Íslandspóstur tilbúinn með lausn fyrir dreifingu á áfengi Þorsteinn Friðriksson skrifar 29. nóvember 2019 06:15 Birgir Jónsson leiðir þessa dagana miklar breytingar á rekstri Íslandspósts. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Viðskipti Íslandspóstur er tilbúinn með örugga lausn fyrir dreifingu á áfengi ef lagaramminn utan um netverslun með áfengi breytist á næsta ári. Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við fréttum af áformunum fórum við af stað og teiknuðum upp lausn. Í henni felst að við getum dreift áfengi í gegnum dreifikerfið okkar með skjótum hætti, séð til þess að viðtakandinn sé sá sami og pantaði, og gengið úr skugga um að hann sé yfir aldurstakmarkinu,“ segir Birgir sem tók við sem forstjóri Íslandspósts í byrjun sumars. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári sem heimilar kaup á áfengi í netverslunum hér á landi án aðkomu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki einungis heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum og þarf þá að greiða virðisaukaskatt og áfengisgjald. „Við erum tilbúin að ríða á vaðið ef lögin breytast. Það er mikil gróska hér innanhúss og starfsmenn eru að hugsa í lausnum,“ segir Birgir. Eins og greint var frá í Markaðinum í vikunni er árangurinn af hagræðingu Íslandspósts að koma í ljós. Útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Birgir segir að viðsnúningi hafi verið náð á sama tíma og þjónusta við viðskiptavini hafi verið stóraukin. Íslandspóstur hefur til að mynda þróað ýmsar nýjungar í þjónustu við netverslanir og býður nú upp á heimsendingu samdægurs. Þá hefur verið þróuð lausn til að dreifa matvörum úr verslunum innan nokkurra klukkustunda. „Það sem við gerðum var að við settumst niður og fórum að hlusta. Við erum búin að vera í miklu samtali við netverslanir og viðskiptavini þeirra á síðustu mánuðum. Það var haldinn góður fundur með um 70 eigendum netverslana og einnig höfum við fylgst með umræðum um þjónustu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Út úr þessu gátum við greint hvaða þjónustuþætti þyrfti að bæta og með hvaða hætti.“ Íslandspóstur mun setja upp nærri 50 ný póstbox um allt land og hefst uppsetning næsta vor. Þá geta viðskiptavinir valið mun fleiri þjónustustaði en verið hefur. Eins og staðan er í dag er Pósturinn ekki með nein póstbox á landsbyggðinni. Mikil áhersla verður lögð á sjálfsafgreiðslu. „Lykillinn að þessu eru stafrænar lausnir en allar fjárfestingar okkar á næsta ári munu snúast um stafræna þjónustu og þróun,“ segir Birgir. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Viðskipti Íslandspóstur er tilbúinn með örugga lausn fyrir dreifingu á áfengi ef lagaramminn utan um netverslun með áfengi breytist á næsta ári. Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við fréttum af áformunum fórum við af stað og teiknuðum upp lausn. Í henni felst að við getum dreift áfengi í gegnum dreifikerfið okkar með skjótum hætti, séð til þess að viðtakandinn sé sá sami og pantaði, og gengið úr skugga um að hann sé yfir aldurstakmarkinu,“ segir Birgir sem tók við sem forstjóri Íslandspósts í byrjun sumars. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári sem heimilar kaup á áfengi í netverslunum hér á landi án aðkomu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki einungis heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum og þarf þá að greiða virðisaukaskatt og áfengisgjald. „Við erum tilbúin að ríða á vaðið ef lögin breytast. Það er mikil gróska hér innanhúss og starfsmenn eru að hugsa í lausnum,“ segir Birgir. Eins og greint var frá í Markaðinum í vikunni er árangurinn af hagræðingu Íslandspósts að koma í ljós. Útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Birgir segir að viðsnúningi hafi verið náð á sama tíma og þjónusta við viðskiptavini hafi verið stóraukin. Íslandspóstur hefur til að mynda þróað ýmsar nýjungar í þjónustu við netverslanir og býður nú upp á heimsendingu samdægurs. Þá hefur verið þróuð lausn til að dreifa matvörum úr verslunum innan nokkurra klukkustunda. „Það sem við gerðum var að við settumst niður og fórum að hlusta. Við erum búin að vera í miklu samtali við netverslanir og viðskiptavini þeirra á síðustu mánuðum. Það var haldinn góður fundur með um 70 eigendum netverslana og einnig höfum við fylgst með umræðum um þjónustu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Út úr þessu gátum við greint hvaða þjónustuþætti þyrfti að bæta og með hvaða hætti.“ Íslandspóstur mun setja upp nærri 50 ný póstbox um allt land og hefst uppsetning næsta vor. Þá geta viðskiptavinir valið mun fleiri þjónustustaði en verið hefur. Eins og staðan er í dag er Pósturinn ekki með nein póstbox á landsbyggðinni. Mikil áhersla verður lögð á sjálfsafgreiðslu. „Lykillinn að þessu eru stafrænar lausnir en allar fjárfestingar okkar á næsta ári munu snúast um stafræna þjónustu og þróun,“ segir Birgir.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira