Samherjamenn undirbúa varnirnar Davíð Stefánsson skrifar 26. nóvember 2019 06:15 Vísir/Sigurjón Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. Samherjamálið er á borði skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stofnanirnar geti bætt við sig mannafla til að sinna verkefnunum. „Það er rétt að hafa í huga að hvorki félagið né einhverjir einstaklingar hafa opinbera réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Enn hefur enginn verið kallaður til skýrslutöku,“ segir Garðar G. Gíslason, hjá IUS Lögmannsstofu, sem mun verja Samherja. „En ég get staðfest að ég mun gæta hagsmuna félagsins í snertiflötum þessa máls innanlands,“ segir hann. „Félagið er ekki að samsama sig þeim einstaklingum sem nefndir hafa verið í þessu máli. Það skal ítrekað að Samherji hefur heitið fullri samvinnu og samráði með yfirvöldum vegna þessara mála.“ Garðar, sem verið hefur lögmaður Samherja til langs tíma, gætti meðal annars hagsmuna félagsins í áralöngum málarekstri Seðlabankans. Þá voru einstaklingar hvattir til að hafa lögmann sér við hlið. Yfirlögfræðingur Samherja, Arna Bryndís Baldvins McClure, staðfestir að hafa ráðið Halldór Brynjar Halldórsson. Nafn Örnu kemur oft fyrir í Samherjaskjölunum. Arnar Þór Stefánsson, hjá LEX Lögmannsstofu, staðfestir að hann verði lögmaður Egils Helga Árnasonar, sem kom að stjórnun ArcticNam, gegnum afríska lögmannsstofu. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, mun hafa ráðið Svein Guðmundsson hjá Juralis. Jón Óttar var ráðgjafi hjá Samherja og er sagður hafa verið í innsta hring Namibíuveiðanna. Þá mun Garðar Víðir Gunnarsson, lögmaður hjá LEX lögmannsstofu, verja einstakling sem starfaði á vegum Samherja erlendis um árabil. Garðar staðfestir það en vill ekki gefa upp nöfn að svo stöddu. Líklegt þykir að það sé Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, eða Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri í Afríku. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék tímabundið sem forstjóri, kveðst ekki hafa ráðið lögmann. Ekki er ljóst hvort Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, hafi ráðið lögmann. Stjórn Samherja hefur sagst hafa ráðið norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein til að rannsaka sín mál og ætlaði ekki að tjá sig um „einstaka ásakanir fyrr en niðurstöður liggja fyrir um rannsóknina á starfseminni í Afríku“. Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. Samherjamálið er á borði skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stofnanirnar geti bætt við sig mannafla til að sinna verkefnunum. „Það er rétt að hafa í huga að hvorki félagið né einhverjir einstaklingar hafa opinbera réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Enn hefur enginn verið kallaður til skýrslutöku,“ segir Garðar G. Gíslason, hjá IUS Lögmannsstofu, sem mun verja Samherja. „En ég get staðfest að ég mun gæta hagsmuna félagsins í snertiflötum þessa máls innanlands,“ segir hann. „Félagið er ekki að samsama sig þeim einstaklingum sem nefndir hafa verið í þessu máli. Það skal ítrekað að Samherji hefur heitið fullri samvinnu og samráði með yfirvöldum vegna þessara mála.“ Garðar, sem verið hefur lögmaður Samherja til langs tíma, gætti meðal annars hagsmuna félagsins í áralöngum málarekstri Seðlabankans. Þá voru einstaklingar hvattir til að hafa lögmann sér við hlið. Yfirlögfræðingur Samherja, Arna Bryndís Baldvins McClure, staðfestir að hafa ráðið Halldór Brynjar Halldórsson. Nafn Örnu kemur oft fyrir í Samherjaskjölunum. Arnar Þór Stefánsson, hjá LEX Lögmannsstofu, staðfestir að hann verði lögmaður Egils Helga Árnasonar, sem kom að stjórnun ArcticNam, gegnum afríska lögmannsstofu. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, mun hafa ráðið Svein Guðmundsson hjá Juralis. Jón Óttar var ráðgjafi hjá Samherja og er sagður hafa verið í innsta hring Namibíuveiðanna. Þá mun Garðar Víðir Gunnarsson, lögmaður hjá LEX lögmannsstofu, verja einstakling sem starfaði á vegum Samherja erlendis um árabil. Garðar staðfestir það en vill ekki gefa upp nöfn að svo stöddu. Líklegt þykir að það sé Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, eða Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri í Afríku. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék tímabundið sem forstjóri, kveðst ekki hafa ráðið lögmann. Ekki er ljóst hvort Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, hafi ráðið lögmann. Stjórn Samherja hefur sagst hafa ráðið norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein til að rannsaka sín mál og ætlaði ekki að tjá sig um „einstaka ásakanir fyrr en niðurstöður liggja fyrir um rannsóknina á starfseminni í Afríku“.
Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira