Umfjöllun: Haukar - Valur 30-26 | Haukar unnu KFUM slaginn Benedikt Grétarsson skrifar 21. nóvember 2019 21:30 Tjörvi átti fínan leik í kvöld. vísir/bára Haukar verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitum Coca-Cola bikarkeppni HSÍ. Haukar mættu frændum sínum í Val að Ásvöllum í 16 liða úrslitum og höfu sigur, 30-26 í mjög kaflaskiptum leik. Markvörðurinn Andri Sigmarsson Scheving átti frábæran leik fyrir Hauka og varði 16 skot með 46% markvörslu. Gestirnir komu inn í leikinn fullir sjálfstrausts eftir frábæran sigur gegn Bregenz í Evrópukeppninni og höfðu öll ráð Hauka á höndum sér fyrstu 15 mínúturnar. Engu máli skipti þó að varnartröllið Ýmir Örn Gíslason hafi fengið beint rautt spjald fyrir brot á Adam Hauk Baumruk eftir rúmlega átta mínútna leik, Valsmenn voru einfaldlega miklu betri og komust í 7-11. Þá kom ákveðinn vendipunktur. Vítabaninn Andri SIgmarsson Scheving varði vítakast og Haukar gjörsamlega duttu í gírinn í kjölfarið. Drifnir áfram af stórleik Andra í markinu, skoruðu Haukar átta mörk gegn einu og snéru leiknum sér í hag. Valsmenn skoruðu síðasta mark hálfleiksins en það voru heimamenn sem héldu til búningsherbergja með tveggja marka forystu, 16-14. Valsmenn hafa heldur betur brýnt hnífana í hálfleik, því að þeir skoruðu fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks og náðu frumkvæðinu. Varnarleikur Vals, með Þorgils Jón Svölu Baldusson frábæran, gerði Haukum lífið afar leitt og Haukar áttu fá svör sóknarlega. Haukar höfðu hins vegar besta mann vallarins í sínu liði og það var áðurnefndur Andri Scheving. Hann varði frábærlega á lykil-augnablikum og gjörsamlega afstýrði því að Haukar misstu af lestinni. Valsmenn höfðu eins marks forystu þegar um 10 mínútur voru til leiksloka en Haukar unnu þær mínútur 7-2 og fara kátir í næstu umferð bikarkeppninnar.Af hverju unnu Haukar leikinn? Það hefði verið fáranlegt ef Haukar hefðu EKKI unnið leikinn, sé mið tekið af þeirri staðreynd að þeir voru með frábæra markvörslu en Valsmenn með skelfilega markvörslu. Varnarleikur og markvarsla er lykilatriði í handbolta og Haukar höfðu bara fleiri tromp á þeim sviðum, þó aðallega í markvörslunni.Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður sagði, var Andri frábær í markinu. Adam Haukur hjó margoft á hnútinn sóknarlega og Ólafur Ægir átti sennilega sinn besta leik í Haukatreyjunni. Hjá Valsmönnum voru þeir Finnur Ingi Stefánsson og Magnús Óli Magnússon bestir sóknarlega en Þorgils var gríðarlega flottur varnarlega og skilaði reyndar nokkrum ágætum mörkum líka. Valsmenn léku vel en þurftu betri markvörslu með sínum varnarleik.Hvað gekk illa? Það telst ekki gott að skora úr einu vítakasti í fjórum tilraunum en það gerðu Valsmenn í kvöld. Andri virðist vera búinn að skapa sér nafn sem besti vítabani landsins og hann stóð undir því nafni í kvöld.Hvað gerist næst? Olísdeildin tekur við og það eru útileikir hjá báðum liðum. Haukar halda í Austurbergið og mæta þar ÍR en Valsmenn skjótast í Garðabæ til að leika gegn Stjörnunni.Andri: Ekkert flókið að verja víti „Þetta var rosalega skemmtilegur leikur að spila og gaman að þetta endaði okkar megin í dag. Skemmtilegustu bikarleikirnir eru svona hnífjafnir og ráðast á síðustu mínútunum,“ sagði markvörðurinn Andri Sigmarsson Scheving. Andri varði 16 skot og var maður leiksins. Hann hefur þurft að verma varamannabekkinn mikið í vetur í skugga Grétars Ara Guðjónssonar en nýtti heldur betur tækifærið þegar Grétar náði sér ekki á strik í upphafi leiks. „Maður verður bara að nýta þau tækifæri sem maður fær,“ segir Andri brosandi og bætir við: „Ég bakka bara Grétar upp þegar þess þarf. Hann var búinn að vera frábær í upphafi tímabilsins og á svo sannarlega skilið að fá góðan stuðning frá mér þegar þess þarf. Það er vörn og markvarsla sem klárar þetta, ekki spurning. Þar vannst leikurinn að mínu mati.“ Andri varði þrjú af fjórum vítum Valsmanna. Hver er galdurinn að verja svona vel í vítaköstum? „Ég horfi bara á hvernig vítaskyttan beitir sér og reyni að elta boltann. Þetta er alls ekkert flókið,“ segir Andri léttur. Markmiðið er skýrt hjá Haukum, sem hafa verið í vandræðum í bikarkeppninni undanfarin ár. „Við ætlum alla leið og byrjum bara ferskir í næstu umferð,“ sagði markvörðurinn og vítabaninn Andri Sigmarsson Scheving að lokum. Íslenski handboltinn
Haukar verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitum Coca-Cola bikarkeppni HSÍ. Haukar mættu frændum sínum í Val að Ásvöllum í 16 liða úrslitum og höfu sigur, 30-26 í mjög kaflaskiptum leik. Markvörðurinn Andri Sigmarsson Scheving átti frábæran leik fyrir Hauka og varði 16 skot með 46% markvörslu. Gestirnir komu inn í leikinn fullir sjálfstrausts eftir frábæran sigur gegn Bregenz í Evrópukeppninni og höfðu öll ráð Hauka á höndum sér fyrstu 15 mínúturnar. Engu máli skipti þó að varnartröllið Ýmir Örn Gíslason hafi fengið beint rautt spjald fyrir brot á Adam Hauk Baumruk eftir rúmlega átta mínútna leik, Valsmenn voru einfaldlega miklu betri og komust í 7-11. Þá kom ákveðinn vendipunktur. Vítabaninn Andri SIgmarsson Scheving varði vítakast og Haukar gjörsamlega duttu í gírinn í kjölfarið. Drifnir áfram af stórleik Andra í markinu, skoruðu Haukar átta mörk gegn einu og snéru leiknum sér í hag. Valsmenn skoruðu síðasta mark hálfleiksins en það voru heimamenn sem héldu til búningsherbergja með tveggja marka forystu, 16-14. Valsmenn hafa heldur betur brýnt hnífana í hálfleik, því að þeir skoruðu fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks og náðu frumkvæðinu. Varnarleikur Vals, með Þorgils Jón Svölu Baldusson frábæran, gerði Haukum lífið afar leitt og Haukar áttu fá svör sóknarlega. Haukar höfðu hins vegar besta mann vallarins í sínu liði og það var áðurnefndur Andri Scheving. Hann varði frábærlega á lykil-augnablikum og gjörsamlega afstýrði því að Haukar misstu af lestinni. Valsmenn höfðu eins marks forystu þegar um 10 mínútur voru til leiksloka en Haukar unnu þær mínútur 7-2 og fara kátir í næstu umferð bikarkeppninnar.Af hverju unnu Haukar leikinn? Það hefði verið fáranlegt ef Haukar hefðu EKKI unnið leikinn, sé mið tekið af þeirri staðreynd að þeir voru með frábæra markvörslu en Valsmenn með skelfilega markvörslu. Varnarleikur og markvarsla er lykilatriði í handbolta og Haukar höfðu bara fleiri tromp á þeim sviðum, þó aðallega í markvörslunni.Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður sagði, var Andri frábær í markinu. Adam Haukur hjó margoft á hnútinn sóknarlega og Ólafur Ægir átti sennilega sinn besta leik í Haukatreyjunni. Hjá Valsmönnum voru þeir Finnur Ingi Stefánsson og Magnús Óli Magnússon bestir sóknarlega en Þorgils var gríðarlega flottur varnarlega og skilaði reyndar nokkrum ágætum mörkum líka. Valsmenn léku vel en þurftu betri markvörslu með sínum varnarleik.Hvað gekk illa? Það telst ekki gott að skora úr einu vítakasti í fjórum tilraunum en það gerðu Valsmenn í kvöld. Andri virðist vera búinn að skapa sér nafn sem besti vítabani landsins og hann stóð undir því nafni í kvöld.Hvað gerist næst? Olísdeildin tekur við og það eru útileikir hjá báðum liðum. Haukar halda í Austurbergið og mæta þar ÍR en Valsmenn skjótast í Garðabæ til að leika gegn Stjörnunni.Andri: Ekkert flókið að verja víti „Þetta var rosalega skemmtilegur leikur að spila og gaman að þetta endaði okkar megin í dag. Skemmtilegustu bikarleikirnir eru svona hnífjafnir og ráðast á síðustu mínútunum,“ sagði markvörðurinn Andri Sigmarsson Scheving. Andri varði 16 skot og var maður leiksins. Hann hefur þurft að verma varamannabekkinn mikið í vetur í skugga Grétars Ara Guðjónssonar en nýtti heldur betur tækifærið þegar Grétar náði sér ekki á strik í upphafi leiks. „Maður verður bara að nýta þau tækifæri sem maður fær,“ segir Andri brosandi og bætir við: „Ég bakka bara Grétar upp þegar þess þarf. Hann var búinn að vera frábær í upphafi tímabilsins og á svo sannarlega skilið að fá góðan stuðning frá mér þegar þess þarf. Það er vörn og markvarsla sem klárar þetta, ekki spurning. Þar vannst leikurinn að mínu mati.“ Andri varði þrjú af fjórum vítum Valsmanna. Hver er galdurinn að verja svona vel í vítaköstum? „Ég horfi bara á hvernig vítaskyttan beitir sér og reyni að elta boltann. Þetta er alls ekkert flókið,“ segir Andri léttur. Markmiðið er skýrt hjá Haukum, sem hafa verið í vandræðum í bikarkeppninni undanfarin ár. „Við ætlum alla leið og byrjum bara ferskir í næstu umferð,“ sagði markvörðurinn og vítabaninn Andri Sigmarsson Scheving að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti