Blaðamenn eigi digra verkfallssjóði Birgir Olgeirsson skrifar 22. nóvember 2019 18:30 Nú síðdegis var skrifað undir kjarasamning milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem alls er óvist að verði samþykktur í atkvæðagreiðslu blaðamanna eftir helgi. Mikil ólga var í blaðamönnum á fundi í félaginu í dag. Rétt áður en tólf tíma verkfallsaðgerðir vefblaðamanna áttu að hefjast klukkan 10 í morgun ákvað samninganefnd Blaðamannafélagsins að fresta aðgerðunum. Það þýðir að ekkert verður að verkfalli á prentmiðlum næstkomandi fimmtudag, daginn fyrir tekjumikla útgáfu dagblaða vegna Black Friday. „Allir fimmtudagar og föstudagur í desember, þá eru stór blöð. Þannig að ég sé ekki að það hafi einhver úrslitaáhrif,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segir Samtök atvinnulífsins bjóða þær kjarabætur sem eru í lífskjarasamningnum. Vilji blaðamenn fá bætur umfram það þurfi þeir að greiða þær úr eigin sjóðum. „Við vildum taka þennan lífskjarasamning og laga hann að blaðamönnum og hagsmunum þeirra, án þess að það kostaði eitthvað meira, og það hefur bara ekki verið hægt að ræða það með neinu móti.“ Fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins segir Samtök atvinnulífsins reyna að berja blaðamenn niður í verkastétt með lífskjarasamningnum. „Það er það sem þessi barátta snýst um, hún snýst um sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þessarar stéttar sem fagstéttar. Við viljum að það sé metið við okkur, bæði í launum og í framkomu við okkur,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður og fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins. Hún býst ekki við að blaðamenn samþykki samninginn. „Miðað við hvernig fundurinn var í dag, þá geri ég ráð fyrir að það sé sá hugur í fólki að leggja niður störf og hefja allsherjarverkfall. Við eigum verkfallssjóð og eigum öflug félög á Norðurlöndunum sem standa með okkur og hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við okkur. Þau eiga líka digra sjóði.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi ekki tjá sig um viðræðurnar við fréttastofu.Blaðamenn Vísis eru langflestir í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Nú síðdegis var skrifað undir kjarasamning milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem alls er óvist að verði samþykktur í atkvæðagreiðslu blaðamanna eftir helgi. Mikil ólga var í blaðamönnum á fundi í félaginu í dag. Rétt áður en tólf tíma verkfallsaðgerðir vefblaðamanna áttu að hefjast klukkan 10 í morgun ákvað samninganefnd Blaðamannafélagsins að fresta aðgerðunum. Það þýðir að ekkert verður að verkfalli á prentmiðlum næstkomandi fimmtudag, daginn fyrir tekjumikla útgáfu dagblaða vegna Black Friday. „Allir fimmtudagar og föstudagur í desember, þá eru stór blöð. Þannig að ég sé ekki að það hafi einhver úrslitaáhrif,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segir Samtök atvinnulífsins bjóða þær kjarabætur sem eru í lífskjarasamningnum. Vilji blaðamenn fá bætur umfram það þurfi þeir að greiða þær úr eigin sjóðum. „Við vildum taka þennan lífskjarasamning og laga hann að blaðamönnum og hagsmunum þeirra, án þess að það kostaði eitthvað meira, og það hefur bara ekki verið hægt að ræða það með neinu móti.“ Fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins segir Samtök atvinnulífsins reyna að berja blaðamenn niður í verkastétt með lífskjarasamningnum. „Það er það sem þessi barátta snýst um, hún snýst um sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þessarar stéttar sem fagstéttar. Við viljum að það sé metið við okkur, bæði í launum og í framkomu við okkur,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður og fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins. Hún býst ekki við að blaðamenn samþykki samninginn. „Miðað við hvernig fundurinn var í dag, þá geri ég ráð fyrir að það sé sá hugur í fólki að leggja niður störf og hefja allsherjarverkfall. Við eigum verkfallssjóð og eigum öflug félög á Norðurlöndunum sem standa með okkur og hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við okkur. Þau eiga líka digra sjóði.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi ekki tjá sig um viðræðurnar við fréttastofu.Blaðamenn Vísis eru langflestir í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira