Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2019 22:31 Lengstu vegi Grænlands til þessa lagði Bandaríkjaher út frá Kangerlussuaq-flugvelli. Volkswagen lengdi síðan vegina fyrir um tuttugu árum til að komast með bíla á Grænlandsjökul til reynsluaksturs. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. Fyrsti þjóðvegur Grænlands verður 170 kílómetra langur og lagður milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2.Kangerlussuaq, eða Syðri Straumfjörður, var bandarísk herstöð til ársins 1992. Brúin er yfir jökulfljót sem þar rennur til sjávar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarvegirnir sem núna liggja út frá flugvellinum í Kangerlussuaq eru um fimmtíu kílómetra langir og þeir langlengstu á Grænlandi og þar geta menn búist við að sjá sauðnaut í vegkantinum. Aðrir vegir Grænlands ná aðeins fáeina kílómetra út frá stærstu byggðum landsins og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi.Sauðnaut við Kangerlussuaq. Hreindýr eru einnig algeng á svæðinu, sem státar af fjölskrúðugasta dýralífi Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En núna hefur grænlenska þingið með fjárlögum næsta árs samþykkt fjárveitingu sem nemur 900 milljónum íslenskra króna til að hefjast handa við gerð fyrsta þjóðvegar landsins, milli hafnarbæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var þekktur sem Syðri Straumfjörður. Fjármunirnir fara til að skipuleggja og hanna veginn en heildarkostnaður við verkið er talinn verða milli sjö og níu milljarðar króna.Vegurinn verður um 170 kílómetra langur.Grafík/Stöð 2.Sisimiut er tæplega sexþúsund manna bær og ráðamenn þar telja að vegurinn opni á fiskflutninga með flugi en leiði einnig til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Þannig skýrði grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq nýlega frá áhuga íslenska fyrirtækisins Arctic Adventures á því að koma að fjögurra milljarða króna fjárfestingu í ferðaþjónustu á svæðinu að því tilskyldu að vegurinn verði lagður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Samgöngur Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. Fyrsti þjóðvegur Grænlands verður 170 kílómetra langur og lagður milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2.Kangerlussuaq, eða Syðri Straumfjörður, var bandarísk herstöð til ársins 1992. Brúin er yfir jökulfljót sem þar rennur til sjávar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarvegirnir sem núna liggja út frá flugvellinum í Kangerlussuaq eru um fimmtíu kílómetra langir og þeir langlengstu á Grænlandi og þar geta menn búist við að sjá sauðnaut í vegkantinum. Aðrir vegir Grænlands ná aðeins fáeina kílómetra út frá stærstu byggðum landsins og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi.Sauðnaut við Kangerlussuaq. Hreindýr eru einnig algeng á svæðinu, sem státar af fjölskrúðugasta dýralífi Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En núna hefur grænlenska þingið með fjárlögum næsta árs samþykkt fjárveitingu sem nemur 900 milljónum íslenskra króna til að hefjast handa við gerð fyrsta þjóðvegar landsins, milli hafnarbæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var þekktur sem Syðri Straumfjörður. Fjármunirnir fara til að skipuleggja og hanna veginn en heildarkostnaður við verkið er talinn verða milli sjö og níu milljarðar króna.Vegurinn verður um 170 kílómetra langur.Grafík/Stöð 2.Sisimiut er tæplega sexþúsund manna bær og ráðamenn þar telja að vegurinn opni á fiskflutninga með flugi en leiði einnig til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Þannig skýrði grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq nýlega frá áhuga íslenska fyrirtækisins Arctic Adventures á því að koma að fjögurra milljarða króna fjárfestingu í ferðaþjónustu á svæðinu að því tilskyldu að vegurinn verði lagður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Samgöngur Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15
Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13
Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00