Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2019 21:30 Stuðningsmenn forsætisráðherrans með skilti sem á stendur: "Þú munt aldrei ganga einn.“ Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. Í síðustu viku greindi ríkissaksóknari Ísrael að Netanjahú yrði ákærður fyrir spillingu en forsætisráðherrann er til dæmis sakaður um mútur, mútuþægni og svik en um þrjú mismunandi málaferli er að ræða. Í kjölfar tilkynningarinnar samþykkti Netanjahú áskorun andstæðinga sinna innan Líkúdflokksins og boðaði til formannskosninga. Gideon Sa‘ar var þar fremstur í flokki en hann hefur lengi óskað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan stjórnarflokksins. Þúsundir stuðningsmanna forsætisráðherrans söfnuðust saman í borginni Tel Aviv í kvöld og lýstu yfir stuðningi sínum við Netanjahú. Ljóst er að samstöðugangan hefur engin áhrif á ákæruferlið gegn forsætisráðherranum en gæti veitt honum byr undir báða vængi í átökunum innan Líkúdflokksins. AP greinir frá. Talið er að rúmlega 5000 manns söfnuðust saman með fána og borða í hönd. Sökuðu stuðningsmenn ákæruyfirvöld um kúgun og hótanir. Athygli vakti að lítill hluti háttsettra Líkúd-manna lét sjá sig á stuðningsfundinum.Skortur á stuðningi frá æðstu Líkúd-mönnum Útlit er fyrir að Ísraelar kjósi í þingkosningum í þriðja skiptið á einu ári en hvorki Netanjahú né Benny Gantz í Hvít-bláa flokknum tókst að mynda meirihluta eftir kosningarnar í september. Í ljósi þeirrar stöðu hafði áðurnefndur Sa‘ar byrjað að kalla eftir formannskjöri. Enn sem komið er hefur enginn annar en Sa‘ar lýst vilja til að taka við af Netanjahú en stjórnmálaspekingar ytra telja sem svo að skortur á stuðningsyfirlýsingum við Netanjahú séu slæmar fréttir fyrir forsætisráðherrann. Gagnrýnendur forsætisráðherrans hafa sagt framferði hans eftir tilkynningu ríkissaksóknara vera hættulegt. Varaformaður Hvít-bláa flokksins, Yair Lapid, hefur jafnvel gengið svo langt að segja Netanjahú vera að reyna að koma af stað borgarastyrjöld. „Benjamín Netanjahú getur ekki haldið áfram stjórn sinni á landinu. Það eru ekki bara ákærurnar gegn honum, heldur árásir hans á réttarkerfið, löggæslu og tilraunir til þess að tvístra okkur. Hvetja okkur til þess að ráðast gegn bræðrum okkar og systrum,“ sagði Lapid. Ísrael Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. Í síðustu viku greindi ríkissaksóknari Ísrael að Netanjahú yrði ákærður fyrir spillingu en forsætisráðherrann er til dæmis sakaður um mútur, mútuþægni og svik en um þrjú mismunandi málaferli er að ræða. Í kjölfar tilkynningarinnar samþykkti Netanjahú áskorun andstæðinga sinna innan Líkúdflokksins og boðaði til formannskosninga. Gideon Sa‘ar var þar fremstur í flokki en hann hefur lengi óskað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan stjórnarflokksins. Þúsundir stuðningsmanna forsætisráðherrans söfnuðust saman í borginni Tel Aviv í kvöld og lýstu yfir stuðningi sínum við Netanjahú. Ljóst er að samstöðugangan hefur engin áhrif á ákæruferlið gegn forsætisráðherranum en gæti veitt honum byr undir báða vængi í átökunum innan Líkúdflokksins. AP greinir frá. Talið er að rúmlega 5000 manns söfnuðust saman með fána og borða í hönd. Sökuðu stuðningsmenn ákæruyfirvöld um kúgun og hótanir. Athygli vakti að lítill hluti háttsettra Líkúd-manna lét sjá sig á stuðningsfundinum.Skortur á stuðningi frá æðstu Líkúd-mönnum Útlit er fyrir að Ísraelar kjósi í þingkosningum í þriðja skiptið á einu ári en hvorki Netanjahú né Benny Gantz í Hvít-bláa flokknum tókst að mynda meirihluta eftir kosningarnar í september. Í ljósi þeirrar stöðu hafði áðurnefndur Sa‘ar byrjað að kalla eftir formannskjöri. Enn sem komið er hefur enginn annar en Sa‘ar lýst vilja til að taka við af Netanjahú en stjórnmálaspekingar ytra telja sem svo að skortur á stuðningsyfirlýsingum við Netanjahú séu slæmar fréttir fyrir forsætisráðherrann. Gagnrýnendur forsætisráðherrans hafa sagt framferði hans eftir tilkynningu ríkissaksóknara vera hættulegt. Varaformaður Hvít-bláa flokksins, Yair Lapid, hefur jafnvel gengið svo langt að segja Netanjahú vera að reyna að koma af stað borgarastyrjöld. „Benjamín Netanjahú getur ekki haldið áfram stjórn sinni á landinu. Það eru ekki bara ákærurnar gegn honum, heldur árásir hans á réttarkerfið, löggæslu og tilraunir til þess að tvístra okkur. Hvetja okkur til þess að ráðast gegn bræðrum okkar og systrum,“ sagði Lapid.
Ísrael Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira