Flenard Whitfield: Verður ógnvænlegt ef heimavallarárangurinn heldur áfram Árni Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2019 22:40 Flenard í baráttunni við Hörð Axel í kvöld. vísir/daníel Miðherji Hauka, Flenard Whitfield, átti skínandi leik á móti Keflavík í kvöld þegar Haukar tóku á móti Keflvíkingum í 8. umferð Dominos deildar karla. Hann skoraði 19 stig og tók 11 fráköst í sannfærandi sigri. Hann var spurður að því hvað Haukar gerðu rétt. „Vörnin var það sem við gerðum rétt. Við unnum mikið í vörn og líkamlegu ástandi og hvernig við ættum að hreyfa okkur á móti þeim og ætluðum við að reyna að skapa það að þetta væri varnarlið. Það vita allir að við getum skorað og erum með mikið af skyttum en við viljum fara að stöðva hin liðin ásamt því að skora vel.“ Haukar hafa ekki tapað leik í Ólafssal en þeir hafa spilað fimm leiki hingað til og skorað að meðaltali nálægt 100 stigum í hverjum leik. Flenard var inntur eftir því hvað það væri sem gerði það að verkum að hans mönnum liði svona vel á heimavelli. „Ég veit ekki hvað það er. Allir sigurleikirnir okkar hafa komið hérna en við erum að vinna í að ná í sigur á útivelli en ef þetta gengur svona áfram þá verðum við ógnvænlegir..“ Flenard gekk vel í leiknum í kvöld og þá sérstaklega í lok leiksins þegar hann fékk nóg pláss til athafna sig í teig andstæðingsins en hann náði í fimm sóknarfráköst í leiknum og kom karfa nánast alltaf í kjölfarið frá honum. „Þegar maður er á móti svona góðu liði eins og Keflavík og er yfir á loka andartökunum þá þarf maður að sanna sig. Svo verður maður að vera fyrirmynd fyrir meðspilara sína og leiða þá í átt að sigrinum.“ Keflvíkingar náðu muninum niður í fjögur stig í þriðja leikhluta og var Flenard spurður að því hvort það hafi farið um hans menn á þeim tímapunkti. „Ef þú hefur séð okkur þá hafa þriðju leikhlutarnir verið slæmir hjá okkur, alltaf byrjum við kaldir og töpum boltanum eða klikkum á skotunum. Við erum vanir því núna og komum okkur í gegnum þennan kafla og klárum vel. Það er kostur liðsins okkar að við erum með unga menn hérna sem átta sig á veikleikum sínum og við berjumst í gegn um slæmu kaflana og látum ekkert pirra okkur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Sjá meira
Miðherji Hauka, Flenard Whitfield, átti skínandi leik á móti Keflavík í kvöld þegar Haukar tóku á móti Keflvíkingum í 8. umferð Dominos deildar karla. Hann skoraði 19 stig og tók 11 fráköst í sannfærandi sigri. Hann var spurður að því hvað Haukar gerðu rétt. „Vörnin var það sem við gerðum rétt. Við unnum mikið í vörn og líkamlegu ástandi og hvernig við ættum að hreyfa okkur á móti þeim og ætluðum við að reyna að skapa það að þetta væri varnarlið. Það vita allir að við getum skorað og erum með mikið af skyttum en við viljum fara að stöðva hin liðin ásamt því að skora vel.“ Haukar hafa ekki tapað leik í Ólafssal en þeir hafa spilað fimm leiki hingað til og skorað að meðaltali nálægt 100 stigum í hverjum leik. Flenard var inntur eftir því hvað það væri sem gerði það að verkum að hans mönnum liði svona vel á heimavelli. „Ég veit ekki hvað það er. Allir sigurleikirnir okkar hafa komið hérna en við erum að vinna í að ná í sigur á útivelli en ef þetta gengur svona áfram þá verðum við ógnvænlegir..“ Flenard gekk vel í leiknum í kvöld og þá sérstaklega í lok leiksins þegar hann fékk nóg pláss til athafna sig í teig andstæðingsins en hann náði í fimm sóknarfráköst í leiknum og kom karfa nánast alltaf í kjölfarið frá honum. „Þegar maður er á móti svona góðu liði eins og Keflavík og er yfir á loka andartökunum þá þarf maður að sanna sig. Svo verður maður að vera fyrirmynd fyrir meðspilara sína og leiða þá í átt að sigrinum.“ Keflvíkingar náðu muninum niður í fjögur stig í þriðja leikhluta og var Flenard spurður að því hvort það hafi farið um hans menn á þeim tímapunkti. „Ef þú hefur séð okkur þá hafa þriðju leikhlutarnir verið slæmir hjá okkur, alltaf byrjum við kaldir og töpum boltanum eða klikkum á skotunum. Við erum vanir því núna og komum okkur í gegnum þennan kafla og klárum vel. Það er kostur liðsins okkar að við erum með unga menn hérna sem átta sig á veikleikum sínum og við berjumst í gegn um slæmu kaflana og látum ekkert pirra okkur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00