Mikilvægt að koma húmornum til skila á táknmáli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 20:00 Ástbjörg Rut Jónsdóttir Jólalög Baggalúts verða túlkuð á táknmáli á einum jólatónleikum sveitarinnar í ár. Túlkur segir vanta fleiri viðburði fyrir heyrnaskerta. „Við erum þrír túlkar sem túlkum þessa tónleika hjá Baggalúti fyrir jólin, eina tónleika sem verða klukkan fimm þann 19. desember," segir Ástbjörg Rut Jónsdóttir, einn túlka í hópnum Hraðar hendur. Hópurinn hefur tekið að sér að túlka ýmsar leiksýningar, tónleika og aðra viðburði í gegnum tíðina. Þetta var einnig gert á einum jólatónleikum sveitarinnar í fyrra. Þá var tekið frá svæði fyrir heyrnaskerta þar sem túlkarnir sjást vel. Miðarnir þar seldust upp. „Það er æðislegt að geta gefið fólki tækifæri til að fara saman; fjölskyldum sem eru blandaðar heyrnalausum og heyrandi, sem geta farið saman núna á tónleika fyrir jólin," segir Ástbjörg. Ekki er einfalt að koma textum Baggalúts vel til skila á táknmáli. „Við þýðum alla textana mjög vel og pössum að þýðingarnar séu flottar og reynum að ná húmornum í gegn sem er mjög mikilvægt," segir hún. „Svo standa þær á tónleikunum og við erum að spjalla á milli laga og þær eru að fylgjast grannt með því. Öllu sem við erum að segja og túlka það síðan á flugi," segir Karl Sigurðsson, baggalútur. Áttið þið ykkur einhvern veginn á því hvernig er farið með ykkar texta í þessu formi? „Nei, við gerum okkur enga grein fyrir því. Maður þyrfti eiginlega að læra táknmál til að átta sig á því hvað þær eru að gera og hvernig þær eru að færa þetta yfir," segir Karl. Ástbjörg segir vöntun á fleiri viðburðum fyrir heyrnaskerta. „Auðvitað snýst þetta oft um fjármagn og tíma. En það væri æðislegt að geta boðið upp á meira val," segir hún. Jafnréttismál Tónlist Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Jólalög Baggalúts verða túlkuð á táknmáli á einum jólatónleikum sveitarinnar í ár. Túlkur segir vanta fleiri viðburði fyrir heyrnaskerta. „Við erum þrír túlkar sem túlkum þessa tónleika hjá Baggalúti fyrir jólin, eina tónleika sem verða klukkan fimm þann 19. desember," segir Ástbjörg Rut Jónsdóttir, einn túlka í hópnum Hraðar hendur. Hópurinn hefur tekið að sér að túlka ýmsar leiksýningar, tónleika og aðra viðburði í gegnum tíðina. Þetta var einnig gert á einum jólatónleikum sveitarinnar í fyrra. Þá var tekið frá svæði fyrir heyrnaskerta þar sem túlkarnir sjást vel. Miðarnir þar seldust upp. „Það er æðislegt að geta gefið fólki tækifæri til að fara saman; fjölskyldum sem eru blandaðar heyrnalausum og heyrandi, sem geta farið saman núna á tónleika fyrir jólin," segir Ástbjörg. Ekki er einfalt að koma textum Baggalúts vel til skila á táknmáli. „Við þýðum alla textana mjög vel og pössum að þýðingarnar séu flottar og reynum að ná húmornum í gegn sem er mjög mikilvægt," segir hún. „Svo standa þær á tónleikunum og við erum að spjalla á milli laga og þær eru að fylgjast grannt með því. Öllu sem við erum að segja og túlka það síðan á flugi," segir Karl Sigurðsson, baggalútur. Áttið þið ykkur einhvern veginn á því hvernig er farið með ykkar texta í þessu formi? „Nei, við gerum okkur enga grein fyrir því. Maður þyrfti eiginlega að læra táknmál til að átta sig á því hvað þær eru að gera og hvernig þær eru að færa þetta yfir," segir Karl. Ástbjörg segir vöntun á fleiri viðburðum fyrir heyrnaskerta. „Auðvitað snýst þetta oft um fjármagn og tíma. En það væri æðislegt að geta boðið upp á meira val," segir hún.
Jafnréttismál Tónlist Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira