Verra að líta illa út en meiðast Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 23. nóvember 2019 08:00 Þegar við dettum er fyrsta hugsun margra "sá þetta einhver?“ en ekki "ætli ég hafi meitt mig?“. Kleppestø telur þetta heilbrigt. NORDICPHOTOS/GETTY Þegar fólk dettur og meiðir sig fyrir framan aðra óttast það oft frekar að líta asnalega út en að meiðast. Þetta hefur að gera með ótta við félagslegan sársauka og hann stingur ekki bara fólk. Flest höfum við upplifað það að detta og meiða okkur en hafa meiri áhyggjur af því hvernig við lítum út en hvort við höfum meitt okkur. Á vefsíðunni Science Nordic var nýlega fjallað um þetta fyrirbæri og nokkrir sérfræðingar fengnir til að hjálpa til við að útskýra það. Leif Edward Ottesen Kennair er prófessor í sálfræði við norskan háskóla. Hann segir að fólk sé stöðugt að bera sig saman við og keppa við aðra. „Við veljum vini, maka og félaga út frá áliti okkar á öðrum og þetta mat byggir á persónuleika, útliti og félagslegri stöðu einstaklinga,“ segir hann. „Flestir hafa áhyggjur af því hvernig aðrir dæma þá félagslega og þess vegna finnst okkur vandræðalegt að sýna veikleikamerki eða skort á stjórn. Við viljum ekki virðast klaufaleg eða ósjálfbjarga eða brjóta félagslega samþykkt viðmið.Okkur finnst vandræðalegt að sýna veikleikamerki eða skort á stjórn.Það sem fólki finnst vandræðalegt eru hlutir sem allir gera. Allir detta, allir prumpa, allir ropa og allir roðna. En þetta er það sem fólki finnst mest vandræðalegt,“ segir Kennair. „Ég held að mjög mörgum finnist bara rosalega vandræðalegt að vera mennskur. Fólk sem er djúpt þenkjandi og hefur of miklar áhyggjur af þessu er líklegast til að þróa með sér félagskvíða,“ segir Kennair.Félagslegur sársauki sker jafnvel dýpra en líkamlegur Thomas Haarklau Kleppestø, doktorsnemi í sálfræði við Óslóarháskóla, segir að ástæðan fyrir því að við höfum meiri áhyggjur af því hvort einhver hafi séð okkur detta en hvort við höfum meitt okkur sé að okkur finnist oft mikilvægara að forðast félagslegan sársauka en líkamlegan. „Að skammast sín er ein tegund af félagslegum sársauka og rannsóknir hafa sýnt að félagslegur sársauki virkjar sömu heilastöðvar og líkamlegur sársauki,“ segir Kleppestø. En hvers vegna skammast fólk sín fyrir að detta? Kleppestø telur að það gæti verið vegna þess að við viljum virðast heilbrigð. „Við viljum líta út fyrir að vera við góða líkamlega og andlega heilsu og sýna þannig að við séum aðlaðandi kostur sem vinur eða maki,“ segir Kleppestø. „Að missa stjórn á hreyfingum okkar getur verið tengt við að eldast eða veikjast.“Við viljum ekki fá neikvæða athygli og að fólk hlægi að okkur. Við viljum heldur ekki virðast berskjölduð eða þurfandi gagnvart ókunnugum.„Við viljum ekki fá neikvæða athygli og að fólk hlæi að okkur,“ segir Johanna Katarina Blomster, annar doktorsnemi við sálfræðideild Óslóarháskóla, sem gerði meistaraverkefnið sitt um þórðargleði. „Við viljum heldur ekki virðast berskjölduð eða þurfandi gagnvart ókunnugum og erum þess vegna fljót að segja að það sé allt í lagi, jafnvel þó að svo sé ekki.“Sum dýr upplifa það sama Þessar tilfinningar stríða ekki bara okkur mannfólkinu, heldur virðast dýr sem hafa flókna félagshegðun líka finna fyrir þessu, samkvæmt Petter Bøckman, dýrafræðingi og fyrirlesara við náttúrusögusafn Óslóarháskóla. „Við vitum að nokkuð mörg dýr, sérstaklega prímatar, sýna merki um að finnast sumt vandræðalegt. Þau líta niður eða hylja andlitið með höndunum þegar þau gerast sek um félagslegt klúður,“ segir Bøckman. „Stundum sjáum við þau meira að segja roðna.“ Hundar og kettir sýna líka oft merki um að fara hjá sér. En ætli það sem við þekkjum sem merki um að fara hjá sér sé tengt sömu tilfinningum hjá þessum dýrum eins og okkur, eða erum við að eigna þeim mennskar tilfinningar? „Að fara hjá sér er alltaf tengt félagslegum aðstæðum og þess vegna gerum við ráð fyrir að finna þessa tilfinningu bara hjá dýrum sem hafa háþróað og stigveldisbundið valdakerfi,“ segir Bøckman. „Það er ekki mjög stór hópur en í honum eru apar, dýr sem veiða í hópum eins og ljón og úlfar, sjávarspendýr og mögulega líka félagslyndir fuglar eins og krákur. Það að fara hjá sér er frekar sterk tilfinning, sem þýðir að þetta sé hluti af félagslegri eðlisávísun okkar,“ segir Bøckman. „Þetta er ekki lært viðbragð, heldur meðfætt.“ Bøckman segir líka að það sé vel hægt að fara hjá sér fyrir hönd annarra. „Það tengist líklega spegilfrumum í heilanum, sem eru hannaðar til að bera kennsl á tilfinningar annarra og herma eftir þeim,“ segir hann. „Þetta er eiginleiki sem er forsenda þess að geta lifað í hóp, þú þarft að geta skilið hvernig öðrum í hópnum líður og það er auðvelt ef manni líður eins.“ Það eru einmitt þessar spegilfrumur sem bera ábyrgð á því að það er stundum svona pínlegt að horfa á sjónvarpsþætti eins og Fleabag eða The Office. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Þegar fólk dettur og meiðir sig fyrir framan aðra óttast það oft frekar að líta asnalega út en að meiðast. Þetta hefur að gera með ótta við félagslegan sársauka og hann stingur ekki bara fólk. Flest höfum við upplifað það að detta og meiða okkur en hafa meiri áhyggjur af því hvernig við lítum út en hvort við höfum meitt okkur. Á vefsíðunni Science Nordic var nýlega fjallað um þetta fyrirbæri og nokkrir sérfræðingar fengnir til að hjálpa til við að útskýra það. Leif Edward Ottesen Kennair er prófessor í sálfræði við norskan háskóla. Hann segir að fólk sé stöðugt að bera sig saman við og keppa við aðra. „Við veljum vini, maka og félaga út frá áliti okkar á öðrum og þetta mat byggir á persónuleika, útliti og félagslegri stöðu einstaklinga,“ segir hann. „Flestir hafa áhyggjur af því hvernig aðrir dæma þá félagslega og þess vegna finnst okkur vandræðalegt að sýna veikleikamerki eða skort á stjórn. Við viljum ekki virðast klaufaleg eða ósjálfbjarga eða brjóta félagslega samþykkt viðmið.Okkur finnst vandræðalegt að sýna veikleikamerki eða skort á stjórn.Það sem fólki finnst vandræðalegt eru hlutir sem allir gera. Allir detta, allir prumpa, allir ropa og allir roðna. En þetta er það sem fólki finnst mest vandræðalegt,“ segir Kennair. „Ég held að mjög mörgum finnist bara rosalega vandræðalegt að vera mennskur. Fólk sem er djúpt þenkjandi og hefur of miklar áhyggjur af þessu er líklegast til að þróa með sér félagskvíða,“ segir Kennair.Félagslegur sársauki sker jafnvel dýpra en líkamlegur Thomas Haarklau Kleppestø, doktorsnemi í sálfræði við Óslóarháskóla, segir að ástæðan fyrir því að við höfum meiri áhyggjur af því hvort einhver hafi séð okkur detta en hvort við höfum meitt okkur sé að okkur finnist oft mikilvægara að forðast félagslegan sársauka en líkamlegan. „Að skammast sín er ein tegund af félagslegum sársauka og rannsóknir hafa sýnt að félagslegur sársauki virkjar sömu heilastöðvar og líkamlegur sársauki,“ segir Kleppestø. En hvers vegna skammast fólk sín fyrir að detta? Kleppestø telur að það gæti verið vegna þess að við viljum virðast heilbrigð. „Við viljum líta út fyrir að vera við góða líkamlega og andlega heilsu og sýna þannig að við séum aðlaðandi kostur sem vinur eða maki,“ segir Kleppestø. „Að missa stjórn á hreyfingum okkar getur verið tengt við að eldast eða veikjast.“Við viljum ekki fá neikvæða athygli og að fólk hlægi að okkur. Við viljum heldur ekki virðast berskjölduð eða þurfandi gagnvart ókunnugum.„Við viljum ekki fá neikvæða athygli og að fólk hlæi að okkur,“ segir Johanna Katarina Blomster, annar doktorsnemi við sálfræðideild Óslóarháskóla, sem gerði meistaraverkefnið sitt um þórðargleði. „Við viljum heldur ekki virðast berskjölduð eða þurfandi gagnvart ókunnugum og erum þess vegna fljót að segja að það sé allt í lagi, jafnvel þó að svo sé ekki.“Sum dýr upplifa það sama Þessar tilfinningar stríða ekki bara okkur mannfólkinu, heldur virðast dýr sem hafa flókna félagshegðun líka finna fyrir þessu, samkvæmt Petter Bøckman, dýrafræðingi og fyrirlesara við náttúrusögusafn Óslóarháskóla. „Við vitum að nokkuð mörg dýr, sérstaklega prímatar, sýna merki um að finnast sumt vandræðalegt. Þau líta niður eða hylja andlitið með höndunum þegar þau gerast sek um félagslegt klúður,“ segir Bøckman. „Stundum sjáum við þau meira að segja roðna.“ Hundar og kettir sýna líka oft merki um að fara hjá sér. En ætli það sem við þekkjum sem merki um að fara hjá sér sé tengt sömu tilfinningum hjá þessum dýrum eins og okkur, eða erum við að eigna þeim mennskar tilfinningar? „Að fara hjá sér er alltaf tengt félagslegum aðstæðum og þess vegna gerum við ráð fyrir að finna þessa tilfinningu bara hjá dýrum sem hafa háþróað og stigveldisbundið valdakerfi,“ segir Bøckman. „Það er ekki mjög stór hópur en í honum eru apar, dýr sem veiða í hópum eins og ljón og úlfar, sjávarspendýr og mögulega líka félagslyndir fuglar eins og krákur. Það að fara hjá sér er frekar sterk tilfinning, sem þýðir að þetta sé hluti af félagslegri eðlisávísun okkar,“ segir Bøckman. „Þetta er ekki lært viðbragð, heldur meðfætt.“ Bøckman segir líka að það sé vel hægt að fara hjá sér fyrir hönd annarra. „Það tengist líklega spegilfrumum í heilanum, sem eru hannaðar til að bera kennsl á tilfinningar annarra og herma eftir þeim,“ segir hann. „Þetta er eiginleiki sem er forsenda þess að geta lifað í hóp, þú þarft að geta skilið hvernig öðrum í hópnum líður og það er auðvelt ef manni líður eins.“ Það eru einmitt þessar spegilfrumur sem bera ábyrgð á því að það er stundum svona pínlegt að horfa á sjónvarpsþætti eins og Fleabag eða The Office.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira