Sjáðu þrennur Serge Gnabry og Georginio Wijnaldum Arnar Björnsson skrifar 20. nóvember 2019 22:45 Wijnaldum fagnar þrennunni. vísir/getty Þjóðverjar og Hollendingar voru saman í C-riðlinum og voru bæði örugg um komast í lokakeppnina. Þjóðverjar mættu Norður Írum í Frankfurt, Þjóðverjar unnu fyrri leikinn 2-0 á Norður Írlandi. Gestirnir byrjuðu með látum og Michael Smith skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Þjóðverjar jöfnuðu metin á 19. mínútu, Jonas Hector sendi inn í vítateiginn og Serge Gnabry skoraði, frábær afgreiðsla hjá Arsenal-manninum fyrrverandi sem núna spilar með Bayern Munchen. Þeir félagar komu við sögu skömmu fyrir leikhlé, Hector sendi á Gnabry sem hitti ekki boltann en Leon Goretzka, samherji Gnabry hjá Bayern sá til þess að Þjóðverjar voru 2-1 yfir í hálfleik. Gnabry skoraði annað mark sitt þegar seinni hálfleikurinn var nýhafinn, eftir sendingu Lukas Klostermann, varnarmanni Leipzig. Gnabry skoraði þriðja mark sitt á 59. mínútu, strákurinn byrjar landsliðsferilinn með glæsibrag, þetta var þrettánda mark hans í jafnmörgum leikjum. Leon Goretzka skoraði fimmta markið með glæsilegu langskoti í bláhornið, annað mark hans í leiknum. Julian Brandt, leikmaður Borussia Dortmund, skoraði síðasta markið í uppbótartíma. Þjóðverjar unnu 6-1, unnu sjö af átta leikjum sínum í riðlinum, skoruðu 30 mörk en fengu á sig 7 og urðu í 1. sæti í riðlinum með 21 stig, tveimur stigum á undan Hollendingum. Klippa: Sportpakkinn: Þrennur Gnabry og Wijnaldum Eina tap Þjóðverja kom gegn Hollendingum í Hamborg, þá unnu Hollendingar 4-2. Georginio Wijnaldum skoraði þá fjórða og síðasta markið. Hann var í stuði gegn Eistlandi í gærkvöldi, skoraði fyrsta markið á 6. minútu, skallaði sendingu Quincy Promes í markið. Annað skallamark kom Hollendingum í 2-0. Nathan Aké varnarmaður Bournemouth skoraði á 18. mínútu. Memphis Depay sá um stoðsendinguna, þetta var hans áttunda í keppninni, enginn skilaði fleiri stoðsendingum en Lyon-maðurinn. Um miðjan seinni hálfleikinn pressuðu Hollendingar, varnarmenn Eista klúðruðu boltanum og Wijnaldum skoraði annað mark sitt. Wynaldum var með fyrirliðabandið í fjarveru félaga síns í Liverpool, Virgil van Dijk sem var meiddur og hann skoraði fjórða markið 12 mínútum fyrir leikslok. Líkt og í markinu á undan átti hinn tvítugi Calvin Stengs stoðsendinguna í sínum 1. landsleik. Samherji hans í AZ Alkmaar, hinn 18 ára Myron Boadu, skoraði fimmta og síðasta markið, líkt og Stengs lék hann sinn 1. landsleik í gærkvöldi. Hollendingar komust ekki í úrslit á síðasta Evrópumeistaramóti en þeir hafa einu sinni hrósað sigri. 1988 skoruðu Marco van Basten og Ruud Gullit í 2-0 sigri Hollendinga á Sovétmönnum í úrslitaleik á Olympíuleikvanginum í München. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sjá meira
Þjóðverjar og Hollendingar voru saman í C-riðlinum og voru bæði örugg um komast í lokakeppnina. Þjóðverjar mættu Norður Írum í Frankfurt, Þjóðverjar unnu fyrri leikinn 2-0 á Norður Írlandi. Gestirnir byrjuðu með látum og Michael Smith skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Þjóðverjar jöfnuðu metin á 19. mínútu, Jonas Hector sendi inn í vítateiginn og Serge Gnabry skoraði, frábær afgreiðsla hjá Arsenal-manninum fyrrverandi sem núna spilar með Bayern Munchen. Þeir félagar komu við sögu skömmu fyrir leikhlé, Hector sendi á Gnabry sem hitti ekki boltann en Leon Goretzka, samherji Gnabry hjá Bayern sá til þess að Þjóðverjar voru 2-1 yfir í hálfleik. Gnabry skoraði annað mark sitt þegar seinni hálfleikurinn var nýhafinn, eftir sendingu Lukas Klostermann, varnarmanni Leipzig. Gnabry skoraði þriðja mark sitt á 59. mínútu, strákurinn byrjar landsliðsferilinn með glæsibrag, þetta var þrettánda mark hans í jafnmörgum leikjum. Leon Goretzka skoraði fimmta markið með glæsilegu langskoti í bláhornið, annað mark hans í leiknum. Julian Brandt, leikmaður Borussia Dortmund, skoraði síðasta markið í uppbótartíma. Þjóðverjar unnu 6-1, unnu sjö af átta leikjum sínum í riðlinum, skoruðu 30 mörk en fengu á sig 7 og urðu í 1. sæti í riðlinum með 21 stig, tveimur stigum á undan Hollendingum. Klippa: Sportpakkinn: Þrennur Gnabry og Wijnaldum Eina tap Þjóðverja kom gegn Hollendingum í Hamborg, þá unnu Hollendingar 4-2. Georginio Wijnaldum skoraði þá fjórða og síðasta markið. Hann var í stuði gegn Eistlandi í gærkvöldi, skoraði fyrsta markið á 6. minútu, skallaði sendingu Quincy Promes í markið. Annað skallamark kom Hollendingum í 2-0. Nathan Aké varnarmaður Bournemouth skoraði á 18. mínútu. Memphis Depay sá um stoðsendinguna, þetta var hans áttunda í keppninni, enginn skilaði fleiri stoðsendingum en Lyon-maðurinn. Um miðjan seinni hálfleikinn pressuðu Hollendingar, varnarmenn Eista klúðruðu boltanum og Wijnaldum skoraði annað mark sitt. Wynaldum var með fyrirliðabandið í fjarveru félaga síns í Liverpool, Virgil van Dijk sem var meiddur og hann skoraði fjórða markið 12 mínútum fyrir leikslok. Líkt og í markinu á undan átti hinn tvítugi Calvin Stengs stoðsendinguna í sínum 1. landsleik. Samherji hans í AZ Alkmaar, hinn 18 ára Myron Boadu, skoraði fimmta og síðasta markið, líkt og Stengs lék hann sinn 1. landsleik í gærkvöldi. Hollendingar komust ekki í úrslit á síðasta Evrópumeistaramóti en þeir hafa einu sinni hrósað sigri. 1988 skoruðu Marco van Basten og Ruud Gullit í 2-0 sigri Hollendinga á Sovétmönnum í úrslitaleik á Olympíuleikvanginum í München.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30
Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00