Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 14:19 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm „Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu Vísis. Blaðamannafélag Íslands undirritaði í gær kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn BÍ hafa verið samningslausir frá því um áramót. Kjaraviðræður hafa staðið í tæpa sjö mánuði en tilboð SA hafði staðið óbreytt í um tvo mánuði eða frá því áður en verkfallsaðgerðir blaðamanna hófust. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í fréttum í gær að hann gæti ekki mælt með samningnum en hann verður lagður fyrir félagsmenn BÍ á þriðjudag og munu félagsmenn greiða atkvæði um hann. Halldór segist ekki gera ráð fyrir því að orð Hjálmars séu fyrirboði um það hvernig atkvæði muni falla meðal félagsmanna BÍ um samninginn, skoðanir séu skiptar. „Verkalýðsfélög hringinn í kring um landinn, í hinum ýmsu greinum, hafa tekið afstöðu með sama lífskjarasamningnum og hann hefur ítrekað verið samþykktur, af yfir 97% af almenna vinnumarkaðnum sem eru rúmlega 120 þúsund manns,“ segir Halldór. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki mælt með samningnum. „Það má finna fordæmi þess að forystumenn hafi lagt fram samning til atkvæðagreiðslu en gætt hlutleysis í yfirlýsingum sínum fyrir atkvæðagreiðslu. Ég hefði auðvitað kosið það ef hann hefði mælt með samningnum.“ „Hann kýs að vera hlutlaus og það er ákvörðun sem hann hefur fullan rétt til að taka,“ bætir Halldór við. Þá segist hann ekki kannast við það að samninganefnd SA hafi verið ósamvinnuþýð, en samninganefndin hefur verið gagnrýnd fyrir skilningsleysi og að hafa verið ósamvinnuþýð. „Samtök Atvinnulífsins og samninganefnd okkar kemur fram við alla viðsemjendur af yfirvegun og ábyrgð. Það skiptir ekki máli hvaða viðsemjandi á í hlut. Ég kannast ekki við þessar viðlíkingar og undirritun BÍ sýnir að það skorti ekki samningsvilja,“ segir Halldór Benjamín.Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
„Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu Vísis. Blaðamannafélag Íslands undirritaði í gær kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn BÍ hafa verið samningslausir frá því um áramót. Kjaraviðræður hafa staðið í tæpa sjö mánuði en tilboð SA hafði staðið óbreytt í um tvo mánuði eða frá því áður en verkfallsaðgerðir blaðamanna hófust. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í fréttum í gær að hann gæti ekki mælt með samningnum en hann verður lagður fyrir félagsmenn BÍ á þriðjudag og munu félagsmenn greiða atkvæði um hann. Halldór segist ekki gera ráð fyrir því að orð Hjálmars séu fyrirboði um það hvernig atkvæði muni falla meðal félagsmanna BÍ um samninginn, skoðanir séu skiptar. „Verkalýðsfélög hringinn í kring um landinn, í hinum ýmsu greinum, hafa tekið afstöðu með sama lífskjarasamningnum og hann hefur ítrekað verið samþykktur, af yfir 97% af almenna vinnumarkaðnum sem eru rúmlega 120 þúsund manns,“ segir Halldór. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki mælt með samningnum. „Það má finna fordæmi þess að forystumenn hafi lagt fram samning til atkvæðagreiðslu en gætt hlutleysis í yfirlýsingum sínum fyrir atkvæðagreiðslu. Ég hefði auðvitað kosið það ef hann hefði mælt með samningnum.“ „Hann kýs að vera hlutlaus og það er ákvörðun sem hann hefur fullan rétt til að taka,“ bætir Halldór við. Þá segist hann ekki kannast við það að samninganefnd SA hafi verið ósamvinnuþýð, en samninganefndin hefur verið gagnrýnd fyrir skilningsleysi og að hafa verið ósamvinnuþýð. „Samtök Atvinnulífsins og samninganefnd okkar kemur fram við alla viðsemjendur af yfirvegun og ábyrgð. Það skiptir ekki máli hvaða viðsemjandi á í hlut. Ég kannast ekki við þessar viðlíkingar og undirritun BÍ sýnir að það skorti ekki samningsvilja,“ segir Halldór Benjamín.Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37
Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46
Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56