United tapaði fyrir Rúnari Má og félögum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 17:45 Rúnar Már Sigurjónsson í baráttunni vísir/getty Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana höfðu betur gegn Manchester United í L-riðli Evrópudeildar UEFA í dag. Manchester United var nú þegar búið að tryggja sig áfram úr riðlinum og Astana var á botni riðilsins án stiga fyrir leikinn. United stillti upp mjög ungu og óreyndu liði en var þó með öll völd á vellinum til að byrja með. Jesse Lingard, sem var fyrirliði United í dag, skoraði fyrsta markið strax á 10. mínútu með laglegu skoti utan teig. Þetta var fyrsta mark Lingard eftir 28 leiki án marks. United átti leikinn í fyrri hálfleik en náði ekki að koma öðru marki í netið. Á 55. mínútu átti Tahith Chong eitt besta færi sem hann mun fá á ferlinum en hann setti boltan yfir markið af nokkurra metra færi. Aðeins mínútu seinna voru heimamenn búnir að jafna. Dmitriy Shomko gerði það með góðu skoti vinstra megin úr teignum. Markið var það fyrsta sem United fær á sig í Evrópudeildinni á tímabilinu. Á 62. mínútu komust heimamenn svo yfir með marki frá Di'Shon Bernard. Ole Gunnar Solskjær var ekki með neina reynslu á bekknum heldur þurftu ungir og óreyndir menn að koma inn og reyna að sækja stig en það gekk ekki, niðurstaðan 2-1 sigur Astana. Evrópudeild UEFA
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana höfðu betur gegn Manchester United í L-riðli Evrópudeildar UEFA í dag. Manchester United var nú þegar búið að tryggja sig áfram úr riðlinum og Astana var á botni riðilsins án stiga fyrir leikinn. United stillti upp mjög ungu og óreyndu liði en var þó með öll völd á vellinum til að byrja með. Jesse Lingard, sem var fyrirliði United í dag, skoraði fyrsta markið strax á 10. mínútu með laglegu skoti utan teig. Þetta var fyrsta mark Lingard eftir 28 leiki án marks. United átti leikinn í fyrri hálfleik en náði ekki að koma öðru marki í netið. Á 55. mínútu átti Tahith Chong eitt besta færi sem hann mun fá á ferlinum en hann setti boltan yfir markið af nokkurra metra færi. Aðeins mínútu seinna voru heimamenn búnir að jafna. Dmitriy Shomko gerði það með góðu skoti vinstra megin úr teignum. Markið var það fyrsta sem United fær á sig í Evrópudeildinni á tímabilinu. Á 62. mínútu komust heimamenn svo yfir með marki frá Di'Shon Bernard. Ole Gunnar Solskjær var ekki með neina reynslu á bekknum heldur þurftu ungir og óreyndir menn að koma inn og reyna að sækja stig en það gekk ekki, niðurstaðan 2-1 sigur Astana.