Apple sýnir Krímskagann sem hluta af rússnesku yfirráðasvæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 21:00 Krímskaginn er nú hluti af rússnesku yfirráðasvæði á Apple Maps og Apple Weather. getty/Justin Sullivan Apple hefur breytt kortum í forritum sínum til að mæta beiðni Rússlands. Nú sýna forrit Apple Krímskagann sem hluta af rússnesku yfirráðasvæði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rússneski herinn innlimaði Krímskagann árið 2014 frá Úkraínu en aðgerðirnar hafa verið fordæmdar alþjóðlega. Á Krímskaganum talar mikill meirihluti fólksins rússnesku og er hann nú hluti af rússnesku yfirráðasvæði samkvæmt Apple Maps og veðurforriti Apple þegar forritin eru opnuð í Rússlandi.Krímskaginn er hluti af Rússlandi í forritum apple.apple mapsForritin sýna þetta ekki þegar þau eru opnuð annars staðar en í Rússlandi. Í tilkynningu frá neðri deild rússneska þingsins, Dúman, segir: „Krímskaginn og Sevastopol sjást núna á Apple tækjum sem hluti af rússnesku yfirráðasvæði.“ Rússland telur Sevastopol sem annað landsvæði en Krímskagann.Apple Maps sýnir ekki landamærin á milli Rússlands og Krímskagans.apple mapsViðræður á milli Apple og Rússlands hafa staðið yfir í nokkra mánuði vegna þess hvernig Krímskaginn er sýndur, sem Dúman segir „rangfærslu.“ Tæknirisinn lagði það upprunalega til að Krímskaginn yrði sýndur sem „óskilgreint“ svæði – hvorki hluta af Rússlandi né Úkraínu.Just checked on my phone, it's true! = Apple has complied with Moscow’s demands to show Crimea, annexed from Ukraine in 2014, as Russian territory. Crimea & the cities of Sevastopol & Simferopol are now displayed as Rus. territory on Apple’s map & weather apps when used in Russia — Will Vernon (@BBCWillVernon) November 27, 2019 Apple hefur ekki tjáð sig um breytingarnar en talsmaður Dúmunnar segir að Apple hafi samþykkt skilyrði Rússlands eftir að hafa verið minnt á að annað væri brot á rússneskum lögum. Google, sem á eitt vinsælasta kortaforritið, sýnir Krímskagann ekki sem hluta af Rússlandi en staðarheiti á skaganum eru skrifuð á rússnesku en ekki úkraínsku þegar forritið er opnað í Rússlandi. Apple Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Úkraínumenn óánægðir með heimsókn Pútín á Krímskaga Úkraínsk stjórnvöld segja heimsókn Rússlandsforseta til Krímskaga skýrt brot á fullveldi Úkraínu. 24. júní 2017 23:23 Úkraína orðin örugg Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Apple hefur breytt kortum í forritum sínum til að mæta beiðni Rússlands. Nú sýna forrit Apple Krímskagann sem hluta af rússnesku yfirráðasvæði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rússneski herinn innlimaði Krímskagann árið 2014 frá Úkraínu en aðgerðirnar hafa verið fordæmdar alþjóðlega. Á Krímskaganum talar mikill meirihluti fólksins rússnesku og er hann nú hluti af rússnesku yfirráðasvæði samkvæmt Apple Maps og veðurforriti Apple þegar forritin eru opnuð í Rússlandi.Krímskaginn er hluti af Rússlandi í forritum apple.apple mapsForritin sýna þetta ekki þegar þau eru opnuð annars staðar en í Rússlandi. Í tilkynningu frá neðri deild rússneska þingsins, Dúman, segir: „Krímskaginn og Sevastopol sjást núna á Apple tækjum sem hluti af rússnesku yfirráðasvæði.“ Rússland telur Sevastopol sem annað landsvæði en Krímskagann.Apple Maps sýnir ekki landamærin á milli Rússlands og Krímskagans.apple mapsViðræður á milli Apple og Rússlands hafa staðið yfir í nokkra mánuði vegna þess hvernig Krímskaginn er sýndur, sem Dúman segir „rangfærslu.“ Tæknirisinn lagði það upprunalega til að Krímskaginn yrði sýndur sem „óskilgreint“ svæði – hvorki hluta af Rússlandi né Úkraínu.Just checked on my phone, it's true! = Apple has complied with Moscow’s demands to show Crimea, annexed from Ukraine in 2014, as Russian territory. Crimea & the cities of Sevastopol & Simferopol are now displayed as Rus. territory on Apple’s map & weather apps when used in Russia — Will Vernon (@BBCWillVernon) November 27, 2019 Apple hefur ekki tjáð sig um breytingarnar en talsmaður Dúmunnar segir að Apple hafi samþykkt skilyrði Rússlands eftir að hafa verið minnt á að annað væri brot á rússneskum lögum. Google, sem á eitt vinsælasta kortaforritið, sýnir Krímskagann ekki sem hluta af Rússlandi en staðarheiti á skaganum eru skrifuð á rússnesku en ekki úkraínsku þegar forritið er opnað í Rússlandi.
Apple Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Úkraínumenn óánægðir með heimsókn Pútín á Krímskaga Úkraínsk stjórnvöld segja heimsókn Rússlandsforseta til Krímskaga skýrt brot á fullveldi Úkraínu. 24. júní 2017 23:23 Úkraína orðin örugg Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35
Úkraínumenn óánægðir með heimsókn Pútín á Krímskaga Úkraínsk stjórnvöld segja heimsókn Rússlandsforseta til Krímskaga skýrt brot á fullveldi Úkraínu. 24. júní 2017 23:23
Úkraína orðin örugg Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. 26. ágúst 2017 06:00