Fékk gullverðlaunin loksins afhent 908 dögum síðar Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. nóvember 2019 07:30 Ásdís með gullverðlaunin um hálsinn í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær. Mynd/ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fékk í vikunni gullverðlaunin í kúluvarpi fyrir Smáþjóðaleikana 2017, 908 dögum eftir að keppni lauk. Ásdís, sem er þrefaldur Ólympíufari í spjótkasti, hlaut silfurverðlaun á sínum tíma og þurfti að horfa á eftir gullverðlaununum til Gavriella Fella frá Kýpur en Fella féll á lyfjaprófi og var Ásdísi því úrskurðaður sigur. Með því féll met Fella einnig úr gildi en hún átti besta kast í sögu kúluvarps kvenna á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í San Marínó. Það þýðir einnig að Thelma Kristjánsdóttir náði fjórða sætinu í kúluvarpinu en hana vantaði tæpan metra til að ná í verðlaunasæti. Fella átti besta kastið í San Marínó þegar hún kastaði 15,81 metra en besta kast Ásdísar var 15,39 metrar. Ásdís hefur tekið miklum framförum í kúluvarpi á síðustu árum og bætti fyrr á þessu ári 27 ára gamalt Íslandsmet í kúluvarpi þegar hún átti kast upp á 16,53 metra. Þá á Ásdís einnig Íslandsmetið í kúluvarpi innanhúss sem er 15,96 metrar. Ásdís vann því tvöfalt á Smáþjóðaleikunum eftir að hafa unnið öruggan sigur í spjótkastinu en hún var stödd hér á landi til að halda erindi í Afreksbúðum ÍSÍ þar sem hún sagði frá ferli sínum. ÍSÍ nýtti því tækifærið til að afhenda Ásdísi gullverðlaunin eftir að henni var tilkynnt fyrr á árinu að henni hefði verið úrskurðaður sigur í San Marínó. „Ég fékk að vita af þessu fyrr á árinu og það stóð til að afhenda mér þessi verðlaun fyrr en þetta hentaði vel enda var ég að halda fyrirlestur hjá ÍSÍ. Það var í sumar sem ég sendi silfurverðlaunin aftur heim til Íslands til þess að þau gætu farið til stelpunnar sem lenti í þriðja sæti,“ sagði Ásdís sem býr og æfir í Svíþjóð. „Þetta er auðvitað langt ferli, ef það finnst eitthvert efni þarf að rannsaka það betur og ég veit ekki hvort hún neitaði sök en þetta er auðvitað ekki í lagi. Það á ekki að komast upp með þetta og það er auðvitað grafalvarlegt að hún hafi fallið á lyfjaprófi. Það þarf að taka harkalega á þessum málum þó að ég taki glöð við þessum verðlaunum.“ Gullverðlaunin voru Ásdísi kærkomin enda í fyrsta sinn sem hún vinnur til gullverðlauna á erlendri grund í annarri íþrótt en spjótkasti. Hún hefur um árabil verið ein fremsta frjálsíþróttamanneskja landsins og stefnir á fjórðu Ólympíuleikana í röð í Tókýó næsta sumar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn til gullverðlauna í alþjóðlegu móti í annarri íþróttagrein en spjótkasti. Ég hef fengið silfurverðlaun í kringlukasti á Smáþjóðaleikunum og bronsverðlaun í kúluvarpi á NM unglinga en þetta var fyrsti sigurinn. Þetta er ákveðinn áfangi á ferlinum sem ég er stolt af.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fékk í vikunni gullverðlaunin í kúluvarpi fyrir Smáþjóðaleikana 2017, 908 dögum eftir að keppni lauk. Ásdís, sem er þrefaldur Ólympíufari í spjótkasti, hlaut silfurverðlaun á sínum tíma og þurfti að horfa á eftir gullverðlaununum til Gavriella Fella frá Kýpur en Fella féll á lyfjaprófi og var Ásdísi því úrskurðaður sigur. Með því féll met Fella einnig úr gildi en hún átti besta kast í sögu kúluvarps kvenna á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í San Marínó. Það þýðir einnig að Thelma Kristjánsdóttir náði fjórða sætinu í kúluvarpinu en hana vantaði tæpan metra til að ná í verðlaunasæti. Fella átti besta kastið í San Marínó þegar hún kastaði 15,81 metra en besta kast Ásdísar var 15,39 metrar. Ásdís hefur tekið miklum framförum í kúluvarpi á síðustu árum og bætti fyrr á þessu ári 27 ára gamalt Íslandsmet í kúluvarpi þegar hún átti kast upp á 16,53 metra. Þá á Ásdís einnig Íslandsmetið í kúluvarpi innanhúss sem er 15,96 metrar. Ásdís vann því tvöfalt á Smáþjóðaleikunum eftir að hafa unnið öruggan sigur í spjótkastinu en hún var stödd hér á landi til að halda erindi í Afreksbúðum ÍSÍ þar sem hún sagði frá ferli sínum. ÍSÍ nýtti því tækifærið til að afhenda Ásdísi gullverðlaunin eftir að henni var tilkynnt fyrr á árinu að henni hefði verið úrskurðaður sigur í San Marínó. „Ég fékk að vita af þessu fyrr á árinu og það stóð til að afhenda mér þessi verðlaun fyrr en þetta hentaði vel enda var ég að halda fyrirlestur hjá ÍSÍ. Það var í sumar sem ég sendi silfurverðlaunin aftur heim til Íslands til þess að þau gætu farið til stelpunnar sem lenti í þriðja sæti,“ sagði Ásdís sem býr og æfir í Svíþjóð. „Þetta er auðvitað langt ferli, ef það finnst eitthvert efni þarf að rannsaka það betur og ég veit ekki hvort hún neitaði sök en þetta er auðvitað ekki í lagi. Það á ekki að komast upp með þetta og það er auðvitað grafalvarlegt að hún hafi fallið á lyfjaprófi. Það þarf að taka harkalega á þessum málum þó að ég taki glöð við þessum verðlaunum.“ Gullverðlaunin voru Ásdísi kærkomin enda í fyrsta sinn sem hún vinnur til gullverðlauna á erlendri grund í annarri íþrótt en spjótkasti. Hún hefur um árabil verið ein fremsta frjálsíþróttamanneskja landsins og stefnir á fjórðu Ólympíuleikana í röð í Tókýó næsta sumar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn til gullverðlauna í alþjóðlegu móti í annarri íþróttagrein en spjótkasti. Ég hef fengið silfurverðlaun í kringlukasti á Smáþjóðaleikunum og bronsverðlaun í kúluvarpi á NM unglinga en þetta var fyrsti sigurinn. Þetta er ákveðinn áfangi á ferlinum sem ég er stolt af.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira