Mikilvægt að koma húmornum til skila á táknmáli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 20:00 Ástbjörg Rut Jónsdóttir Jólalög Baggalúts verða túlkuð á táknmáli á einum jólatónleikum sveitarinnar í ár. Túlkur segir vanta fleiri viðburði fyrir heyrnaskerta. „Við erum þrír túlkar sem túlkum þessa tónleika hjá Baggalúti fyrir jólin, eina tónleika sem verða klukkan fimm þann 19. desember," segir Ástbjörg Rut Jónsdóttir, einn túlka í hópnum Hraðar hendur. Hópurinn hefur tekið að sér að túlka ýmsar leiksýningar, tónleika og aðra viðburði í gegnum tíðina. Þetta var einnig gert á einum jólatónleikum sveitarinnar í fyrra. Þá var tekið frá svæði fyrir heyrnaskerta þar sem túlkarnir sjást vel. Miðarnir þar seldust upp. „Það er æðislegt að geta gefið fólki tækifæri til að fara saman; fjölskyldum sem eru blandaðar heyrnalausum og heyrandi, sem geta farið saman núna á tónleika fyrir jólin," segir Ástbjörg. Ekki er einfalt að koma textum Baggalúts vel til skila á táknmáli. „Við þýðum alla textana mjög vel og pössum að þýðingarnar séu flottar og reynum að ná húmornum í gegn sem er mjög mikilvægt," segir hún. „Svo standa þær á tónleikunum og við erum að spjalla á milli laga og þær eru að fylgjast grannt með því. Öllu sem við erum að segja og túlka það síðan á flugi," segir Karl Sigurðsson, baggalútur. Áttið þið ykkur einhvern veginn á því hvernig er farið með ykkar texta í þessu formi? „Nei, við gerum okkur enga grein fyrir því. Maður þyrfti eiginlega að læra táknmál til að átta sig á því hvað þær eru að gera og hvernig þær eru að færa þetta yfir," segir Karl. Ástbjörg segir vöntun á fleiri viðburðum fyrir heyrnaskerta. „Auðvitað snýst þetta oft um fjármagn og tíma. En það væri æðislegt að geta boðið upp á meira val," segir hún. Jafnréttismál Tónlist Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Jólalög Baggalúts verða túlkuð á táknmáli á einum jólatónleikum sveitarinnar í ár. Túlkur segir vanta fleiri viðburði fyrir heyrnaskerta. „Við erum þrír túlkar sem túlkum þessa tónleika hjá Baggalúti fyrir jólin, eina tónleika sem verða klukkan fimm þann 19. desember," segir Ástbjörg Rut Jónsdóttir, einn túlka í hópnum Hraðar hendur. Hópurinn hefur tekið að sér að túlka ýmsar leiksýningar, tónleika og aðra viðburði í gegnum tíðina. Þetta var einnig gert á einum jólatónleikum sveitarinnar í fyrra. Þá var tekið frá svæði fyrir heyrnaskerta þar sem túlkarnir sjást vel. Miðarnir þar seldust upp. „Það er æðislegt að geta gefið fólki tækifæri til að fara saman; fjölskyldum sem eru blandaðar heyrnalausum og heyrandi, sem geta farið saman núna á tónleika fyrir jólin," segir Ástbjörg. Ekki er einfalt að koma textum Baggalúts vel til skila á táknmáli. „Við þýðum alla textana mjög vel og pössum að þýðingarnar séu flottar og reynum að ná húmornum í gegn sem er mjög mikilvægt," segir hún. „Svo standa þær á tónleikunum og við erum að spjalla á milli laga og þær eru að fylgjast grannt með því. Öllu sem við erum að segja og túlka það síðan á flugi," segir Karl Sigurðsson, baggalútur. Áttið þið ykkur einhvern veginn á því hvernig er farið með ykkar texta í þessu formi? „Nei, við gerum okkur enga grein fyrir því. Maður þyrfti eiginlega að læra táknmál til að átta sig á því hvað þær eru að gera og hvernig þær eru að færa þetta yfir," segir Karl. Ástbjörg segir vöntun á fleiri viðburðum fyrir heyrnaskerta. „Auðvitað snýst þetta oft um fjármagn og tíma. En það væri æðislegt að geta boðið upp á meira val," segir hún.
Jafnréttismál Tónlist Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira