Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Björn Þorfinnsson skrifar 11. nóvember 2019 06:15 Ummæli aðkeypts mannauðsráðgjafa um starfsmenn vinnuvéladeildar ollu mikilli reiði. Fréttablaðið/Anton Brink Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu að undanförnu hefur mikil óánægja kraumað meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Starfsandi er mjög slæmur og telja margir starfsmenn að stjórnendur komi illa fram við annað starfsfólk. Þannig var niðurstaða nýlegrar könnunar meðal starfsmanna að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti í starfi. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, gekkst við þessum vandamálum í svörum til Fréttablaðsins en sagði að hluti af vandamálinu væri að stofnunin væri að gangast undir umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem ekki allir væru sáttir með. Þá hefðu stjórnendur gripið til margs konar aðgerða til þess að lægja öldurnar. Meðal annars eflt viðbragðsáætlanir vegna eineltistilvika, samið við sálfræðistofu um að starfsmenn gætu leitað þangað, skipulagt samskiptavinnustofu og samþykkt nýja mannauðsáætlun. Eitt atvik sem hefur dregið dilk á eftir sér var þegar mannauðsráðgjafi og einn eigenda almannatengslafyrirtækisins Attentus var látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna höfðu kvartað undan framkomu ráðgjafans. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Hin umdeildu ummæli eiga að hafa fallið þegar trúnaðarmaður starfsmanna vinnuvéladeildar stofnunarinnar sagði ráðgjafanum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á ráðgjafinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Ummælin vöktu mikla reiði meðal starfsmanna og var ekki á bætandi enda hafði mikil ónægja kraumað meðal starfsmanna um nokkurt skeið. Fjórir trúnaðarmenn meðal starfsmanna skrifuðu að endingu bréf til forstjóra Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðherra, Attentus og stéttarfélaga þar sem ummælunum var mótmælt og farið fram á að mannauðsráðgjafinn myndi víkja úr embætti sínu. Það varð að lokum niðurstaðan og nýr mannauðsráðgjafi frá Attentus tók við hlutverkinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ollu mótmæli starfsmanna mikilli gremju hjá stjórnendum Vinnueftirlitsins sem í kjölfarið beittu þá þrýstingi um að draga þau til baka. Voru starfsmennirnir skikkaðir til þess að sækja tíma hjá sálfræðingum Streituskólans að frumkvæði Vinnueftirlitsins. Meðal annars hefur Fréttablaðið undir höndum drög að bréfi sem utanaðkomandi sálfræðingar skrifuðu fyrir hönd starfsmannanna. Í bréfinu voru mótmælin dregin til baka sem og krafan um að mannauðsstjórinn viki. Var það tillaga sálfræðinganna að starfsmennirnir myndu skrifa undir bréfið og senda það áfram sömu leið og fyrra bréf. Kemur fram að mikilvægt væri að mati sálfræðinganna að fyrra bréf yrði dregið til baka enda gæti það orsakað bótaskyldu auk þess málið yrði notað síðar meir gegn trúnaðarráði Vinnueftirlitsins. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu að undanförnu hefur mikil óánægja kraumað meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Starfsandi er mjög slæmur og telja margir starfsmenn að stjórnendur komi illa fram við annað starfsfólk. Þannig var niðurstaða nýlegrar könnunar meðal starfsmanna að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti í starfi. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, gekkst við þessum vandamálum í svörum til Fréttablaðsins en sagði að hluti af vandamálinu væri að stofnunin væri að gangast undir umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem ekki allir væru sáttir með. Þá hefðu stjórnendur gripið til margs konar aðgerða til þess að lægja öldurnar. Meðal annars eflt viðbragðsáætlanir vegna eineltistilvika, samið við sálfræðistofu um að starfsmenn gætu leitað þangað, skipulagt samskiptavinnustofu og samþykkt nýja mannauðsáætlun. Eitt atvik sem hefur dregið dilk á eftir sér var þegar mannauðsráðgjafi og einn eigenda almannatengslafyrirtækisins Attentus var látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna höfðu kvartað undan framkomu ráðgjafans. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Hin umdeildu ummæli eiga að hafa fallið þegar trúnaðarmaður starfsmanna vinnuvéladeildar stofnunarinnar sagði ráðgjafanum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á ráðgjafinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Ummælin vöktu mikla reiði meðal starfsmanna og var ekki á bætandi enda hafði mikil ónægja kraumað meðal starfsmanna um nokkurt skeið. Fjórir trúnaðarmenn meðal starfsmanna skrifuðu að endingu bréf til forstjóra Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðherra, Attentus og stéttarfélaga þar sem ummælunum var mótmælt og farið fram á að mannauðsráðgjafinn myndi víkja úr embætti sínu. Það varð að lokum niðurstaðan og nýr mannauðsráðgjafi frá Attentus tók við hlutverkinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ollu mótmæli starfsmanna mikilli gremju hjá stjórnendum Vinnueftirlitsins sem í kjölfarið beittu þá þrýstingi um að draga þau til baka. Voru starfsmennirnir skikkaðir til þess að sækja tíma hjá sálfræðingum Streituskólans að frumkvæði Vinnueftirlitsins. Meðal annars hefur Fréttablaðið undir höndum drög að bréfi sem utanaðkomandi sálfræðingar skrifuðu fyrir hönd starfsmannanna. Í bréfinu voru mótmælin dregin til baka sem og krafan um að mannauðsstjórinn viki. Var það tillaga sálfræðinganna að starfsmennirnir myndu skrifa undir bréfið og senda það áfram sömu leið og fyrra bréf. Kemur fram að mikilvægt væri að mati sálfræðinganna að fyrra bréf yrði dregið til baka enda gæti það orsakað bótaskyldu auk þess málið yrði notað síðar meir gegn trúnaðarráði Vinnueftirlitsins.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15
Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent