„Einfaldlega ekki rétt“ að rekstur Wow air hefði aldrei gengið Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 11:47 Skúli Mogensen stofnaði Wow air árið 2011. Vísir/vilhelm Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins WOW air sem varð gjaldþrota í mars síðastliðnum, segir það einfaldlega ekki rétt að rekstur WOW air hefði aldrei gengið. Skúli ítrekar að stefnubreyting í átt frá lággjaldamódelinu hafi að endingu orðið flugfélaginu að falli og reksturinn hafi hreinlega gengið mjög vel fyrstu árin. Þetta kemur fram í pistli sem Skúli birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir hádegi. Skúli byrjar pistil sinn á því að benda á að miðað við nýjan lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins hefði WOW air átt að verma tíunda sæti listans fyrir árið 2018. Velta félagsins það ár hafi verið um 75 milljarðar króna. Icelandair trónir á toppi listans, sem finna má hér, líkt og fyrri ár með 163 milljarða veltu. Í 9. sæti situr Arion banki með rúma 77 milljarða veltu og í því tíunda er Össur með veltu upp á rúma 66 milljarða. WOW hefði þannig, að sögn Skúla, steypt Össuri niður í ellefta sætið.Góð afkoma þrátt fyrir mikinn vöxt Þá bendir Skúli á að framan af hafi rekstur Wow gengið vel og að samanlagður hagnaður fram til ársbyrjunar 2018, þegar tók að halla verulega undan fæti, hafi verið verulegur. „Ævintýralegur vöxtur WOW air hefur verið gagnrýndur og því hefur verið haldið fram að rekstur WOW air hafi aldrei gengið, lág fargjöld félagsins hafi verið ósjálfbær og að WOW air hafi niðurgreitt lág fargjöld með botnlausum taprekstri. Þetta er einfaldlega ekki rétt,“ segir Skúli. „Hver sem er getur flett upp í ársreikningum félagsins og þá sést að samanlagður hagnaður WOW air allt frá stofnun til ársbyrjun 2018 var um 1 milljarður króna.“Sjá einnig: Rúmlega sjö ára saga WOW air fær válegan endiÞannig hafi viðskiptamódel og rekstur Wow air gengið „mjög vel fyrstu árin“, þegar flugfélagið var lággjaldaflugfélag, og skilað góðri afkomu, „þrátt fyrir mikinn vöxt, gríðarlega fjárfestingu í innviðum, þjálfun starfsfólks, fjárfestingum í flugflotanum, tækniþróun og alþjóðlegri markaðssetningu,“ segir Skúli. Stefnubreytingin felldi félagið Þá segir Skúli að margt megi læra af vexti og falli Wow air. Afar auðvelt sé að vera vitur eftir á. Að endingu hafi það verið stefnubreyting félagsins, sem beygt hafi út af „lággjaldabrautinni“ og tekið breiðþotur inn í reksturinn, sem varð því að falli. „Þetta voru grundvallar mistök sem felldu félagið en það breytir ekki þeirri staðreynd að fram að þeim tíma gekk rekstur og uppbygging WOW air vel og skilaði hagnaði þrátt fyrir öran vöxt og lág fargjöld,“ segir Skúli. Þegar litið er yfir sögu WOW air sést að mörg hundruð milljón króna tap varð á rekstrinum þrátt fyrir mikla fjölgun farþega. Félagið skilaði hagnaði í fyrsta skipti árið 2015, um 1,1 milljarði króna. Hagnaðurinn hélt áfram árið eftir og jókst í 4,3 milljarða króna. Gamanið tók að kárna af alvöru árið 2017. Þá var byrjað að hægja verulega á fjölgun ferðamanna sem hafði knúið vöxt í ferðaþjónustunni og eldsneytisverð fór hækkandi. Í fjárfestakynningu sem félagið undirbjó fyrir skuldabréfaútboð sem það réðst í undir lok sumars 2018 kom fram að það hefði tapað um 4,9 milljörðum króna frá júlí árið 2017 til júní í fyrra. Eigið fé og haldbært fé væri einnig orðið af skornum skammti. Í nóvember í fyrra var tilkynnt að 4,1 milljarðs króna tap hefði orðið á rekstrinum fyrstu níu mánuði ársins 2018. Skúli hefði lagt félaginu til 770 milljónir króna í skuldabréfaútboði í september.Færslu Skúla má sjá í heild hér að neðan. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00 Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag. 5. nóvember 2019 11:43 Landvernd leitar réttar síns vegna farþegastyrkja WOW Umhverfisverndarsamtökin Landvernd ætla að leita réttar síns vegna styrkja sem safnað var fyrir samtökin í flugferðum WOW air og skiluðu sér ekki eftir fall flugfélagsins. 10. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins WOW air sem varð gjaldþrota í mars síðastliðnum, segir það einfaldlega ekki rétt að rekstur WOW air hefði aldrei gengið. Skúli ítrekar að stefnubreyting í átt frá lággjaldamódelinu hafi að endingu orðið flugfélaginu að falli og reksturinn hafi hreinlega gengið mjög vel fyrstu árin. Þetta kemur fram í pistli sem Skúli birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir hádegi. Skúli byrjar pistil sinn á því að benda á að miðað við nýjan lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins hefði WOW air átt að verma tíunda sæti listans fyrir árið 2018. Velta félagsins það ár hafi verið um 75 milljarðar króna. Icelandair trónir á toppi listans, sem finna má hér, líkt og fyrri ár með 163 milljarða veltu. Í 9. sæti situr Arion banki með rúma 77 milljarða veltu og í því tíunda er Össur með veltu upp á rúma 66 milljarða. WOW hefði þannig, að sögn Skúla, steypt Össuri niður í ellefta sætið.Góð afkoma þrátt fyrir mikinn vöxt Þá bendir Skúli á að framan af hafi rekstur Wow gengið vel og að samanlagður hagnaður fram til ársbyrjunar 2018, þegar tók að halla verulega undan fæti, hafi verið verulegur. „Ævintýralegur vöxtur WOW air hefur verið gagnrýndur og því hefur verið haldið fram að rekstur WOW air hafi aldrei gengið, lág fargjöld félagsins hafi verið ósjálfbær og að WOW air hafi niðurgreitt lág fargjöld með botnlausum taprekstri. Þetta er einfaldlega ekki rétt,“ segir Skúli. „Hver sem er getur flett upp í ársreikningum félagsins og þá sést að samanlagður hagnaður WOW air allt frá stofnun til ársbyrjun 2018 var um 1 milljarður króna.“Sjá einnig: Rúmlega sjö ára saga WOW air fær válegan endiÞannig hafi viðskiptamódel og rekstur Wow air gengið „mjög vel fyrstu árin“, þegar flugfélagið var lággjaldaflugfélag, og skilað góðri afkomu, „þrátt fyrir mikinn vöxt, gríðarlega fjárfestingu í innviðum, þjálfun starfsfólks, fjárfestingum í flugflotanum, tækniþróun og alþjóðlegri markaðssetningu,“ segir Skúli. Stefnubreytingin felldi félagið Þá segir Skúli að margt megi læra af vexti og falli Wow air. Afar auðvelt sé að vera vitur eftir á. Að endingu hafi það verið stefnubreyting félagsins, sem beygt hafi út af „lággjaldabrautinni“ og tekið breiðþotur inn í reksturinn, sem varð því að falli. „Þetta voru grundvallar mistök sem felldu félagið en það breytir ekki þeirri staðreynd að fram að þeim tíma gekk rekstur og uppbygging WOW air vel og skilaði hagnaði þrátt fyrir öran vöxt og lág fargjöld,“ segir Skúli. Þegar litið er yfir sögu WOW air sést að mörg hundruð milljón króna tap varð á rekstrinum þrátt fyrir mikla fjölgun farþega. Félagið skilaði hagnaði í fyrsta skipti árið 2015, um 1,1 milljarði króna. Hagnaðurinn hélt áfram árið eftir og jókst í 4,3 milljarða króna. Gamanið tók að kárna af alvöru árið 2017. Þá var byrjað að hægja verulega á fjölgun ferðamanna sem hafði knúið vöxt í ferðaþjónustunni og eldsneytisverð fór hækkandi. Í fjárfestakynningu sem félagið undirbjó fyrir skuldabréfaútboð sem það réðst í undir lok sumars 2018 kom fram að það hefði tapað um 4,9 milljörðum króna frá júlí árið 2017 til júní í fyrra. Eigið fé og haldbært fé væri einnig orðið af skornum skammti. Í nóvember í fyrra var tilkynnt að 4,1 milljarðs króna tap hefði orðið á rekstrinum fyrstu níu mánuði ársins 2018. Skúli hefði lagt félaginu til 770 milljónir króna í skuldabréfaútboði í september.Færslu Skúla má sjá í heild hér að neðan.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00 Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag. 5. nóvember 2019 11:43 Landvernd leitar réttar síns vegna farþegastyrkja WOW Umhverfisverndarsamtökin Landvernd ætla að leita réttar síns vegna styrkja sem safnað var fyrir samtökin í flugferðum WOW air og skiluðu sér ekki eftir fall flugfélagsins. 10. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00
Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag. 5. nóvember 2019 11:43
Landvernd leitar réttar síns vegna farþegastyrkja WOW Umhverfisverndarsamtökin Landvernd ætla að leita réttar síns vegna styrkja sem safnað var fyrir samtökin í flugferðum WOW air og skiluðu sér ekki eftir fall flugfélagsins. 10. nóvember 2019 18:00