Erlent

Forsætisráðherra Íraks tilkynnir um afsögn sína

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessi íraski mótmælandi fagnaði afsögninni í dag.
Þessi íraski mótmælandi fagnaði afsögninni í dag. Vísir/AP
Forsætisráðherra Íraks tilkynnti um afsögn sína í dag. Hún kemur í kjölfar háværra mótmæla í landinu og vantraustsyfirlýsingu eins æðsta klerks landsins.

Írakar hafa mótmælt ríkisstjórn Adels Abdul Mahdi forsætisráðherra, misskiptingu auðs og spillingu í stjórnkerfi landsins að undanförnu og hefur mótmælendahreyfingin nú unnið ákveðinn sigur því Mahdi er á útleið. Aðdragandi afsagnarinnar var þó þyrnum stráðum en frá upphafi októbermánaðar hafa fjögur hundruð mótmælendur verið myrtir. Gærdagurinn var sá blóðugasti en her og lögregla felldu fjörutíu, flesta í borginni Nasiriyah.

Ahmed al-Safi, talsmaður Ali al-Sistani, eins valdamesta sjíaklerks landsins, sagði klerkinn fordæmda ofbeldið í morgun og höfðaði til samvisku þingmanna. Bað þá um að endurskoða stuðning sinn við Mahdi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×