Gagnrýnir samkrull lóðasölu og byggingar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. nóvember 2019 08:45 Íbúabyggð mun rísa við Haukasvæðið á Ásvöllum. Fréttablaðið/Stefán Ef tillögur starfshóps ná fram að ganga munu eitt hundrað íbúðir verða byggðar á landi íþróttafélagsins Hauka og félagið fá knatthús í staðinn. Hefur þetta samkrull vakið gagnrýni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er þörf fyrir stækkandi byggð. En samkvæmt þessu á að taka fé sem verður til af lóðasölu og eyrnamerkja það uppbyggingu á knatthúsi. Það eru ekki öll íþróttafélög í þeirri stöðu að geta gert þetta og þetta er allt saman bæjarland,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. „Ef pólitíkin ætlar að byggja knatthús, þá á að taka ákvörðun um það á eigin forsendum.“ Bæjarráð skipaði starfshópinn í ágúst árið 2018 eftir viljayfirlýsingu fyrr á árinu. Var hans hlutverk að fjalla um gerð og hönnun knatthússins. Deilur um knatthúsin og fjármögnun þeirra voru miklar í fyrra. Vildi minnihlutinn meina að meirihlutinn hefði keyrt ákvörðun um tvö knatthús, handa FH og Haukum, í gegn í miðjum sumarleyfum og dró lögmætið í efa.Adda María JóhannsdóttirHaukar hafa lengi kvartað yfir því að mun meira fjármagn hafi verið sett í uppbyggingu í Kaplakrika en á Ásvöllum. Adda segir að allir séu meðvitaðir um að Hauka skorti aðstöðu. „Vissulega finnst manni vel í lagt að byggja tvö knatthús í bænum á stuttum tíma. Því miður er bærinn ekkert allt of vel staddur fjárhagslega til þess að fara í svona mikla uppbyggingu á stuttum tíma. Samkvæmt fjárhagsáætlun er ekkert fé áætlað í þetta á næsta ári, heldur í fyrsta lagi 2021,“ segir hún. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er lauslega reiknað með 400 til 600 milljóna króna tekjum af lóðasölu í nágrenni Ásvalla og að salan hefjist á fyrri hluta næsta árs. Þá er einnig gert ráð fyrir að 180 milljóna króna tekjur verði af íbúðunum á hverju ári, í formi útsvars og fasteignagjalda. Þá gagnrýnir Adda einnig að ekki sé til neitt mat á áhrifum uppbyggingarinnar á þessum stað, hversu mörgum börnum megi reikna með og svo framvegis. „Hraunvallaskóli er einn stærsti grunnskóli landsins, og er mjög þétt setinn, sem og leikskólarnir þarna í kring. Við viljum sjá mælingar á því hvaða áhrif þetta hefur á skólahverfið og umferð,“ segir hún. Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Ef tillögur starfshóps ná fram að ganga munu eitt hundrað íbúðir verða byggðar á landi íþróttafélagsins Hauka og félagið fá knatthús í staðinn. Hefur þetta samkrull vakið gagnrýni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er þörf fyrir stækkandi byggð. En samkvæmt þessu á að taka fé sem verður til af lóðasölu og eyrnamerkja það uppbyggingu á knatthúsi. Það eru ekki öll íþróttafélög í þeirri stöðu að geta gert þetta og þetta er allt saman bæjarland,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. „Ef pólitíkin ætlar að byggja knatthús, þá á að taka ákvörðun um það á eigin forsendum.“ Bæjarráð skipaði starfshópinn í ágúst árið 2018 eftir viljayfirlýsingu fyrr á árinu. Var hans hlutverk að fjalla um gerð og hönnun knatthússins. Deilur um knatthúsin og fjármögnun þeirra voru miklar í fyrra. Vildi minnihlutinn meina að meirihlutinn hefði keyrt ákvörðun um tvö knatthús, handa FH og Haukum, í gegn í miðjum sumarleyfum og dró lögmætið í efa.Adda María JóhannsdóttirHaukar hafa lengi kvartað yfir því að mun meira fjármagn hafi verið sett í uppbyggingu í Kaplakrika en á Ásvöllum. Adda segir að allir séu meðvitaðir um að Hauka skorti aðstöðu. „Vissulega finnst manni vel í lagt að byggja tvö knatthús í bænum á stuttum tíma. Því miður er bærinn ekkert allt of vel staddur fjárhagslega til þess að fara í svona mikla uppbyggingu á stuttum tíma. Samkvæmt fjárhagsáætlun er ekkert fé áætlað í þetta á næsta ári, heldur í fyrsta lagi 2021,“ segir hún. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er lauslega reiknað með 400 til 600 milljóna króna tekjum af lóðasölu í nágrenni Ásvalla og að salan hefjist á fyrri hluta næsta árs. Þá er einnig gert ráð fyrir að 180 milljóna króna tekjur verði af íbúðunum á hverju ári, í formi útsvars og fasteignagjalda. Þá gagnrýnir Adda einnig að ekki sé til neitt mat á áhrifum uppbyggingarinnar á þessum stað, hversu mörgum börnum megi reikna með og svo framvegis. „Hraunvallaskóli er einn stærsti grunnskóli landsins, og er mjög þétt setinn, sem og leikskólarnir þarna í kring. Við viljum sjá mælingar á því hvaða áhrif þetta hefur á skólahverfið og umferð,“ segir hún.
Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira