Áhættumat banka Samherja til skoðunar Hörður Ægisson skrifar 21. nóvember 2019 06:00 Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. Þetta kemur fram í svari FME við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort eftirlitið hafi kallað eftir upplýsingum frá fjármálafyrirtækjum um hvernig staðið hafi verið að framkvæmd áreiðanleikakönnunar á Samherja vegna varna gegn peningaþvætti og sömuleiðis hæfismati til að eiga aðild að ákveðnum viðskiptum. Fjármálaeftirlitið segist, í kjölfar þess að greint hafi verið frá viðskiptaháttum Samherja í Namibíu, hafa óskað eftir „tilteknum upplýsingum frá innlánsstofnunum varðandi það hvort Samherji og félög tengd fyrirtækinu hefðu verið eða væru í viðskiptum við innlánsstofnunina“. Hafi það reynst raunin fór FME einnig fram á upplýsingar um „áhættumat á þeim félögum og upplýsingum um hvernig reglubundnu eftirliti með þeim væri háttað“, segir í svari FME. Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka, sem er helsti viðskiptabanki Samherja á Íslandi, hafa ákveðið að fara fram á að viðskipti bankanna við útgerðarfélagið verði skoðuð ítarlega. Landsbankinn hefur ekki viljað tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina. Þá hefur verið greint frá því að stjórnarformaður norska bankans DNB hafi óskað eftir því að viðskipti hans við Samherja og tengd félög, vegna gruns um mögulegt peningaþvætti, verði skoðuð ítarlega innan bankans. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. Þetta kemur fram í svari FME við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort eftirlitið hafi kallað eftir upplýsingum frá fjármálafyrirtækjum um hvernig staðið hafi verið að framkvæmd áreiðanleikakönnunar á Samherja vegna varna gegn peningaþvætti og sömuleiðis hæfismati til að eiga aðild að ákveðnum viðskiptum. Fjármálaeftirlitið segist, í kjölfar þess að greint hafi verið frá viðskiptaháttum Samherja í Namibíu, hafa óskað eftir „tilteknum upplýsingum frá innlánsstofnunum varðandi það hvort Samherji og félög tengd fyrirtækinu hefðu verið eða væru í viðskiptum við innlánsstofnunina“. Hafi það reynst raunin fór FME einnig fram á upplýsingar um „áhættumat á þeim félögum og upplýsingum um hvernig reglubundnu eftirliti með þeim væri háttað“, segir í svari FME. Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka, sem er helsti viðskiptabanki Samherja á Íslandi, hafa ákveðið að fara fram á að viðskipti bankanna við útgerðarfélagið verði skoðuð ítarlega. Landsbankinn hefur ekki viljað tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina. Þá hefur verið greint frá því að stjórnarformaður norska bankans DNB hafi óskað eftir því að viðskipti hans við Samherja og tengd félög, vegna gruns um mögulegt peningaþvætti, verði skoðuð ítarlega innan bankans.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33