Dagurinn þegar allt verður brjálað Elín Albertsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 08:15 Svartur föstudagur hefur nú fest sig í sessi víða um heim og á mörgum stöðum er hægt að gera mjög góð kaup. NORDICPHOTOS/GETTY Svartur föstudagur hefur markað upphaf jólaverslunar í Bandaríkjunum frá árinu 1951. Dagurinn er alltaf fjórði föstudagur í nóvember og miðast við þakkargjörðarhátíðina sem er fjórða fimmtudag í nóvember. Verslunareigendur í Bandaríkjunum hafa haft þann sið að opna búðir sínar eldsnemma daginn eftir „Thanksgiving“ og fólk hefur ekki hikað við að mæta snemma í röð þann dag til að ná í góðar vörur með miklum afslætti. Sumir viðskiptavinir láta sig hafa það að gista í tjöldum fyrir framan verslanir til að komast sem fyrst inn þegar opnað er. Sömuleiðis hefur það færst í vöxt að verslanir séu opnaðar strax að kvöldi þakkargjörðarhátíðarinnar. Þessi bandaríski siður hefur færst til annarra landa og stærstu verslanakeðjur í Englandi, Frakklandi, á Ítalíu og víða í Evrópu hafa tekið hann upp. Verslanir á Norðurlöndum eru þar engin undantekning. Ástæðan er gríðargóður afsláttur og tilboð sem gilda aðeins þennan dag. Sögulega þótti ekki við hæfi að auglýsa jólavarning fyrr en eftir að þakkargjörðarhátíðinni í Bandaríkjunum, sem sameinar alla Bandaríkjamenn, var lokið og er þessi tilboðsdagur viðbragð kaupmanna til þess að koma jólaversluninni af stað af krafti.Rauðar eða svartar tölur Svarta viðurnefnið á deginum á sér ýmsar skýringar. Ein er sú að á þessum degi breyttust hagnaðartölur verslana úr rauðu sem þýðir mínus yfir í svart sem þýðir að þær séu í plús og önnur eldri skýring segir að liturinn vísi til þess að verkamenn hafi stundað að tilkynna veikindi þennan dag til að ná sér í fjögurra daga helgi en föstudagurinn eftir þakkargjörðardaginn er ekki opinber frídagur og þar af leiðandi ekki rauður dagur í dagatalinu heldur svartur.Aðrir segja að það vísi í umferðaröngþveitið sem skapast þegar allir flykkjast í verslanir til að ná sér í jólagjafir á góðu verði. Árið 1966 sást þetta nafn, „Black Friday“, fyrst á prenti og varð þekkt eftir það. Lögreglumenn í Philadelphiu notuðu hugtakið til að vara við umferðaröngþveiti. Bandaríkjamenn flykkjast á heimaslóðir á þakkargjörðarhátíðinni og mikil umferð verður að jafnaði daginn eftir þegar allir halda heim á leið aftur eða í verslanir til að gera góð kaup. „Black Friday“ markar í dag upphaf jólaverslunar víða um heim. Jólaverslunin hefst ekki fyrr en fimm vikum fyrir jól í Bandaríkjunum en þá spýtir fólk líka heldur betur í lófana.Ódýri mánudagurinn Með breyttum áherslum í verslun sem hefur verið að færast mikið inn á netið hefur stór kúfur færst frá svarta föstudeginum yfir í netverslun mánudaginn á eftir sem hefur fengið nafnið „Cyber Monday“. Netmánudagurinn er svar minni seljenda við föstudeginum svarta og er mest keypt af fatnaði og tískuvörum þann dag og mun meira en á föstudeginum. Bent hefur verið á að eins og með aðra afslætti borgi sig ávallt að athuga hversu mikill afslátturinn er í raun og veru með því að bera saman fyrra verð á vörum og verð með afslætti á stórtilboðsdögum og ekki láta glepjast af smitandi kaupgleðinni. Hérlendis hefur svartur föstudagur eða „Black Friday“ náð æ meiri fótfestu og má nú sjá hans stað í ýmsum vörutegundum eins og húsgagna- og raftækjaverslunum, bókabúðum, verkfærabúðum, blómabúðum og fataverslunum svo eitthvað sé nefnt.Glæsilegar skrúðgöngur Stórverslanir í Kanada og Bandaríkjunum hafa skapað sér ákveðna siði í kringum þakkargjörðardaginn. Árið 1905 efndi kanadíska stórverslunin Eaton til skrúðgöngu um miðborg Toronto þar sem jólasveinn kom akandi á sleða. Skrúðgangan varð árlegur viðburður og árið 1913 drógu átta lifandi hreindýr sleða jólasveinsins. Árið 1924 varð skrúðganga Eaton stórversluninni Macy’s í New York innblástur til að gera slíkt hið saman. Macy’s skrúðgangan er núna orðin ein sú stærsta og flottasta í heiminum, mikill íburður í vögnunum og frægustu Hollywoodstjörnur taka þátt. Margir koma til New York um þakkargjörðarhátíðina til að horfa á skrúðgönguna og versla síðan á „Black Friday“.Skrúðganga er ávallt farin um þetta leyti frá Macy’s stórversluninni í New York. Mikið er lagt í gönguna sem dregur að sér mikinn fjölda áhorfenda.Alltaf fjórða fimmtudag Árið 1939 í kreppunni miklu í Bandaríkjunum kom þakkargjörðardagurinn upp í fimmtu viku nóvember. Verslunareigendur báðu Fraklin D. Roosevelt forseta um að flytja daginn til fimmtudagsins á undan því þeir voru hræddir um að jólaverslunartímabilið yrði of stutt. Beiðnin kom frá forsetanum í lok október sem var of seint því flestir höfðu þegar gert áætlanir fyrir hátíðina. Fólk varð bálreitt og kallaði daginn „Franksgiving“. Aðeins 25 ríki Bandaríkjanna ákváðu að færa daginn en Texas og Colorado héldu tvo hátíðisdaga sem neyddu fyrirtæki til að gefa starfsmönnum tvo frídaga í staðinn fyrir einn. Árið 1941 voru samþykkt lög um að þakkargjörðardagurinn yrði alltaf fjórði fimmtudagur í nóvember og þannig hefur það haldist.Milljónir kalkúna Í gær fögnuðu Bandaríkjamenn hátíðinni en hefð er fyrir því að borða kalkún á þessum degi. Kannanir sýna að um 46 milljónir kalkúna séu borðaðir þennan dag og hver þeirra vegur um það bil 13 kíló. Þá eru ótaldar kartöflur, sætar kartöflur og trönuberjasósa sem fylgir ávallt með. Flestir Bandaríkjamenn borða graskersböku í eftirrétt og í öðru sæti er eplabaka eða pekanbaka. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Svartur föstudagur hefur markað upphaf jólaverslunar í Bandaríkjunum frá árinu 1951. Dagurinn er alltaf fjórði föstudagur í nóvember og miðast við þakkargjörðarhátíðina sem er fjórða fimmtudag í nóvember. Verslunareigendur í Bandaríkjunum hafa haft þann sið að opna búðir sínar eldsnemma daginn eftir „Thanksgiving“ og fólk hefur ekki hikað við að mæta snemma í röð þann dag til að ná í góðar vörur með miklum afslætti. Sumir viðskiptavinir láta sig hafa það að gista í tjöldum fyrir framan verslanir til að komast sem fyrst inn þegar opnað er. Sömuleiðis hefur það færst í vöxt að verslanir séu opnaðar strax að kvöldi þakkargjörðarhátíðarinnar. Þessi bandaríski siður hefur færst til annarra landa og stærstu verslanakeðjur í Englandi, Frakklandi, á Ítalíu og víða í Evrópu hafa tekið hann upp. Verslanir á Norðurlöndum eru þar engin undantekning. Ástæðan er gríðargóður afsláttur og tilboð sem gilda aðeins þennan dag. Sögulega þótti ekki við hæfi að auglýsa jólavarning fyrr en eftir að þakkargjörðarhátíðinni í Bandaríkjunum, sem sameinar alla Bandaríkjamenn, var lokið og er þessi tilboðsdagur viðbragð kaupmanna til þess að koma jólaversluninni af stað af krafti.Rauðar eða svartar tölur Svarta viðurnefnið á deginum á sér ýmsar skýringar. Ein er sú að á þessum degi breyttust hagnaðartölur verslana úr rauðu sem þýðir mínus yfir í svart sem þýðir að þær séu í plús og önnur eldri skýring segir að liturinn vísi til þess að verkamenn hafi stundað að tilkynna veikindi þennan dag til að ná sér í fjögurra daga helgi en föstudagurinn eftir þakkargjörðardaginn er ekki opinber frídagur og þar af leiðandi ekki rauður dagur í dagatalinu heldur svartur.Aðrir segja að það vísi í umferðaröngþveitið sem skapast þegar allir flykkjast í verslanir til að ná sér í jólagjafir á góðu verði. Árið 1966 sást þetta nafn, „Black Friday“, fyrst á prenti og varð þekkt eftir það. Lögreglumenn í Philadelphiu notuðu hugtakið til að vara við umferðaröngþveiti. Bandaríkjamenn flykkjast á heimaslóðir á þakkargjörðarhátíðinni og mikil umferð verður að jafnaði daginn eftir þegar allir halda heim á leið aftur eða í verslanir til að gera góð kaup. „Black Friday“ markar í dag upphaf jólaverslunar víða um heim. Jólaverslunin hefst ekki fyrr en fimm vikum fyrir jól í Bandaríkjunum en þá spýtir fólk líka heldur betur í lófana.Ódýri mánudagurinn Með breyttum áherslum í verslun sem hefur verið að færast mikið inn á netið hefur stór kúfur færst frá svarta föstudeginum yfir í netverslun mánudaginn á eftir sem hefur fengið nafnið „Cyber Monday“. Netmánudagurinn er svar minni seljenda við föstudeginum svarta og er mest keypt af fatnaði og tískuvörum þann dag og mun meira en á föstudeginum. Bent hefur verið á að eins og með aðra afslætti borgi sig ávallt að athuga hversu mikill afslátturinn er í raun og veru með því að bera saman fyrra verð á vörum og verð með afslætti á stórtilboðsdögum og ekki láta glepjast af smitandi kaupgleðinni. Hérlendis hefur svartur föstudagur eða „Black Friday“ náð æ meiri fótfestu og má nú sjá hans stað í ýmsum vörutegundum eins og húsgagna- og raftækjaverslunum, bókabúðum, verkfærabúðum, blómabúðum og fataverslunum svo eitthvað sé nefnt.Glæsilegar skrúðgöngur Stórverslanir í Kanada og Bandaríkjunum hafa skapað sér ákveðna siði í kringum þakkargjörðardaginn. Árið 1905 efndi kanadíska stórverslunin Eaton til skrúðgöngu um miðborg Toronto þar sem jólasveinn kom akandi á sleða. Skrúðgangan varð árlegur viðburður og árið 1913 drógu átta lifandi hreindýr sleða jólasveinsins. Árið 1924 varð skrúðganga Eaton stórversluninni Macy’s í New York innblástur til að gera slíkt hið saman. Macy’s skrúðgangan er núna orðin ein sú stærsta og flottasta í heiminum, mikill íburður í vögnunum og frægustu Hollywoodstjörnur taka þátt. Margir koma til New York um þakkargjörðarhátíðina til að horfa á skrúðgönguna og versla síðan á „Black Friday“.Skrúðganga er ávallt farin um þetta leyti frá Macy’s stórversluninni í New York. Mikið er lagt í gönguna sem dregur að sér mikinn fjölda áhorfenda.Alltaf fjórða fimmtudag Árið 1939 í kreppunni miklu í Bandaríkjunum kom þakkargjörðardagurinn upp í fimmtu viku nóvember. Verslunareigendur báðu Fraklin D. Roosevelt forseta um að flytja daginn til fimmtudagsins á undan því þeir voru hræddir um að jólaverslunartímabilið yrði of stutt. Beiðnin kom frá forsetanum í lok október sem var of seint því flestir höfðu þegar gert áætlanir fyrir hátíðina. Fólk varð bálreitt og kallaði daginn „Franksgiving“. Aðeins 25 ríki Bandaríkjanna ákváðu að færa daginn en Texas og Colorado héldu tvo hátíðisdaga sem neyddu fyrirtæki til að gefa starfsmönnum tvo frídaga í staðinn fyrir einn. Árið 1941 voru samþykkt lög um að þakkargjörðardagurinn yrði alltaf fjórði fimmtudagur í nóvember og þannig hefur það haldist.Milljónir kalkúna Í gær fögnuðu Bandaríkjamenn hátíðinni en hefð er fyrir því að borða kalkún á þessum degi. Kannanir sýna að um 46 milljónir kalkúna séu borðaðir þennan dag og hver þeirra vegur um það bil 13 kíló. Þá eru ótaldar kartöflur, sætar kartöflur og trönuberjasósa sem fylgir ávallt með. Flestir Bandaríkjamenn borða graskersböku í eftirrétt og í öðru sæti er eplabaka eða pekanbaka.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira