Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Sylvía Hall skrifar 23. nóvember 2019 12:22 Ekkert er vitað um hvað fór þeirra á milli en framkvæmdastjóri American Oversight segir gögnin sýna fram á skýra samskiptaslóð Giuliani og embættismanna. Vísir/Getty Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. Ekkert er vitað um efni samskipta þeirra en tölvupóstar sem fylgdu með gögnunum sýna að þeir ræddu saman í síma þann 27. og 29, mars í ár. Seinna símtalið átti sér stað eftir að starfsfólk Giuliani sendi tölvupóst á aðstoðarmann Trump þar sem var beðið um símanúmer Pompeo. Austin Evers, framkvæmdastjóri American Ovesight, segir augljóst hvers vegna Pompeo neitaði að afhenda þinginu þessi gögn þar sem þau sýni skýrt fram á samskiptaslóð frá Giuliani til skrifstofu forsetans og þaðan til Pompeo til þess að stýra „ófrægingarherferð“ gegn sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Marie Yocanovitch, sem vikið var úr embætti í maí. „Þetta er bara fyrsta umferð afhjúpana. Sönnunargögnin munu aðeins verða verri fyrir ríkisstjórnina á meðan steinveggur þeirra hrynur fyrir augum dómstóla,“ sagði Evers í yfirlýsingu. Yovanovitch bar vitni í opinberum vitnaleiðslum Bandaríkjaþings vegna rannsóknar þingsins á mögulegum embættisbrotum Trump. Hún sagði sér hafa verið bolað úr embætti fyrir að hafa reynt að telja Giuliani af því að biðja úkraínsk yfirvöld um aðsoð við að rannsaka Joe Biden. Telur hún að aðgerðir sínar gegn spillingu yfirvalda hafi reitt áhrifamikla Úkraínumenn til reiði sem hafi í kjölfarið reynt að víkja henni úr embætti. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. 21. nóvember 2019 23:30 Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. Ekkert er vitað um efni samskipta þeirra en tölvupóstar sem fylgdu með gögnunum sýna að þeir ræddu saman í síma þann 27. og 29, mars í ár. Seinna símtalið átti sér stað eftir að starfsfólk Giuliani sendi tölvupóst á aðstoðarmann Trump þar sem var beðið um símanúmer Pompeo. Austin Evers, framkvæmdastjóri American Ovesight, segir augljóst hvers vegna Pompeo neitaði að afhenda þinginu þessi gögn þar sem þau sýni skýrt fram á samskiptaslóð frá Giuliani til skrifstofu forsetans og þaðan til Pompeo til þess að stýra „ófrægingarherferð“ gegn sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Marie Yocanovitch, sem vikið var úr embætti í maí. „Þetta er bara fyrsta umferð afhjúpana. Sönnunargögnin munu aðeins verða verri fyrir ríkisstjórnina á meðan steinveggur þeirra hrynur fyrir augum dómstóla,“ sagði Evers í yfirlýsingu. Yovanovitch bar vitni í opinberum vitnaleiðslum Bandaríkjaþings vegna rannsóknar þingsins á mögulegum embættisbrotum Trump. Hún sagði sér hafa verið bolað úr embætti fyrir að hafa reynt að telja Giuliani af því að biðja úkraínsk yfirvöld um aðsoð við að rannsaka Joe Biden. Telur hún að aðgerðir sínar gegn spillingu yfirvalda hafi reitt áhrifamikla Úkraínumenn til reiði sem hafi í kjölfarið reynt að víkja henni úr embætti.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. 21. nóvember 2019 23:30 Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. 21. nóvember 2019 23:30
Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57
Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59
Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00