Harden gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Magnaðar tölur hjá honum í nótt en Russel Westbrook bætti við 26 stigum.
Houston hefur farið vel af stað á leiktíðinni en liðið er með sex sigra í fyrstu níu leikjunum. Gengið hefur hins vegar verið verra hjá Chicago sem er einungis með þrjá sigra í fyrstu tíu leikjunum.
@JHarden13 erupts for 42 PTS, 10 REB, 9 AST in the @HoustonRockets' win vs. Chicago! #OneMissionpic.twitter.com/pEqLRTWE9V
— NBA (@NBA) November 10, 2019
Annað lið sem er í vandræðum er Golden State Warriors. Í nótt töpuðu töpuðu þeir 114-108 fyrir Oklahoma en þetta var þriðja tap í röð og áttunda á tímabilinu í tíu leikjum.
D'Angelo Russell var stigahæstur hjá Warriors með 30 stig en Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 21 stig í jöfnu liði Oklahoma. Oklahoma með fjóra sigra í níu leikjum.
D-Lo (30 PTS) banks it home to beat the 3rd Q buzzer! #DubNationpic.twitter.com/ipjPR8zflR
— NBA (@NBA) November 10, 2019
Sigurganga Boston heldur svo áfram en í nótt unnu þeir 20 stiga sigur á San Antonio, 135-115. Þetta var sjöundi sigur Boston í röð.
Öll úrslit næturinnar:
Boston - San Antonio 135-115
New Orleans - Charlotte 115-110
Houston - Chicago 117-94
Golden State - Oklahoma 108-114
Dallas - Memphis 138-122