Icelandair setur stefnuna á enn meiri sjálfvirkni Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 08:56 Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. Vísir/vilhelm Þrátt fyrir aukna sjálfvirknivæðingu í rekstri flugfélaga eru ágætis atvinnuhorfur í greininni að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. Þó svo að það „séu alltaf sveiflur í þessu eins og við þekkjum“ þá sé gert ráð fyrir vexti til lengri tíma í fluggeiranum. Flugfélagið hefur einsett sér að auka sjálfvirkni í reksti sínum og því fyrirséð að störf hjá flugfélaginu muni breytast. Þau Bogi og Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Icelandair, ræddu nýja jafnréttisstefnu flugfélagsins á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. Auk þess stendur til að fjölga konum í stjórnunarstöðum, enda er „margsannað að fjölbreytni á vinnustað skilar sér í betri ákvarðanatöku,“ eins og Elísabet komst að orði við Fréttablaðið í morgun. Meðal þess sem drepið er á í nýju stefnunni er að auka enn frekar sjálfvirkni í rekstri félagsins, sem gengið hefur ágætlega að sögn Boga. Sú vinna er þegar hafin og hefur skipulagi Icelandair meðal annars verið breytt í þá átt - „að ná betri árangri,“ eins og Bogi kemst að orði.Sjá einnig: Enginn mun verða skikkaður í hælaskóHann segir að von sé á miklum breytingum í þessum efnum; öll innritun og allt það sem farþeginn gerir verður sjálfvirkara en þekkist nú. „Farþeginn mun gera miklu meira sjálfur í framtíðinni, þannig að þessi partur af ferðalaginu mun breytast,“ segir Bogi og bætir við að því sé fyrirséð að störf muni eitthvað breytast líka.Röðum mun þá fækka væntanlega?„Já, ég held að þú munir ganga í gegnum flugvöllinn vonandi - án þess að fara í röð. Þú þarft ekki að innrita þig, þetta mun verða sjálfvirkara. Stefnan er sett þangað og við erum að sjá það á ýmsum flugvöllum sem eru komnir lengst að þetta orðið talsvert sjálfvirkt,“ segir Bogi. Spjall þeirra Elísabetar við Bítið má heyra hér að neðan. Bítið Icelandair Jafnréttismál Tækni Tengdar fréttir Enginn mun verða skikkaður í hælaskó Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. 21. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Þrátt fyrir aukna sjálfvirknivæðingu í rekstri flugfélaga eru ágætis atvinnuhorfur í greininni að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. Þó svo að það „séu alltaf sveiflur í þessu eins og við þekkjum“ þá sé gert ráð fyrir vexti til lengri tíma í fluggeiranum. Flugfélagið hefur einsett sér að auka sjálfvirkni í reksti sínum og því fyrirséð að störf hjá flugfélaginu muni breytast. Þau Bogi og Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Icelandair, ræddu nýja jafnréttisstefnu flugfélagsins á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. Auk þess stendur til að fjölga konum í stjórnunarstöðum, enda er „margsannað að fjölbreytni á vinnustað skilar sér í betri ákvarðanatöku,“ eins og Elísabet komst að orði við Fréttablaðið í morgun. Meðal þess sem drepið er á í nýju stefnunni er að auka enn frekar sjálfvirkni í rekstri félagsins, sem gengið hefur ágætlega að sögn Boga. Sú vinna er þegar hafin og hefur skipulagi Icelandair meðal annars verið breytt í þá átt - „að ná betri árangri,“ eins og Bogi kemst að orði.Sjá einnig: Enginn mun verða skikkaður í hælaskóHann segir að von sé á miklum breytingum í þessum efnum; öll innritun og allt það sem farþeginn gerir verður sjálfvirkara en þekkist nú. „Farþeginn mun gera miklu meira sjálfur í framtíðinni, þannig að þessi partur af ferðalaginu mun breytast,“ segir Bogi og bætir við að því sé fyrirséð að störf muni eitthvað breytast líka.Röðum mun þá fækka væntanlega?„Já, ég held að þú munir ganga í gegnum flugvöllinn vonandi - án þess að fara í röð. Þú þarft ekki að innrita þig, þetta mun verða sjálfvirkara. Stefnan er sett þangað og við erum að sjá það á ýmsum flugvöllum sem eru komnir lengst að þetta orðið talsvert sjálfvirkt,“ segir Bogi. Spjall þeirra Elísabetar við Bítið má heyra hér að neðan.
Bítið Icelandair Jafnréttismál Tækni Tengdar fréttir Enginn mun verða skikkaður í hælaskó Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. 21. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Enginn mun verða skikkaður í hælaskó Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. 21. nóvember 2019 06:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent