Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 14:02 Stefán Einar Stefánsson á baráttufundi verkamanna þegar hann var formaður VR. Hann vandar ekki formanni stéttarfélags blaðamanna kveðjurnar í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. Hann segir formann BÍ í engum tengslum við raunveruleikann og samninganefndina ekki heldur. Árvakur sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en þeirra á meðal eru blaðamenn sem starfað hafa í lengri tíma hjá fyrirtækinu. Yfirmaður ljósmyndadeildar, fyrrverandi fréttastjóri, reynslumiklir íþróttamenn og reyndir vefblaðamenn eru á meðal þeirra sem leiddir voru inn í herbergi, einn á fætur öðrum, og tilkynnt um uppsögn. Tímsetning uppsagnanna vekur athygli en félagar í Blaðamannafélagi Íslands eiga í kjaraviðræðum þessa dagana. Samningar hafa verið lausir frá áramótum og ekki sést til lands. Samningafundi blaðamanna í BÍ sem starfa hjá Árvakri, Sýn, Fréttablaðinu og RÚV við Samtök atvinnulífsins lauk um eittleytið í dag án árangurs. Allt stefnir í þriðju verkfallsaðgerð á morgun þar sem vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV leggja niður störf í tólf klukkustundir, frá 10-22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum hafa yfirmenn, kollegar og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl.is sem blöskrað hefur viðbrögðin. Sendu þeir frá sér yfirlýsingu vegna þessa þar sem viðbrögð yfirmanna og kollega voru hörmuð. Að minnsta kosti fimm sem skrifuðu undir yfirlýsinguna misstu störf sín í dag. Blaðamannafélagið hefur stefnt Árvakri vegna meintra brota starfsmanna hjá Árvakri fyrir að hafa gengið í störf vefblaðamanna. Þeirra á meðal er Stefán Einar.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins.Vísir/VilhelmStefán Einar segir Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélags Íslands, hafa fundað með blaðamönnum sem starfa hjá Árvakri á mánudag. „Þar spurði ég hann út í yfirstandandi verkfallsaðgerðir og hvort hann hefði lagt mat á hversu mörg störf gætu tapast vegna þeirra. Meðal spurninga var einnig hvort hann hefði látið framkvæma kostnaðarmat á þeim kröfum sem hann heldur fram gagnvart SA en vill ekki upplýsa okkur blaðamenn um hverjar séu. Svar Hjálmars Jónssonar við fyrstu spurningunni var einfaldlega það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tapast,“ segir Stefán Einar. Í dag hverfi öflugir samstarfsmenn á braut vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Fram hefur komið að tap Árvakurs í fyrra nam tæplega hálfum milljarði króna. „Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki með 12 tíma löngu verkfalli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harðari aðgerðum hefur verið hótað í kjölfarið,“ segir Stefán Einar. „Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að formaður Blaðamannafélagsins er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og því miður virðist sem samninganefnd félagsins sé það ekki heldur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga saklausu fólki frá heimsku þeirra.“Blaðamenn Vísis eru flestir í BÍ þeirra á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. Hann segir formann BÍ í engum tengslum við raunveruleikann og samninganefndina ekki heldur. Árvakur sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en þeirra á meðal eru blaðamenn sem starfað hafa í lengri tíma hjá fyrirtækinu. Yfirmaður ljósmyndadeildar, fyrrverandi fréttastjóri, reynslumiklir íþróttamenn og reyndir vefblaðamenn eru á meðal þeirra sem leiddir voru inn í herbergi, einn á fætur öðrum, og tilkynnt um uppsögn. Tímsetning uppsagnanna vekur athygli en félagar í Blaðamannafélagi Íslands eiga í kjaraviðræðum þessa dagana. Samningar hafa verið lausir frá áramótum og ekki sést til lands. Samningafundi blaðamanna í BÍ sem starfa hjá Árvakri, Sýn, Fréttablaðinu og RÚV við Samtök atvinnulífsins lauk um eittleytið í dag án árangurs. Allt stefnir í þriðju verkfallsaðgerð á morgun þar sem vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV leggja niður störf í tólf klukkustundir, frá 10-22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum hafa yfirmenn, kollegar og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl.is sem blöskrað hefur viðbrögðin. Sendu þeir frá sér yfirlýsingu vegna þessa þar sem viðbrögð yfirmanna og kollega voru hörmuð. Að minnsta kosti fimm sem skrifuðu undir yfirlýsinguna misstu störf sín í dag. Blaðamannafélagið hefur stefnt Árvakri vegna meintra brota starfsmanna hjá Árvakri fyrir að hafa gengið í störf vefblaðamanna. Þeirra á meðal er Stefán Einar.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins.Vísir/VilhelmStefán Einar segir Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélags Íslands, hafa fundað með blaðamönnum sem starfa hjá Árvakri á mánudag. „Þar spurði ég hann út í yfirstandandi verkfallsaðgerðir og hvort hann hefði lagt mat á hversu mörg störf gætu tapast vegna þeirra. Meðal spurninga var einnig hvort hann hefði látið framkvæma kostnaðarmat á þeim kröfum sem hann heldur fram gagnvart SA en vill ekki upplýsa okkur blaðamenn um hverjar séu. Svar Hjálmars Jónssonar við fyrstu spurningunni var einfaldlega það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tapast,“ segir Stefán Einar. Í dag hverfi öflugir samstarfsmenn á braut vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Fram hefur komið að tap Árvakurs í fyrra nam tæplega hálfum milljarði króna. „Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki með 12 tíma löngu verkfalli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harðari aðgerðum hefur verið hótað í kjölfarið,“ segir Stefán Einar. „Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að formaður Blaðamannafélagsins er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og því miður virðist sem samninganefnd félagsins sé það ekki heldur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga saklausu fólki frá heimsku þeirra.“Blaðamenn Vísis eru flestir í BÍ þeirra á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira