Vilja ræða við eigendur Samherja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 19:53 Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Hann er einn stærsti eigandi félagsins. Vísir/vilhelm Spillingarlögreglan í Namibíu vonast til þess að ná tali af fulltrúum Samherja þegar rannsókn lögreglunnar á ætluðum mútugreiðslum til háttsettra stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu er lengra á veg komin. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Greint var frá því í dag að Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Þá hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, einnig verið handtekinn. Í fréttum RÚV kom einnig fram að þriggja væri leitað í tengslum við rannsókn málsins. Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, og frænda hans Tamson Fitty Hatuikulipi. Haft var eftir Paulus Noa, framkvæmdastjóri spillingarlögreglunnar í Namibíu, í fréttum RÚV að vonast væri eftir góðri samvinnu við íslensk yfirvöld vegna rannsóknar málsins. Treystir hann á að yfirvöld hér á landi veiti aðstoð þegar komi að því að ræða við eigendur Samherja. „Við viljum ræða við yfirvöld og við viljum einnig ræða við eigendur þessa fyrirtækis. Ég vil ekki nefna nein nöfn eins og er en við viljum kannski ræða við alls konar fólk sem getur orðið okkur að gagni við rannsóknina,“ var haft eftir Noa í frétt RÚV. Rannsókn yfirvalda er til komin vegna umfjöllunar Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera þar sem Samherji var sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24 Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Spillingarlögreglan í Namibíu vonast til þess að ná tali af fulltrúum Samherja þegar rannsókn lögreglunnar á ætluðum mútugreiðslum til háttsettra stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu er lengra á veg komin. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Greint var frá því í dag að Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Þá hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, einnig verið handtekinn. Í fréttum RÚV kom einnig fram að þriggja væri leitað í tengslum við rannsókn málsins. Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, og frænda hans Tamson Fitty Hatuikulipi. Haft var eftir Paulus Noa, framkvæmdastjóri spillingarlögreglunnar í Namibíu, í fréttum RÚV að vonast væri eftir góðri samvinnu við íslensk yfirvöld vegna rannsóknar málsins. Treystir hann á að yfirvöld hér á landi veiti aðstoð þegar komi að því að ræða við eigendur Samherja. „Við viljum ræða við yfirvöld og við viljum einnig ræða við eigendur þessa fyrirtækis. Ég vil ekki nefna nein nöfn eins og er en við viljum kannski ræða við alls konar fólk sem getur orðið okkur að gagni við rannsóknina,“ var haft eftir Noa í frétt RÚV. Rannsókn yfirvalda er til komin vegna umfjöllunar Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera þar sem Samherji var sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24 Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24
Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent