Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2019 22:31 Lengstu vegi Grænlands til þessa lagði Bandaríkjaher út frá Kangerlussuaq-flugvelli. Volkswagen lengdi síðan vegina fyrir um tuttugu árum til að komast með bíla á Grænlandsjökul til reynsluaksturs. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. Fyrsti þjóðvegur Grænlands verður 170 kílómetra langur og lagður milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2.Kangerlussuaq, eða Syðri Straumfjörður, var bandarísk herstöð til ársins 1992. Brúin er yfir jökulfljót sem þar rennur til sjávar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarvegirnir sem núna liggja út frá flugvellinum í Kangerlussuaq eru um fimmtíu kílómetra langir og þeir langlengstu á Grænlandi og þar geta menn búist við að sjá sauðnaut í vegkantinum. Aðrir vegir Grænlands ná aðeins fáeina kílómetra út frá stærstu byggðum landsins og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi.Sauðnaut við Kangerlussuaq. Hreindýr eru einnig algeng á svæðinu, sem státar af fjölskrúðugasta dýralífi Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En núna hefur grænlenska þingið með fjárlögum næsta árs samþykkt fjárveitingu sem nemur 900 milljónum íslenskra króna til að hefjast handa við gerð fyrsta þjóðvegar landsins, milli hafnarbæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var þekktur sem Syðri Straumfjörður. Fjármunirnir fara til að skipuleggja og hanna veginn en heildarkostnaður við verkið er talinn verða milli sjö og níu milljarðar króna.Vegurinn verður um 170 kílómetra langur.Grafík/Stöð 2.Sisimiut er tæplega sexþúsund manna bær og ráðamenn þar telja að vegurinn opni á fiskflutninga með flugi en leiði einnig til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Þannig skýrði grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq nýlega frá áhuga íslenska fyrirtækisins Arctic Adventures á því að koma að fjögurra milljarða króna fjárfestingu í ferðaþjónustu á svæðinu að því tilskyldu að vegurinn verði lagður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Samgöngur Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. Fyrsti þjóðvegur Grænlands verður 170 kílómetra langur og lagður milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2.Kangerlussuaq, eða Syðri Straumfjörður, var bandarísk herstöð til ársins 1992. Brúin er yfir jökulfljót sem þar rennur til sjávar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarvegirnir sem núna liggja út frá flugvellinum í Kangerlussuaq eru um fimmtíu kílómetra langir og þeir langlengstu á Grænlandi og þar geta menn búist við að sjá sauðnaut í vegkantinum. Aðrir vegir Grænlands ná aðeins fáeina kílómetra út frá stærstu byggðum landsins og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi.Sauðnaut við Kangerlussuaq. Hreindýr eru einnig algeng á svæðinu, sem státar af fjölskrúðugasta dýralífi Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En núna hefur grænlenska þingið með fjárlögum næsta árs samþykkt fjárveitingu sem nemur 900 milljónum íslenskra króna til að hefjast handa við gerð fyrsta þjóðvegar landsins, milli hafnarbæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var þekktur sem Syðri Straumfjörður. Fjármunirnir fara til að skipuleggja og hanna veginn en heildarkostnaður við verkið er talinn verða milli sjö og níu milljarðar króna.Vegurinn verður um 170 kílómetra langur.Grafík/Stöð 2.Sisimiut er tæplega sexþúsund manna bær og ráðamenn þar telja að vegurinn opni á fiskflutninga með flugi en leiði einnig til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Þannig skýrði grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq nýlega frá áhuga íslenska fyrirtækisins Arctic Adventures á því að koma að fjögurra milljarða króna fjárfestingu í ferðaþjónustu á svæðinu að því tilskyldu að vegurinn verði lagður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Samgöngur Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15
Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13
Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila