Ósáttur við leigubílafrumvarp sem opnar dyrnar fyrir Uber og lyft Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2019 22:30 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama. Vísir/Friðrik Þór Stöðvarskylda og fjöldatakmarkanir eru afnumdar í leigubílafrumvarpi samgönguráðherra sem opnar á farveitur á borð við Uber og Lyft. Leigubílstjórar eru ekki hrifnir af frumvarpinu. Frumvarpinu er ætlað að tryggja gott aðgengi, hagkvæmari og öruggari leigubílaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi. Eftirlitsstofnun EFTA taldi líkur á að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem fara gegn EES-samningnum. Því eru stöðvarskylda og aðgangstakmarkanir afnumdar verði frumvarpið að lögum sem tækju gildi í júlí árið 2021. Formaður bifreiðastjórafélagsins Frama segir glapræði að afnema aðgangstakmarkanir. „Það er komin reynsla af slíku á Norðurlöndum, Finnlandi til dæmis, líka Hollandi, þar sem leigubifreiðamarkaður hefur verið opnaður. Þar hefur þjónustan versnað og verðið hækkað.“ Afnám stöðvaskyldu er einnig slæm hugmynd því stöðvarnar hafa eftirlit með bílstjórum. „Þegar farþegar þurfa að leita til stöðva út af töpuðum hlutum eða fólk er einfaldlega týnt. Börn eru send með leigubílum, aldraðir. Svo hefur fólk sem er gleymið tekið leigubíla án þess að vita af því, hvert ætla aðstandendur þá að snúa sér?“ Með frumvarpinu eru stigin skref sem gera farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér. Þurfa þær að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum verður gert. Bílstjórar farveita þurfa að hafa gilt rekstrarleyfi og gilt atvinnuleyfi. Daníel vonar að frumvarpið verði endurskoðað. „Og taka tillit til þess að það eru ekki við nokkrir leigubílstjórar sem munu hljóta sakaðan af, heldur almenningur sem mun hljóta skaða af verri þjónustu.“ Leigubílar Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Stöðvarskylda og fjöldatakmarkanir eru afnumdar í leigubílafrumvarpi samgönguráðherra sem opnar á farveitur á borð við Uber og Lyft. Leigubílstjórar eru ekki hrifnir af frumvarpinu. Frumvarpinu er ætlað að tryggja gott aðgengi, hagkvæmari og öruggari leigubílaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi. Eftirlitsstofnun EFTA taldi líkur á að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem fara gegn EES-samningnum. Því eru stöðvarskylda og aðgangstakmarkanir afnumdar verði frumvarpið að lögum sem tækju gildi í júlí árið 2021. Formaður bifreiðastjórafélagsins Frama segir glapræði að afnema aðgangstakmarkanir. „Það er komin reynsla af slíku á Norðurlöndum, Finnlandi til dæmis, líka Hollandi, þar sem leigubifreiðamarkaður hefur verið opnaður. Þar hefur þjónustan versnað og verðið hækkað.“ Afnám stöðvaskyldu er einnig slæm hugmynd því stöðvarnar hafa eftirlit með bílstjórum. „Þegar farþegar þurfa að leita til stöðva út af töpuðum hlutum eða fólk er einfaldlega týnt. Börn eru send með leigubílum, aldraðir. Svo hefur fólk sem er gleymið tekið leigubíla án þess að vita af því, hvert ætla aðstandendur þá að snúa sér?“ Með frumvarpinu eru stigin skref sem gera farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér. Þurfa þær að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum verður gert. Bílstjórar farveita þurfa að hafa gilt rekstrarleyfi og gilt atvinnuleyfi. Daníel vonar að frumvarpið verði endurskoðað. „Og taka tillit til þess að það eru ekki við nokkrir leigubílstjórar sem munu hljóta sakaðan af, heldur almenningur sem mun hljóta skaða af verri þjónustu.“
Leigubílar Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira