Landvernd leitar réttar síns vegna farþegastyrkja WOW Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 18:00 Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, segir miður að farsælt samstarf endi í slíkum deilum. Vísir Umhverfisverndarsamtökin Landvernd ætla að leita réttar síns vegna styrkja sem safnað var fyrir samtökin í flugferðum WOW air og skiluðu sér ekki eftir fall flugfélagsins. Tryggvi Felixson, formaður samtakanna, segir stjórnina ekki hafa séð aðrar leiðir færar en að vísa málinu til lögfræðings Landverndar. Fyrr í sumar greindi Vísir frá því að farþegastyrkir síðasta árs hefðu ekki skilað sér til samtakanna, en sé tekið mið af afhendingardegi síðasta árs hefðu styrkirnir átt að skila sér í byrjun aprílmánaðar. Fyrsta árið söfnuðust 17,9 milljónir frá farþegum og flugfélaginu sem áttu að renna óskertar til mikilvægra umhverfisverkefna hér á landi.Sjá einnig: Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í árMálið var tekið fyrir hjá stjórn samtakanna og töldu þau einungis rétt að leitast eftir því að peningurinn myndi skila sér til samtakanna. Farþegarnir hafi gefið peninginn í þeim tilgangi að hann myndi skila sér til Landverndar. „Við teljum að það sé ekki heiðarlegt gagnvart þeim sem gáfu þetta fé að við förum eitthvað að draga lappirnar með það að finna leiðir svo það renni í þann farveg sem það átti að fara,“ segir Tryggvi í samtali við Vísi. Það hafi þó ekki verið fyrsti kostur að samtökin myndu leita réttar síns í gegnum málaferli. „Þetta er svolítið siðferðileg spurning fyrir okkur í stjórninni, við hefðum helst viljað ljúka þessu máli án leiðinda en við sáum ekki fram á að okkur værir stætt á því, því miður.“ Frá afhendingu söfnunarfés árið 2017 til 2018. Það reyndist vera í fyrsta og síðasta skiptið sem söfnunarfé frá WOW air var afhent.WOW airHefðu viljað leysa málið á annan hátt Tryggvi segir erfitt að áætla hversu mikið fé hefði átt að skila sér til samtakanna frá WOW air en þau telja að samtökin hafi átt von á allt að átta milljónum, enda var fyrirkomulag söfnunarinnar þannig að flugfélagið sjálft styrkti Landvernd um sömu upphæð og hafði safnast frá farþegum. Eftir fall WOW air gerði Landvernd kröfu í þrotabú félagsins þegar ljóst var að söfnunarféð hefði ekki, og myndi að öllum líkindum ekki skila sér. Tryggvi tók við sem formaður Landverndar í maímánuði og var í kjölfarið upplýstur um stöðu mála. Hann segir málið ekki vera auðvelt, enda hafði samstarf flugfélagsins og Landverndar hingað til verið farsælt. Skúli Mogensen hafi viljað samtökunum vel og WOW air veitti þeim góðan stuðning í gegnum þeirra samstarf. Hins vegar sé staðan í dag sú að samtökin sáu sér ekki annað fært en að leita allra tiltækra leiða til þess að fá það fé sem þeim var ætlað. „Við erum þakklát fyrir þann mikla velvilja en við sáum ekki annað fært en að láta þetta ganga þessa eðlilegu leið í svona málum. Við hefðum gjarnan viljað leysa þetta öðruvísi.“ Dómsmál Umhverfismál WOW Air Tengdar fréttir Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. 5. júlí 2019 15:00 Foreldrafélög, leikskólar og framhaldsskólar eiga inni pening hjá WOW Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2019 22:16 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd ætla að leita réttar síns vegna styrkja sem safnað var fyrir samtökin í flugferðum WOW air og skiluðu sér ekki eftir fall flugfélagsins. Tryggvi Felixson, formaður samtakanna, segir stjórnina ekki hafa séð aðrar leiðir færar en að vísa málinu til lögfræðings Landverndar. Fyrr í sumar greindi Vísir frá því að farþegastyrkir síðasta árs hefðu ekki skilað sér til samtakanna, en sé tekið mið af afhendingardegi síðasta árs hefðu styrkirnir átt að skila sér í byrjun aprílmánaðar. Fyrsta árið söfnuðust 17,9 milljónir frá farþegum og flugfélaginu sem áttu að renna óskertar til mikilvægra umhverfisverkefna hér á landi.Sjá einnig: Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í árMálið var tekið fyrir hjá stjórn samtakanna og töldu þau einungis rétt að leitast eftir því að peningurinn myndi skila sér til samtakanna. Farþegarnir hafi gefið peninginn í þeim tilgangi að hann myndi skila sér til Landverndar. „Við teljum að það sé ekki heiðarlegt gagnvart þeim sem gáfu þetta fé að við förum eitthvað að draga lappirnar með það að finna leiðir svo það renni í þann farveg sem það átti að fara,“ segir Tryggvi í samtali við Vísi. Það hafi þó ekki verið fyrsti kostur að samtökin myndu leita réttar síns í gegnum málaferli. „Þetta er svolítið siðferðileg spurning fyrir okkur í stjórninni, við hefðum helst viljað ljúka þessu máli án leiðinda en við sáum ekki fram á að okkur værir stætt á því, því miður.“ Frá afhendingu söfnunarfés árið 2017 til 2018. Það reyndist vera í fyrsta og síðasta skiptið sem söfnunarfé frá WOW air var afhent.WOW airHefðu viljað leysa málið á annan hátt Tryggvi segir erfitt að áætla hversu mikið fé hefði átt að skila sér til samtakanna frá WOW air en þau telja að samtökin hafi átt von á allt að átta milljónum, enda var fyrirkomulag söfnunarinnar þannig að flugfélagið sjálft styrkti Landvernd um sömu upphæð og hafði safnast frá farþegum. Eftir fall WOW air gerði Landvernd kröfu í þrotabú félagsins þegar ljóst var að söfnunarféð hefði ekki, og myndi að öllum líkindum ekki skila sér. Tryggvi tók við sem formaður Landverndar í maímánuði og var í kjölfarið upplýstur um stöðu mála. Hann segir málið ekki vera auðvelt, enda hafði samstarf flugfélagsins og Landverndar hingað til verið farsælt. Skúli Mogensen hafi viljað samtökunum vel og WOW air veitti þeim góðan stuðning í gegnum þeirra samstarf. Hins vegar sé staðan í dag sú að samtökin sáu sér ekki annað fært en að leita allra tiltækra leiða til þess að fá það fé sem þeim var ætlað. „Við erum þakklát fyrir þann mikla velvilja en við sáum ekki annað fært en að láta þetta ganga þessa eðlilegu leið í svona málum. Við hefðum gjarnan viljað leysa þetta öðruvísi.“
Dómsmál Umhverfismál WOW Air Tengdar fréttir Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. 5. júlí 2019 15:00 Foreldrafélög, leikskólar og framhaldsskólar eiga inni pening hjá WOW Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2019 22:16 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Sjá meira
Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. 5. júlí 2019 15:00
Foreldrafélög, leikskólar og framhaldsskólar eiga inni pening hjá WOW Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2019 22:16
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“