Sport

Sportpakkinn: Slegist á svellinu

Arnar Björnsson skrifar
Menn létu hnefana tala.
Menn létu hnefana tala. vísir/getty
Það var hart tekist á í leik New York Rangers og Washington Capitals í NHL-deildinni í íshokkí.

Washington hefur gegngið betur á leiktíðinni og er í 1. sæti Austurdeildarinnar en New York liðið byrjaði illa en betur hefur gengið að undanförnu. Í gærkvöldi vann Rangers 4-1.

Sænski markvörðurinn Henrik Lundqvist varði 30 skot í markinu. Lundquist er 37 ára og sigurinn í gær var sá 454. i NHL-deildinni hjá honum. Hann er nú jafn Curtis Joseph í fimmta sæti yfir þá leikmenn sem oftast hafa verið í sigurliði.

Upp úr sauð í leiknum þegar Tom Wilson, leikmaður Washington Capitals, og Brendan Lemieux, leikmaður New York Rangers, lentu í hörku slagsmálum. Þar var ekkert gefið eftir.

Stóra fréttinn í NHL-deildinni er brottrekstur þjálfara Toronto Maple Leafs. Mike Babcock var rekinn eftir sjötta tapið í röð. Hann var launahæsti þjálfari deildarinnar með 6,25 milljónir dollara í árslaun og var á sínu fimmta ári með liðið.

Klippa: Sportpakkinn: Slagsmál í NHL
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×