgum leikjum. Leon Goretzka skoraði fimmta markið með glæsilegu langskoti í bláhornið, annað mark hans í leiknum. Julian Brandt, leikmaður Borussia Dortmund, skoraði síðasta markið í uppbótartíma. Þjóðverjar unnu 6-1, unnu sjö af átta leikjum sínum í riðlinum, skoruðu 30 mörk en fengu á sig 7 og urðu í 1. sæti í riðlinum með 21 stig, tveimur stigum á undan Hollendingum. Klippa: Sportpakkinn: Þrennur Gnabry og Wijnaldum Eina tap Þjóðverja kom gegn Hollendingum í Hamborg, þá unnu Hollendingar 4-2. Georginio Wijnaldum skoraði þá fjórða og síðasta markið. Hann var í stuði gegn Eistlandi í gærkvöldi, skoraði fyrsta markið á 6. minútu, skallaði sendingu Quincy Promes í markið. Annað skallamark kom Hollendingum í 2-0. Nathan Aké varnarmaður Bournemouth skoraði á 18. mínútu. Memphis Depay sá um stoðsendinguna, þetta var hans áttunda í keppninni, enginn skilaði fleiri stoðsendingum en Lyon-maðurinn. Um miðjan seinni hálfleikinn pressuðu Hollendingar, varnarmenn Eista klúðruðu boltanum og Wijnaldum skoraði annað mark sitt. Wynaldum var með fyrirliðabandið í fjarveru félaga síns í Liverpool, Virgil van Dijk sem var meiddur og hann skoraði fjórða markið 12 mínútum fyrir leikslok. Líkt og í markinu á undan átti hinn tvítugi Calvin Stengs stoðsendinguna í sínum 1. landsleik. Samherji hans í AZ Alkmaar, hinn 18 ára Myron Boadu, skoraði fimmta og síðasta markið, líkt og Stengs lék hann sinn 1. landsleik í gærkvöldi. Hollendingar komust ekki í úrslit á síðasta Evrópumeistaramóti en þeir hafa einu sinni hrósað sigri. 1988 skoruðu Marco van Basten og Ruud Gullit í 2-0 sigri Hollendinga á Sovétmönnum í úrslitaleik á Olympíuleikvanginum í München.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30
Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti