Harma uppsagnir íþróttafréttamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 17:06 Stór hluti félaga í samtökum íþróttafréttamanna sem ferðaðist til Rússlands sumarið 2018 til að fylgjast með gengi Íslands á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna harmar uppsagnir þriggja blaðamanna hjá Árvakri og eins hjá Sýn sem hafa átt sér stað í dag og í október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Guðmundur Hilmarsson, Ívar Benediktsson og Sindri Sverrisson misstu vinnuna hjá Árvakri í dag en með uppsögnunum hverfur hálf íþróttadeild Morgunblaðsins og Mbl.is á einu bretti. Þá var Herði Magnússyni, íþróttafréttamanni og lýsanda hjá Sýn, sagt upp í október. „Allir þessir fréttamenn eru mjög færir í sínu starfi og íþróttaumfjöllun í landinu mikilvægir en samanlagt hafa þeir um 80 ára reynslu í faginu. Einnig hafa þeir flestir komið með einum eða öðrum hætti beint að starfi Samtaka íþróttafréttamanna og verið lykilmenn í stéttinni um árabil,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrir uppsagnirnar hafi félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna verið 29 en þeim hafi sem betur fer farið fjölgandi á undanförnum árum eftir hrun. Lægst var félagatalan 17 í kringum hrunið. Að óbreyttu hafi Samtök íþróttafréttamanna nú misst tæp fjórtán prósent félagsmanna sinna á einum mánuði. „Þessar uppsagnir sanna það sem blaðamenn hafa alltaf vitað, að starfsöryggi þeirra er lítið sem ekkert. Samtök íþróttafréttamanna standa heilshugar með sínu fólki og vona að fleiri uppsagnir séu ekki á döfinni hjá stéttinni. Hún má ekki við því.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08 Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna harmar uppsagnir þriggja blaðamanna hjá Árvakri og eins hjá Sýn sem hafa átt sér stað í dag og í október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Guðmundur Hilmarsson, Ívar Benediktsson og Sindri Sverrisson misstu vinnuna hjá Árvakri í dag en með uppsögnunum hverfur hálf íþróttadeild Morgunblaðsins og Mbl.is á einu bretti. Þá var Herði Magnússyni, íþróttafréttamanni og lýsanda hjá Sýn, sagt upp í október. „Allir þessir fréttamenn eru mjög færir í sínu starfi og íþróttaumfjöllun í landinu mikilvægir en samanlagt hafa þeir um 80 ára reynslu í faginu. Einnig hafa þeir flestir komið með einum eða öðrum hætti beint að starfi Samtaka íþróttafréttamanna og verið lykilmenn í stéttinni um árabil,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrir uppsagnirnar hafi félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna verið 29 en þeim hafi sem betur fer farið fjölgandi á undanförnum árum eftir hrun. Lægst var félagatalan 17 í kringum hrunið. Að óbreyttu hafi Samtök íþróttafréttamanna nú misst tæp fjórtán prósent félagsmanna sinna á einum mánuði. „Þessar uppsagnir sanna það sem blaðamenn hafa alltaf vitað, að starfsöryggi þeirra er lítið sem ekkert. Samtök íþróttafréttamanna standa heilshugar með sínu fólki og vona að fleiri uppsagnir séu ekki á döfinni hjá stéttinni. Hún má ekki við því.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08 Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08
Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39
„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48
Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02