Glæsilegt tveggja daga barnaþing sett í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2019 20:00 Forseti Íslands sagði börnum á barnaþingi í dag að mikilvægt væri að setja sér markmið en vera reiðubúinn að endurskoða þau. Sjálfur hafi hann ætlað að verða atvinnumaður í handbolta en endað sem forseti. Umboðsmaður barna hefur hóp ungmenna í hópi ráðgjafa sem koma að undirbúningi og þinghaldi barnaþings. Þeirra á meðal eru Vigdís Sóley Vignisdóttir nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Eiður Axelsson nemandi í Sæmundarskóla.Hvað er Barnaþing?„Það er staður þar sem börn koma saman og segja skoðanir sínar um ákveðin málefni. Fullorðnir eru þar líka, sem hafa völd, til að hlusta og gera eitthvað úr málunum,“ segir Vigdís Sóley.Eykur þetta áhuga barna og ungmenna á að taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni?„Ég vona það. Vona líka að við fáum nýliðun í ráðgjafahópinn til að taka þátt í þessu rosalega skemmtilega sem við gerum svona á hverjum degi,“ segir Eiður. Fyrsta barnaþing á Íslandi sem stendur í tvo daga var sett í Hörpu í dag að viðstöddum forseta Íslands, sjö ráðherrum, forseta Alþingis og Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og verndara barnaþings. Og það voru margir þingfulltrúar sem vildu heilsa upp á hana, fyrsta lýðræðilega kosnu konuna í forsetastóli.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/EinarSalvör Nordal umboðsmðaur barna segir börn í sjötta til tíunda bekk alls staðar að af landinu sækja þingið.Hvað er stóra verkefnið sem bíður þeirra?„Þau fá mjög opna spurningu í fyrramálið. Setjast hérna við borð og ræða saman. Þau raunverulega ráða því hvaða mál verða sett á dagskrá og hvað er mikilvægast fyrir þau að ræða,“ segir Salvör. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í léttu spjalli við nokkra ráðgjafa þingsins að eitt mikilvægasta verkefni skólanna væri að efla sjálfstraust nemenda. Sjálfur hafi hann verið feiminn í æsku „En ég get sagt við ykkur hin. Þið eigið að setja ykkur markmið. Þið eigið að þora,“ sagði Guðni. Og þegar hann var spurður hvort hann hafi átt sér þann draum sem barn að verða forseti svaraði forsetinn: „Ekki sem barn og ekki heldur sem fullorðinn,“ og uppskar mikinn hlátur þinggesta. Hann hafi ætlað að verða atvinnumaður í handbolta eins og bróðir hans Patrekur. „Þannig að munið eftir því sem ég var að segja um að setja sér markmið. Maður þarf líka að endurskoða markmiðin,“ sagði forseti Íslands.Ráðherrar gerðu sér ferð á Barnaþing í dag.Vísir/EinarGlatt á hjalla í Hörpu.Vísir/Einar Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Forseti Íslands sagði börnum á barnaþingi í dag að mikilvægt væri að setja sér markmið en vera reiðubúinn að endurskoða þau. Sjálfur hafi hann ætlað að verða atvinnumaður í handbolta en endað sem forseti. Umboðsmaður barna hefur hóp ungmenna í hópi ráðgjafa sem koma að undirbúningi og þinghaldi barnaþings. Þeirra á meðal eru Vigdís Sóley Vignisdóttir nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Eiður Axelsson nemandi í Sæmundarskóla.Hvað er Barnaþing?„Það er staður þar sem börn koma saman og segja skoðanir sínar um ákveðin málefni. Fullorðnir eru þar líka, sem hafa völd, til að hlusta og gera eitthvað úr málunum,“ segir Vigdís Sóley.Eykur þetta áhuga barna og ungmenna á að taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni?„Ég vona það. Vona líka að við fáum nýliðun í ráðgjafahópinn til að taka þátt í þessu rosalega skemmtilega sem við gerum svona á hverjum degi,“ segir Eiður. Fyrsta barnaþing á Íslandi sem stendur í tvo daga var sett í Hörpu í dag að viðstöddum forseta Íslands, sjö ráðherrum, forseta Alþingis og Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og verndara barnaþings. Og það voru margir þingfulltrúar sem vildu heilsa upp á hana, fyrsta lýðræðilega kosnu konuna í forsetastóli.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/EinarSalvör Nordal umboðsmðaur barna segir börn í sjötta til tíunda bekk alls staðar að af landinu sækja þingið.Hvað er stóra verkefnið sem bíður þeirra?„Þau fá mjög opna spurningu í fyrramálið. Setjast hérna við borð og ræða saman. Þau raunverulega ráða því hvaða mál verða sett á dagskrá og hvað er mikilvægast fyrir þau að ræða,“ segir Salvör. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í léttu spjalli við nokkra ráðgjafa þingsins að eitt mikilvægasta verkefni skólanna væri að efla sjálfstraust nemenda. Sjálfur hafi hann verið feiminn í æsku „En ég get sagt við ykkur hin. Þið eigið að setja ykkur markmið. Þið eigið að þora,“ sagði Guðni. Og þegar hann var spurður hvort hann hafi átt sér þann draum sem barn að verða forseti svaraði forsetinn: „Ekki sem barn og ekki heldur sem fullorðinn,“ og uppskar mikinn hlátur þinggesta. Hann hafi ætlað að verða atvinnumaður í handbolta eins og bróðir hans Patrekur. „Þannig að munið eftir því sem ég var að segja um að setja sér markmið. Maður þarf líka að endurskoða markmiðin,“ sagði forseti Íslands.Ráðherrar gerðu sér ferð á Barnaþing í dag.Vísir/EinarGlatt á hjalla í Hörpu.Vísir/Einar
Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira