Erlent

Iohannis endurkjörinn í Rúmeníu

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn sextugi Klaus Iohannis hefur lýst sjálfum sér sem "pólitískum slökkviliðsmanni“.
Hinn sextugi Klaus Iohannis hefur lýst sjálfum sér sem "pólitískum slökkviliðsmanni“. Getty
Íhaldsmaðurinn Klaus Iohannis var endurkjörinn sem forseti Rúmeníu í gær. Iohannis hafði betur gegn Viorica Dancila, frambjóðanda Jafnaðarmannaflokksins, í síðari umferð forsetakosninganna.

Hinn sextugi Iohannes tók við embætti forseta árið 2014 og hefur lýst sjálfum sér sem „pólitískum slökkviliðsmanni“.

Sigur forsetans kom ekki á óvart, en útgönguspár sýndu að hann hafi hlotið á bilinu 64 til 67 prósent atkvæða, en Dancila milli 33 og 36 prósent. Dancila gegndi embætti forsætisráðherra frá janúar 2018 og fram til upphaf þessa mánaðar.

„Sigurvegari dagsins er Rúmenía nútímans, hin evrópska Rúmenía og hin venjulega Rúmenía,“ sagði Iohannes í sigurræðu sinni í gærkvöldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×