Ósannað að milljónirnar frá mömmu hafi verið lán en ekki gjöf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 14:45 Frá Selfossi þar sem dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. vísir/vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann af kröfu dánarbús móður hans um að honum beri að endurgreiða dánarbúinu um 3,7 milljónir króna, auk vaxta, sem móðir hans lagði inn á hann á árunum 2009 til 2011. Taldi dómurinn ósannað í málinu að umrædd fjárhæð hefði verið lán, eins og dánarbúið hélt fram, en ekki gjöf eða styrkur líkt og sonurinn vildi meina. Dánarbúið hefði þurft að sanna að um lán hefði verið að ræða en tókst það ekki að mati dómsins og var maðurinn því sýknaður. Málið snerist um 22 skipti sem móðirin lagði fé inn á reikning sonar síns á árunum 2009 til 2011. Móðirin lést árið 2018 en hafði verið mjög veik. Hún var til að mynda lögð inn á bráðadeild Landspítalans árið 2011, fór í kjölfarið á lokaða heilabilunardeild og var svipt lögræði sama ár. Lögerfingjar konunnar voru tveir, fyrrnefndur sonur og hálfsystir hans, sammæðra. Í málflutningi sínum benti dánarbúið á að gögn málsins bentu til þess að mamman hefði verið að lána syninum pening. Hún hefði geymt öll gögn, kvittanir og millifærslur til sonarins og yfirleitt ljósritað gögnin í þríriti og geymt þau. Slíkt hefði verið tilgangslaust ef um gjafir eða styrki hefði verið að ræða. Þá geymdi hún kvittanir og yfirlit yfir millifærslur í umslögum sem merkt höfðu verið sem skuldir stefnda. Hefði raunverulega verið um gjafir að ræða hefði stefnda borið að tryggja sér sönnun um það, enda um háar fjárhæðir að ræða og margar greiðslur. Þá hefði skuld sonarins við móðurina komið fram á skattframtölum hennar frá árinu 2011 eftir að dóttirin sendi leiðréttingarbeiðni til ríkisskattstjóra. Einnig var byggt á því að gjafir eða styrkir teljast til skattskyldra tekna og ljóst hafi verið að greiðslur mömmunnar til sonarins hafi verið það háar að ekki hafi verið um tækifærisgjafir að ræða.Sagði móðurina alltaf hafa haft frumkvæði að greiðslunum Sonurinn mótmælti því að dánarbúinu hefði tekist að sanna að greiðslur móðurinnar til hans hafi verið lán. Byggði hann á því að mamman hefði alltaf haft frumkvæði að greiðslunum og oft sagt honum af hverju hún væri að greiða honum en aldrei talað um að greiðslurnar væru lán. Sonurinn sagðist aldrei hafa falast eftir láni frá móður sinni og að hann hefði ekki viljað slíkt lán. Það hefði kallað á endurgreiðslu sem hann hefði ekki getað ábyrgst. Í skattframtölum móðurinnar frá 2003 til og með 2010 taldi hún ekki fram kröfu á hendur stefnda. Stefndi taldi það styðja þá málsástæðu hans að hún hefði ekki hugsað greiðslurnar sem lán. Hálfsystir hans setji lánin fyrst á skattframtal mömmunnar árið 2011 og er því mótmælt að hún hafi haft umboð til þess. Sonurinn byggði á því að það hefði meira vægi sem sönnun hvað móðirin hefði sjálf sett inn á skattframtöl sín, en það sem dóttirin hefði sett þar inn eftir lögræðissviptingu mömmunnar. Þá sagði sonurinn að mamma sín hefði geymt kvittanir fyrir hverju sem var og mótmælti því að það að hún hefði geymt kvittanir teldist sönnun þess að hún hafi ætlað að krefja hann um endurgreiðslu. Í niðurstöðukafla dómsins segir svo (stefndi er sonurinn, stefnandi dánarbúið, A móðirin og C dóttirin): „Ljóst er að A sjálf taldi ekki fram skuldir stefnda við hana á skattframtölum, það gerist ekki fyrr en C dóttir hennar sendir leiðréttingarbeiðni til ríkisskattstjóra á árinu 2011, en um þær mundir mun A hafa verið lögð inn á heilabilunardeild. Það eina sem bendir til þess að stefndi hafi staðið í skuld við móður sína eru umslög sem hún merkti „skuldir B“ en ekki hefur verið upplýst í máli þessu hvaða kvittanir eða yfirlit yfir millifærslur hafi verið í þessum umslögum. Að mati dómsins liggur því ekki fyrir svo óyggjandi sé hver vilji A hafi verið í þessum efnum. Þá ber til þess að líta að ekki er óalgengt að foreldrar styrki börn sín án þess að ætlast til endurgreiðslu eða að um fyrirframgreiddan arf sé að ræða. Þá verður ekki fram hjá því horft að C, hálfsystir stefnda, annaðist gerð skattframtala fyrir móður sína, en sem erfingi í dánarbúinu hefur hún hagsmuni af því að umræddar greiðslur til stefnda teljist vera lán til hans sem honum beri að endurgreiða dánarbúinu. Eins og mál þetta er vaxið verður að telja að það standi stefnanda næst að sanna að greiðslur A til hans hafi verið lán sem honum beri að endurgreiða. Með vísan til alls framanritaðs verður að telja að sú sönnun hafi ekki tekist og verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda.“ Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann af kröfu dánarbús móður hans um að honum beri að endurgreiða dánarbúinu um 3,7 milljónir króna, auk vaxta, sem móðir hans lagði inn á hann á árunum 2009 til 2011. Taldi dómurinn ósannað í málinu að umrædd fjárhæð hefði verið lán, eins og dánarbúið hélt fram, en ekki gjöf eða styrkur líkt og sonurinn vildi meina. Dánarbúið hefði þurft að sanna að um lán hefði verið að ræða en tókst það ekki að mati dómsins og var maðurinn því sýknaður. Málið snerist um 22 skipti sem móðirin lagði fé inn á reikning sonar síns á árunum 2009 til 2011. Móðirin lést árið 2018 en hafði verið mjög veik. Hún var til að mynda lögð inn á bráðadeild Landspítalans árið 2011, fór í kjölfarið á lokaða heilabilunardeild og var svipt lögræði sama ár. Lögerfingjar konunnar voru tveir, fyrrnefndur sonur og hálfsystir hans, sammæðra. Í málflutningi sínum benti dánarbúið á að gögn málsins bentu til þess að mamman hefði verið að lána syninum pening. Hún hefði geymt öll gögn, kvittanir og millifærslur til sonarins og yfirleitt ljósritað gögnin í þríriti og geymt þau. Slíkt hefði verið tilgangslaust ef um gjafir eða styrki hefði verið að ræða. Þá geymdi hún kvittanir og yfirlit yfir millifærslur í umslögum sem merkt höfðu verið sem skuldir stefnda. Hefði raunverulega verið um gjafir að ræða hefði stefnda borið að tryggja sér sönnun um það, enda um háar fjárhæðir að ræða og margar greiðslur. Þá hefði skuld sonarins við móðurina komið fram á skattframtölum hennar frá árinu 2011 eftir að dóttirin sendi leiðréttingarbeiðni til ríkisskattstjóra. Einnig var byggt á því að gjafir eða styrkir teljast til skattskyldra tekna og ljóst hafi verið að greiðslur mömmunnar til sonarins hafi verið það háar að ekki hafi verið um tækifærisgjafir að ræða.Sagði móðurina alltaf hafa haft frumkvæði að greiðslunum Sonurinn mótmælti því að dánarbúinu hefði tekist að sanna að greiðslur móðurinnar til hans hafi verið lán. Byggði hann á því að mamman hefði alltaf haft frumkvæði að greiðslunum og oft sagt honum af hverju hún væri að greiða honum en aldrei talað um að greiðslurnar væru lán. Sonurinn sagðist aldrei hafa falast eftir láni frá móður sinni og að hann hefði ekki viljað slíkt lán. Það hefði kallað á endurgreiðslu sem hann hefði ekki getað ábyrgst. Í skattframtölum móðurinnar frá 2003 til og með 2010 taldi hún ekki fram kröfu á hendur stefnda. Stefndi taldi það styðja þá málsástæðu hans að hún hefði ekki hugsað greiðslurnar sem lán. Hálfsystir hans setji lánin fyrst á skattframtal mömmunnar árið 2011 og er því mótmælt að hún hafi haft umboð til þess. Sonurinn byggði á því að það hefði meira vægi sem sönnun hvað móðirin hefði sjálf sett inn á skattframtöl sín, en það sem dóttirin hefði sett þar inn eftir lögræðissviptingu mömmunnar. Þá sagði sonurinn að mamma sín hefði geymt kvittanir fyrir hverju sem var og mótmælti því að það að hún hefði geymt kvittanir teldist sönnun þess að hún hafi ætlað að krefja hann um endurgreiðslu. Í niðurstöðukafla dómsins segir svo (stefndi er sonurinn, stefnandi dánarbúið, A móðirin og C dóttirin): „Ljóst er að A sjálf taldi ekki fram skuldir stefnda við hana á skattframtölum, það gerist ekki fyrr en C dóttir hennar sendir leiðréttingarbeiðni til ríkisskattstjóra á árinu 2011, en um þær mundir mun A hafa verið lögð inn á heilabilunardeild. Það eina sem bendir til þess að stefndi hafi staðið í skuld við móður sína eru umslög sem hún merkti „skuldir B“ en ekki hefur verið upplýst í máli þessu hvaða kvittanir eða yfirlit yfir millifærslur hafi verið í þessum umslögum. Að mati dómsins liggur því ekki fyrir svo óyggjandi sé hver vilji A hafi verið í þessum efnum. Þá ber til þess að líta að ekki er óalgengt að foreldrar styrki börn sín án þess að ætlast til endurgreiðslu eða að um fyrirframgreiddan arf sé að ræða. Þá verður ekki fram hjá því horft að C, hálfsystir stefnda, annaðist gerð skattframtala fyrir móður sína, en sem erfingi í dánarbúinu hefur hún hagsmuni af því að umræddar greiðslur til stefnda teljist vera lán til hans sem honum beri að endurgreiða dánarbúinu. Eins og mál þetta er vaxið verður að telja að það standi stefnanda næst að sanna að greiðslur A til hans hafi verið lán sem honum beri að endurgreiða. Með vísan til alls framanritaðs verður að telja að sú sönnun hafi ekki tekist og verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda.“
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira