„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar Stefánsson, viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu, og Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert.“ Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um færslu Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptablaðamanns á Morgunblaðinu, á Facebook þar sem hann tengir uppsagnir á Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins. Hjálmar segist ekki hafa séð umrædda færslu en að hann hefði ekkert við Stefán Einar að tala. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en í hópi þeirra eru blaðamenn sem hafi starfað hjá fyrirtækinu um margra ára skeið. Hjálmar segir uppsagnirnar hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. „Þetta er því miður framhald á þróun sem hefur verið í gangi síðustu árin. Það er búið að vera viðvarandi tap þarna. Það er þannig að ég er búinn að upplifa þetta alltof oft áður. Það er bara þannig,“ segir Hjálmar.Þriðja vinnustöðvunin á morgun Samninganefnd blaðamanna og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun og lauk honum án samkomulags. Stefnir því allt í vinnustöðvun vefblaðamanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélaginu á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV í tólf tíma, frá 10 til 22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum BÍ hafa yfirmenn, samstarfsmenn og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl. Hafa vefblaðamenn lýst yfir vonbrigðum með vinnubrögð þeirra.Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum.Vísir/VilhelmSkýr skilaboð blaðamanna til sinna atvinnurekanda Um samningafundinn í morgun segir Hjálmar að honum hafi lokið með því að samningsaðilar hafi verið sammála um að vera ósammála. „Það er nýr fundur á þriðjudaginn kemur. Það er óbreytt afstaða hjá þeim. Við erum búin að bera þann kjarasamning undir félagsmenn og honum var hafnað. Þrír fjórðu felldu hann. Við berum ekki sama samninginn upp tvisvar. Það liggur alveg skýrt fyrir skilaboð frá blaðamönnum til sinna atvinnurekanda og óskiljanlegt að menn skuli ekki skilja það,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert.“ Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um færslu Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptablaðamanns á Morgunblaðinu, á Facebook þar sem hann tengir uppsagnir á Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins. Hjálmar segist ekki hafa séð umrædda færslu en að hann hefði ekkert við Stefán Einar að tala. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en í hópi þeirra eru blaðamenn sem hafi starfað hjá fyrirtækinu um margra ára skeið. Hjálmar segir uppsagnirnar hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. „Þetta er því miður framhald á þróun sem hefur verið í gangi síðustu árin. Það er búið að vera viðvarandi tap þarna. Það er þannig að ég er búinn að upplifa þetta alltof oft áður. Það er bara þannig,“ segir Hjálmar.Þriðja vinnustöðvunin á morgun Samninganefnd blaðamanna og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun og lauk honum án samkomulags. Stefnir því allt í vinnustöðvun vefblaðamanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélaginu á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV í tólf tíma, frá 10 til 22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum BÍ hafa yfirmenn, samstarfsmenn og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl. Hafa vefblaðamenn lýst yfir vonbrigðum með vinnubrögð þeirra.Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum.Vísir/VilhelmSkýr skilaboð blaðamanna til sinna atvinnurekanda Um samningafundinn í morgun segir Hjálmar að honum hafi lokið með því að samningsaðilar hafi verið sammála um að vera ósammála. „Það er nýr fundur á þriðjudaginn kemur. Það er óbreytt afstaða hjá þeim. Við erum búin að bera þann kjarasamning undir félagsmenn og honum var hafnað. Þrír fjórðu felldu hann. Við berum ekki sama samninginn upp tvisvar. Það liggur alveg skýrt fyrir skilaboð frá blaðamönnum til sinna atvinnurekanda og óskiljanlegt að menn skuli ekki skilja það,“ segir Hjálmar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39