Flenard Whitfield: Verður ógnvænlegt ef heimavallarárangurinn heldur áfram Árni Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2019 22:40 Flenard í baráttunni við Hörð Axel í kvöld. vísir/daníel Miðherji Hauka, Flenard Whitfield, átti skínandi leik á móti Keflavík í kvöld þegar Haukar tóku á móti Keflvíkingum í 8. umferð Dominos deildar karla. Hann skoraði 19 stig og tók 11 fráköst í sannfærandi sigri. Hann var spurður að því hvað Haukar gerðu rétt. „Vörnin var það sem við gerðum rétt. Við unnum mikið í vörn og líkamlegu ástandi og hvernig við ættum að hreyfa okkur á móti þeim og ætluðum við að reyna að skapa það að þetta væri varnarlið. Það vita allir að við getum skorað og erum með mikið af skyttum en við viljum fara að stöðva hin liðin ásamt því að skora vel.“ Haukar hafa ekki tapað leik í Ólafssal en þeir hafa spilað fimm leiki hingað til og skorað að meðaltali nálægt 100 stigum í hverjum leik. Flenard var inntur eftir því hvað það væri sem gerði það að verkum að hans mönnum liði svona vel á heimavelli. „Ég veit ekki hvað það er. Allir sigurleikirnir okkar hafa komið hérna en við erum að vinna í að ná í sigur á útivelli en ef þetta gengur svona áfram þá verðum við ógnvænlegir..“ Flenard gekk vel í leiknum í kvöld og þá sérstaklega í lok leiksins þegar hann fékk nóg pláss til athafna sig í teig andstæðingsins en hann náði í fimm sóknarfráköst í leiknum og kom karfa nánast alltaf í kjölfarið frá honum. „Þegar maður er á móti svona góðu liði eins og Keflavík og er yfir á loka andartökunum þá þarf maður að sanna sig. Svo verður maður að vera fyrirmynd fyrir meðspilara sína og leiða þá í átt að sigrinum.“ Keflvíkingar náðu muninum niður í fjögur stig í þriðja leikhluta og var Flenard spurður að því hvort það hafi farið um hans menn á þeim tímapunkti. „Ef þú hefur séð okkur þá hafa þriðju leikhlutarnir verið slæmir hjá okkur, alltaf byrjum við kaldir og töpum boltanum eða klikkum á skotunum. Við erum vanir því núna og komum okkur í gegnum þennan kafla og klárum vel. Það er kostur liðsins okkar að við erum með unga menn hérna sem átta sig á veikleikum sínum og við berjumst í gegn um slæmu kaflana og látum ekkert pirra okkur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Miðherji Hauka, Flenard Whitfield, átti skínandi leik á móti Keflavík í kvöld þegar Haukar tóku á móti Keflvíkingum í 8. umferð Dominos deildar karla. Hann skoraði 19 stig og tók 11 fráköst í sannfærandi sigri. Hann var spurður að því hvað Haukar gerðu rétt. „Vörnin var það sem við gerðum rétt. Við unnum mikið í vörn og líkamlegu ástandi og hvernig við ættum að hreyfa okkur á móti þeim og ætluðum við að reyna að skapa það að þetta væri varnarlið. Það vita allir að við getum skorað og erum með mikið af skyttum en við viljum fara að stöðva hin liðin ásamt því að skora vel.“ Haukar hafa ekki tapað leik í Ólafssal en þeir hafa spilað fimm leiki hingað til og skorað að meðaltali nálægt 100 stigum í hverjum leik. Flenard var inntur eftir því hvað það væri sem gerði það að verkum að hans mönnum liði svona vel á heimavelli. „Ég veit ekki hvað það er. Allir sigurleikirnir okkar hafa komið hérna en við erum að vinna í að ná í sigur á útivelli en ef þetta gengur svona áfram þá verðum við ógnvænlegir..“ Flenard gekk vel í leiknum í kvöld og þá sérstaklega í lok leiksins þegar hann fékk nóg pláss til athafna sig í teig andstæðingsins en hann náði í fimm sóknarfráköst í leiknum og kom karfa nánast alltaf í kjölfarið frá honum. „Þegar maður er á móti svona góðu liði eins og Keflavík og er yfir á loka andartökunum þá þarf maður að sanna sig. Svo verður maður að vera fyrirmynd fyrir meðspilara sína og leiða þá í átt að sigrinum.“ Keflvíkingar náðu muninum niður í fjögur stig í þriðja leikhluta og var Flenard spurður að því hvort það hafi farið um hans menn á þeim tímapunkti. „Ef þú hefur séð okkur þá hafa þriðju leikhlutarnir verið slæmir hjá okkur, alltaf byrjum við kaldir og töpum boltanum eða klikkum á skotunum. Við erum vanir því núna og komum okkur í gegnum þennan kafla og klárum vel. Það er kostur liðsins okkar að við erum með unga menn hérna sem átta sig á veikleikum sínum og við berjumst í gegn um slæmu kaflana og látum ekkert pirra okkur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00