Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2019 15:05 Andrés Ingi Jónsson hefur sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna og hyggst starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. RÚV greindi fyrst frá en borist hefur tilkynning frá VG þess efnis. Vísir hefur undanfarna tvo daga reynt að ná tali af Rósu Björk Brynjólfsdóttur með það fyrir augum að spyrja hana út í það hvort einhugur væri um það innan þingflokksins með stuðning við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra en deilt er um hæfi hans í kjölfar Samherjamálsins. Andrés og Rósa Björk skrifuðu hvorugt undir stjórnarsáttmálann og vakti það athygli. Nú er staðan sú að eftir að Andrés hefur sagt sig úr þingflokknum hefur ríkisstjórnin fimm manna meirihluta, 34 þingmenn gegn 29 þingmönnum stjórnarandstöðu. Guðjón S. Brjánsson, einn af varaforsetum þingsins, las svohljóðandi tilkynningu frá Andrési við upphaf þingfundar núna klukkan 15:„Ég tilkynni hér með að í dag hef ég sagt mig úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Ég mun starfa á Alþingi sem þingmaður utan flokka. Virðingarfyllst, Andrés Ingi Jónsson.“Skömmu eftir tilkynningu þingforseta barst orðsending frá þingflokki VG: „Þingflokkur Vinstri grænna þakkar Andrési Inga Jónssyni samstarfið undanfarin ár. Andrés Ingi upplýsti þingflokkinn í dag um þá ákvörðun sína um að segja sig úr þingflokknum.“ Að neðan má sjá viðtal Heimis Más Péturssonar við Andrés Inga Jónsson.Heyrðu fyrst af þessu í dag Hvorki hefur tekist að ná tali af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni þingflokks Vinstri grænna né Andrés sjálfan. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, segir í samtali við fréttastofu að þingflokkurinn hafi fyrst heyrt af fyrirætlunum Andrésar þegar hann tilkynnti um brotthvarf sitt við upphaf þingflokksfundar í dag. Andrés hafi ekki greint frá því á fundinunum hvað byggi að baki ákvörðuninni. Ólafur segir að það sé vitaskuld alltaf missir af fólki þegar leiðir skilja - „en leiðir geta skilið og það er í rauninni ekkert sem við getum gert í því. Við höldum áfram að starfa sem þingflokkur og sinna okkar verkum,“ segir Ólafur. Leiða má að því líkur að brotthvarf Andrésar nú tengist umræðu sem hefur verið mikil og tengist Samherjamálinu svokallaða. Margvísleg tengsl Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við Samherja hafa verið rakin að fornu og nýju. Hann sjálfur hefur sagst ætla að segja sig frá öllum málum sem snerta Samherja en þá er spurt hvernig einhverjar embættisfærslur sjávarútvegsráðherra snerta ekki þetta stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins? Katrín Jakobsdóttir segir að ekki hafi sannast að Kristján Þór Júlíusson hafi vitað af mútum Samherjamanna í Namibíu og þetta endurtók svo Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður VG í Silfri Ríkissjónvarpsins um helgina. Nú er komið á daginn að ekki ríkti einhugur innan þingflokksins með stjórnarsamstarfið.Yfirlýsing Andrésar Og nú rétt í þessu birti Andrés svo yfirlýsingu þar sem hann fer yfir ástæður þess að hann ákvað að segja skilið við þingflokkinn. Í henni segir ekkert beinum orðum um Samherjamálið en uppsögn hans kemur engu að síður í kjölfar þeirrar umræðu sem reynst hefur Vinstri grænum afar erfið:Um þessar mundir eru tvö ár síðan flokksráð Vinstri grænna samþykkti að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Sú ákvörðun var nógu umdeild til að fjöldi félaga sagði skilið við hreyfinguna. Þrátt fyrir að ég hafi ekki stutt ríkisstjórnina á flokksráðsfundi ákvað ég að starfa áfram innan þingflokks VG – ekki síst til að styðja hina ágætu ráðherra Vinstri grænna til góðra verka.Eins og við var að búast hefur verið nokkur áskorun að takast á við samskipti og samstarf í þingflokknum eftir þann ágreining sem stjórnarsamstarfið skapaði. Þó tel ég að við höfum öll lagt okkur fram um að vinna sem best saman.Það hafa á þessu tíma safnast upp dæmi sem mér þykja til marks um það sem ég óttaðist í upphafi: að Vinstri græn ættu sífellt erfiðar með að veita samstarfsflokkunum mótspyrnu og stjórnarsamstarfið færðist enn fjær því sem flokkurinn ætti að standa fyrir. Vissulega höfum við náð árangri en oft hafa málamiðlanir fallið fjarri okkar hugsjónum, eins og birtist til að mynda í stjórnarfrumvarpi um útlendinga á liðnu vori. Aðkallandi aðgerðir til að sporna við hamfarahlýnun hafa ekki gengið jafn langt og ég tel nauðsynlegt og sjálfsagt í ríkisstjórn undir forystu grænnar hreyfingar.Síðastliðin tvö ár hef ég upplifað að samstarfið hefti mig í að vinna af fullum krafti fyrir þeim hugsjónum sem ég var kosinn fyrir. Nú er svo komið að ég tel fullreynt að ég geti sinnt þingstörfum eftir samvisku minni og sannfæringu við núverandi aðstæður.Fyrr í dag kvaddi ég félaga mína í þingflokki Vinstri grænna og þakkaði þeim samfylgdina. Ég hef tilkynnt forseta Alþingis að ég hafi sagt mig úr þingflokknum og muni starfa sem þingmaður utan þingflokka. Alþingi Samherjaskjölin Vinstri græn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson hefur sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna og hyggst starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. RÚV greindi fyrst frá en borist hefur tilkynning frá VG þess efnis. Vísir hefur undanfarna tvo daga reynt að ná tali af Rósu Björk Brynjólfsdóttur með það fyrir augum að spyrja hana út í það hvort einhugur væri um það innan þingflokksins með stuðning við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra en deilt er um hæfi hans í kjölfar Samherjamálsins. Andrés og Rósa Björk skrifuðu hvorugt undir stjórnarsáttmálann og vakti það athygli. Nú er staðan sú að eftir að Andrés hefur sagt sig úr þingflokknum hefur ríkisstjórnin fimm manna meirihluta, 34 þingmenn gegn 29 þingmönnum stjórnarandstöðu. Guðjón S. Brjánsson, einn af varaforsetum þingsins, las svohljóðandi tilkynningu frá Andrési við upphaf þingfundar núna klukkan 15:„Ég tilkynni hér með að í dag hef ég sagt mig úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Ég mun starfa á Alþingi sem þingmaður utan flokka. Virðingarfyllst, Andrés Ingi Jónsson.“Skömmu eftir tilkynningu þingforseta barst orðsending frá þingflokki VG: „Þingflokkur Vinstri grænna þakkar Andrési Inga Jónssyni samstarfið undanfarin ár. Andrés Ingi upplýsti þingflokkinn í dag um þá ákvörðun sína um að segja sig úr þingflokknum.“ Að neðan má sjá viðtal Heimis Más Péturssonar við Andrés Inga Jónsson.Heyrðu fyrst af þessu í dag Hvorki hefur tekist að ná tali af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni þingflokks Vinstri grænna né Andrés sjálfan. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, segir í samtali við fréttastofu að þingflokkurinn hafi fyrst heyrt af fyrirætlunum Andrésar þegar hann tilkynnti um brotthvarf sitt við upphaf þingflokksfundar í dag. Andrés hafi ekki greint frá því á fundinunum hvað byggi að baki ákvörðuninni. Ólafur segir að það sé vitaskuld alltaf missir af fólki þegar leiðir skilja - „en leiðir geta skilið og það er í rauninni ekkert sem við getum gert í því. Við höldum áfram að starfa sem þingflokkur og sinna okkar verkum,“ segir Ólafur. Leiða má að því líkur að brotthvarf Andrésar nú tengist umræðu sem hefur verið mikil og tengist Samherjamálinu svokallaða. Margvísleg tengsl Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við Samherja hafa verið rakin að fornu og nýju. Hann sjálfur hefur sagst ætla að segja sig frá öllum málum sem snerta Samherja en þá er spurt hvernig einhverjar embættisfærslur sjávarútvegsráðherra snerta ekki þetta stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins? Katrín Jakobsdóttir segir að ekki hafi sannast að Kristján Þór Júlíusson hafi vitað af mútum Samherjamanna í Namibíu og þetta endurtók svo Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður VG í Silfri Ríkissjónvarpsins um helgina. Nú er komið á daginn að ekki ríkti einhugur innan þingflokksins með stjórnarsamstarfið.Yfirlýsing Andrésar Og nú rétt í þessu birti Andrés svo yfirlýsingu þar sem hann fer yfir ástæður þess að hann ákvað að segja skilið við þingflokkinn. Í henni segir ekkert beinum orðum um Samherjamálið en uppsögn hans kemur engu að síður í kjölfar þeirrar umræðu sem reynst hefur Vinstri grænum afar erfið:Um þessar mundir eru tvö ár síðan flokksráð Vinstri grænna samþykkti að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Sú ákvörðun var nógu umdeild til að fjöldi félaga sagði skilið við hreyfinguna. Þrátt fyrir að ég hafi ekki stutt ríkisstjórnina á flokksráðsfundi ákvað ég að starfa áfram innan þingflokks VG – ekki síst til að styðja hina ágætu ráðherra Vinstri grænna til góðra verka.Eins og við var að búast hefur verið nokkur áskorun að takast á við samskipti og samstarf í þingflokknum eftir þann ágreining sem stjórnarsamstarfið skapaði. Þó tel ég að við höfum öll lagt okkur fram um að vinna sem best saman.Það hafa á þessu tíma safnast upp dæmi sem mér þykja til marks um það sem ég óttaðist í upphafi: að Vinstri græn ættu sífellt erfiðar með að veita samstarfsflokkunum mótspyrnu og stjórnarsamstarfið færðist enn fjær því sem flokkurinn ætti að standa fyrir. Vissulega höfum við náð árangri en oft hafa málamiðlanir fallið fjarri okkar hugsjónum, eins og birtist til að mynda í stjórnarfrumvarpi um útlendinga á liðnu vori. Aðkallandi aðgerðir til að sporna við hamfarahlýnun hafa ekki gengið jafn langt og ég tel nauðsynlegt og sjálfsagt í ríkisstjórn undir forystu grænnar hreyfingar.Síðastliðin tvö ár hef ég upplifað að samstarfið hefti mig í að vinna af fullum krafti fyrir þeim hugsjónum sem ég var kosinn fyrir. Nú er svo komið að ég tel fullreynt að ég geti sinnt þingstörfum eftir samvisku minni og sannfæringu við núverandi aðstæður.Fyrr í dag kvaddi ég félaga mína í þingflokki Vinstri grænna og þakkaði þeim samfylgdina. Ég hef tilkynnt forseta Alþingis að ég hafi sagt mig úr þingflokknum og muni starfa sem þingmaður utan þingflokka.
Alþingi Samherjaskjölin Vinstri græn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira