Áhrifamiklar örsögur Björk Eiðsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 15:30 Aðstandendur myndarinnar; leikstjórinn og handritshöfundurinn Rúnar Rúnarsson, Lilja Snorradóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson og Elli Cassata. Fréttablaðið/Ernir Íslenska kvikmyndin Bergmál var frumsýnd með pompi og prakt í Háskólabíói á þriðjudaginn. Virtust frumsýningargestir hrífast með af sögunum 58 sem gerast í aðdraganda jóla hér á landi.Segja má að jólaandinn hafi fyllt aðalsal Háskólabíós á meðan á frumsýningu á íslensku kvikmyndinni Bergmál stóð á þriðjudaginn var. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Rúnar Rúnarsson, sem áður hefur m.a leikstýrt kvikmyndunum Þrestir og Eldfjall, fer hér svo sannarlega nýjar leiðir og brýtur upp hið hefðbundna form kvikmyndar.Tónlistarmennirnir Erpur Eyvindarson eða Blaz Roca og Huginn mættu ferskir. Fréttablaðið/ErnirYfir þrjú hundruð leikarar Engir aðalleikarar eru í kvikmyndinni og í raun engir þekktir leikarar en í kringum 330 manns fara með hlutverk í henni. Ekki er um heildstæðan söguþráð að ræða heldur sjáum við 58 ljúfar, sárar, fyndnar og bitrar hversdagslegar örsögur. Allar eru þær leiknar af lítt - eða óreyndum leikurum sem augljóslega er vel stýrt og ekki er að sjá að um frumraun fyrir framan kvikmyndavél er að ræða í langflestum tilvikum.Helgi Björns, Arnór Pálmi og Gunnar Hansson. Fréttablaðið/ErnirSögurnar sem allar eiga sér stað í aðdraganda jóla og voru teknar fyrir síðustu jól, fanga vel fjölbreytileika lífsins litrófs og verða klárlega frábær heimild um íslenskan samtíma þegar fram líða stundir. Nú þegar hefur verið ákveðið að myndin fari í sýningar í 25 kvikmyndahúsum í Hollandi í desember og hefur hún verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim frá því í haust, við góðar undirtektir. Íslensk jól ferðast því víða þetta árið og ættu íslensk jólabörn, kvikmyndaáhugafólk og þeir sem almennt hafa áhuga á mannlegu eðli og ýmsum birtingarmyndum þess ekki að láta Bergmál framhjá sér fara.Mæðginin Agnes Kristjónsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson. Fréttablaðið/ErnirLeikhúshjónin Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir brostu sínu breiðasta. Fréttablaðið/ErnirSvanhildur Jakobsdóttir mætti ásamt Stefaníu Svölu Borg. Fréttablaðið/ErnirNöfnurnar Ísold og Ísold Arna skemmtu sér vel. Fréttablaðið/ErnirJón Teitur, Glóey og Móey. Fréttablaðið/ErnirBjörn Emilsson og Ragna Fossberg. Fréttablaðið/Ernir Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Bergmál var frumsýnd með pompi og prakt í Háskólabíói á þriðjudaginn. Virtust frumsýningargestir hrífast með af sögunum 58 sem gerast í aðdraganda jóla hér á landi.Segja má að jólaandinn hafi fyllt aðalsal Háskólabíós á meðan á frumsýningu á íslensku kvikmyndinni Bergmál stóð á þriðjudaginn var. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Rúnar Rúnarsson, sem áður hefur m.a leikstýrt kvikmyndunum Þrestir og Eldfjall, fer hér svo sannarlega nýjar leiðir og brýtur upp hið hefðbundna form kvikmyndar.Tónlistarmennirnir Erpur Eyvindarson eða Blaz Roca og Huginn mættu ferskir. Fréttablaðið/ErnirYfir þrjú hundruð leikarar Engir aðalleikarar eru í kvikmyndinni og í raun engir þekktir leikarar en í kringum 330 manns fara með hlutverk í henni. Ekki er um heildstæðan söguþráð að ræða heldur sjáum við 58 ljúfar, sárar, fyndnar og bitrar hversdagslegar örsögur. Allar eru þær leiknar af lítt - eða óreyndum leikurum sem augljóslega er vel stýrt og ekki er að sjá að um frumraun fyrir framan kvikmyndavél er að ræða í langflestum tilvikum.Helgi Björns, Arnór Pálmi og Gunnar Hansson. Fréttablaðið/ErnirSögurnar sem allar eiga sér stað í aðdraganda jóla og voru teknar fyrir síðustu jól, fanga vel fjölbreytileika lífsins litrófs og verða klárlega frábær heimild um íslenskan samtíma þegar fram líða stundir. Nú þegar hefur verið ákveðið að myndin fari í sýningar í 25 kvikmyndahúsum í Hollandi í desember og hefur hún verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim frá því í haust, við góðar undirtektir. Íslensk jól ferðast því víða þetta árið og ættu íslensk jólabörn, kvikmyndaáhugafólk og þeir sem almennt hafa áhuga á mannlegu eðli og ýmsum birtingarmyndum þess ekki að láta Bergmál framhjá sér fara.Mæðginin Agnes Kristjónsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson. Fréttablaðið/ErnirLeikhúshjónin Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir brostu sínu breiðasta. Fréttablaðið/ErnirSvanhildur Jakobsdóttir mætti ásamt Stefaníu Svölu Borg. Fréttablaðið/ErnirNöfnurnar Ísold og Ísold Arna skemmtu sér vel. Fréttablaðið/ErnirJón Teitur, Glóey og Móey. Fréttablaðið/ErnirBjörn Emilsson og Ragna Fossberg. Fréttablaðið/Ernir
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Sjá meira