Íslenskur veðmálaspilari sektaður um átta milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 13:24 Yfirskattanefnd komst að niðurstöðu sinni nú í nóvember. Getty Images/Dina Rudick Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenskur veðmálaspilari og Kópavogsbúi þurfi að greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og 3,1 milljón króna til bæjarsjóðs Kópavogs fyrir skattsvik. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skattrannsóknarstjóri hafði málið til rannsóknar en maðurinn var grunaður um að hafa vantalið tekjuskatt árið 2014, 2015 og 2016. Um var að ræða rúmar fjórar milljónir króna fyrsta árið, yfir sjö milljónir króna það næsta og tæplega tvær milljónir síðasta árið. Samanlagt 13,5 milljónir króna. Var það niðurstaða skattrannsóknarstjóra að karlmaðurinn hefði vantalið tekjur vegna veðmála á erlendum veðmálasíðum og ekki gert grein fyrir erlendum bankareikningi á innsendum skattframtölum.Sagðist telja tekjurnar skattfrjálsar Maðurinn bar fyrir sig að hafa talið að tekjur hans af veðmálum væru gjaldfrjálsar. Hann viðurkenndi að hafa verið með erlendan bankareikning sem hefði verið notaður í tengslum við veðmál á netinu. Hann sagðist ekki geta afhent yfirlit yfir reikninginn þar sem hann væri búinn „slaufa“ þessu öllu. Hann játaði að hafa verið með erlent greiðslukort sem hefði verið tengt umræddum bankareikningi og að tekjurnar sem hefðu komið inn á bankareikninginn hefðu verið ávinningur af fjárhættuspilum. Í skýrslu skattrannsóknarstjóra kemur fram að maðurinn fékk 4,6 milljónir króna frá erlendu fyrirtæki inn á bankareikning sinn árið 2014 og 2015. Þá hefði hann tekið tæplega níu milljónir króna út með erlendu greiðslukorti á Íslandi á árunum 2014-2016. Að undangengnum útreikningi um skiptingu greiðslu tekjuskatts til ríkisins og útsvars til sveitarfélags varð niðurstaðan að veðmálaspilarinn skildi greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og Kópavogsbæ 3,1 milljón króna. Fjárhættuspil Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenskur veðmálaspilari og Kópavogsbúi þurfi að greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og 3,1 milljón króna til bæjarsjóðs Kópavogs fyrir skattsvik. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skattrannsóknarstjóri hafði málið til rannsóknar en maðurinn var grunaður um að hafa vantalið tekjuskatt árið 2014, 2015 og 2016. Um var að ræða rúmar fjórar milljónir króna fyrsta árið, yfir sjö milljónir króna það næsta og tæplega tvær milljónir síðasta árið. Samanlagt 13,5 milljónir króna. Var það niðurstaða skattrannsóknarstjóra að karlmaðurinn hefði vantalið tekjur vegna veðmála á erlendum veðmálasíðum og ekki gert grein fyrir erlendum bankareikningi á innsendum skattframtölum.Sagðist telja tekjurnar skattfrjálsar Maðurinn bar fyrir sig að hafa talið að tekjur hans af veðmálum væru gjaldfrjálsar. Hann viðurkenndi að hafa verið með erlendan bankareikning sem hefði verið notaður í tengslum við veðmál á netinu. Hann sagðist ekki geta afhent yfirlit yfir reikninginn þar sem hann væri búinn „slaufa“ þessu öllu. Hann játaði að hafa verið með erlent greiðslukort sem hefði verið tengt umræddum bankareikningi og að tekjurnar sem hefðu komið inn á bankareikninginn hefðu verið ávinningur af fjárhættuspilum. Í skýrslu skattrannsóknarstjóra kemur fram að maðurinn fékk 4,6 milljónir króna frá erlendu fyrirtæki inn á bankareikning sinn árið 2014 og 2015. Þá hefði hann tekið tæplega níu milljónir króna út með erlendu greiðslukorti á Íslandi á árunum 2014-2016. Að undangengnum útreikningi um skiptingu greiðslu tekjuskatts til ríkisins og útsvars til sveitarfélags varð niðurstaðan að veðmálaspilarinn skildi greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og Kópavogsbæ 3,1 milljón króna.
Fjárhættuspil Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira