Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 14:00 Notast verður við Falcon 9 eldflaug SpaceX í dag. Vísir/SpacX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. Sú fyrsta er að þetta verður í fjórða sinn sem umrædd eldflaug verður notuð í geimskot og hefur það aldrei verið gert áður. Þá er verið að endurnýta „nef“ annarrar eldflaugar í fyrsta sinn. Um er að ræða þann hluta eldflauga sem ver farminn gegn þeim hita og þrýstingi sem myndast við geimskot. Eftir að eldflaugar eru sendar upp úr gufuhvolfinu er nefið yfirleitt látið falla í hafið í tveimur hlutum. Forsvarsmenn SpaceX hafa þó lengi viljað endurnýta nef eldflauganna. Þau kosta um sex milljónir dala, sem er tiltölulega stór hluti kostnaðarins við hvert geimskot eða um tíu prósent. Með því að endurnýta eldflaugar hefur SpaceX tekist að draga verulega úr kostnaði geimskota.Ekki er hægt að sækja nef eldflauga í sjóinn og nota þau aftur af ótta við ryð. Hér má sjá gamalt myndband um hvernig nef þessi virka. Þau kallast „fairing“ á ensku.Því hafa starfsmenn SpaceX gripið til þess ráðs að notast við tvö drónaskip sem bera nöfnin Ms. Tree og Ms. Chief og eru útbúin stórum netum. Þau verða notuð til að reyna að grípa báða helminga nefsins sem hafa verið útbúin með fallhlífum. Hér má sjá eitt drónaskip grípa einn helming nefs fyrr á þessu ári. Það var í fyrsta sinn sem það tókst eftir nokkrar tilraunir á undanförnum árum. Hér má svo sjá tilraun SpaceX frá því í janúar.Recent fairing recovery test with Mr. Steven. So close! pic.twitter.com/DFSCfBnM0Y — SpaceX (@SpaceX) January 8, 2019 Geimskotið á að fara fram klukkan 14:56 í dag (að íslenskum tíma) og verður eldflauginni skotið frá Flórída. Veðrið lítur vel út fyrir geimskotið en verði því frestað stendur til að reyna aftur á morgun. Lenda á eldflauginni í fjórði sinn og á hún að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída.Vilja dreifa interneti um jörðina alla Áðurnefndir smá-gervihnettir tilheyra Starlink, sem er keðja gervihnatta sem forsvarsmenn SpaceX vilja koma á sporbraut um jörðu í um 280 kílómetra hæð. Þetta er í annað sinn sem gervihnöttum sem þessum er skotið á loft en það var síðast gert í maí. Stjörnufræðingar eru þó langt frá því að vera sáttir við þessar ætlanir. SpaceX ætlar sum sé að nota gervihnettina til að veita aðilum á jörðu niðri aðgang að internetinu sem hafa ef til vill ekki aðgang að því með hefðbundnum leiðum. Til stendur að byrja í Norður-Ameríku eftir að sex förmum hefir verið skotið á loft. Samkvæmt SpaceX þarf 24 geimskot til að bjóða þessa þjónustu á heimsvísu. Sem er ætlunin og þá verða tugir þúsunda svona gervihnatta á braut um jörðina.Starlink will connect the globe with reliable and affordable high-speed broadband services pic.twitter.com/dWVvPwVWU4 — SpaceX (@SpaceX) May 24, 2019 Eins og áður segir eru stjörnufræðingar þó ekki sáttir við þessar ætlanir forsvarsmanna SpaceX. Þeir hafa kvartað yfir því að gervihnettir þessir séu allt of bjartir. Birtan frá þeim, eftir einungis eitt geimskot, hafi þegar byrjað að koma niður á því sem stjörnufræðingar geta séð frá jörðu niðri.Blaðamenn Space.com ræddu við stjörnufræðing sem hefur fylgst með Starlink-gervihnöttunum og er. með öðrum, að kanna hvort birta stjarna minnki vegna gervihnattanna. Þó rannsókninni sé ekki lokið segir hann bráðabirgðaniðurstöður hennar ekki góðar.Hægt sé að sjá gervihnettina með berum augum. Þar að auki verði gervihnettirnir svo margir að þeir verði sífellt að þvælast fyrir sjónaukum. Elon Musk, stofnandi og eigandi SpaceX, hefur sagt að tillit verði tekið til gagnrýni vísindamanna og að reynt verði að smíða gervihnettina svo þeir endurkasti minna ljósi til jarðarinnar. Engar áætlanir varðandi það hafa þó verið opinberaðar og enginn munur er á gervihnöttunum sem skjóta á á loft í dag og þeim sem skotið var á loft í mái, varðandi birtu. Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. Sú fyrsta er að þetta verður í fjórða sinn sem umrædd eldflaug verður notuð í geimskot og hefur það aldrei verið gert áður. Þá er verið að endurnýta „nef“ annarrar eldflaugar í fyrsta sinn. Um er að ræða þann hluta eldflauga sem ver farminn gegn þeim hita og þrýstingi sem myndast við geimskot. Eftir að eldflaugar eru sendar upp úr gufuhvolfinu er nefið yfirleitt látið falla í hafið í tveimur hlutum. Forsvarsmenn SpaceX hafa þó lengi viljað endurnýta nef eldflauganna. Þau kosta um sex milljónir dala, sem er tiltölulega stór hluti kostnaðarins við hvert geimskot eða um tíu prósent. Með því að endurnýta eldflaugar hefur SpaceX tekist að draga verulega úr kostnaði geimskota.Ekki er hægt að sækja nef eldflauga í sjóinn og nota þau aftur af ótta við ryð. Hér má sjá gamalt myndband um hvernig nef þessi virka. Þau kallast „fairing“ á ensku.Því hafa starfsmenn SpaceX gripið til þess ráðs að notast við tvö drónaskip sem bera nöfnin Ms. Tree og Ms. Chief og eru útbúin stórum netum. Þau verða notuð til að reyna að grípa báða helminga nefsins sem hafa verið útbúin með fallhlífum. Hér má sjá eitt drónaskip grípa einn helming nefs fyrr á þessu ári. Það var í fyrsta sinn sem það tókst eftir nokkrar tilraunir á undanförnum árum. Hér má svo sjá tilraun SpaceX frá því í janúar.Recent fairing recovery test with Mr. Steven. So close! pic.twitter.com/DFSCfBnM0Y — SpaceX (@SpaceX) January 8, 2019 Geimskotið á að fara fram klukkan 14:56 í dag (að íslenskum tíma) og verður eldflauginni skotið frá Flórída. Veðrið lítur vel út fyrir geimskotið en verði því frestað stendur til að reyna aftur á morgun. Lenda á eldflauginni í fjórði sinn og á hún að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída.Vilja dreifa interneti um jörðina alla Áðurnefndir smá-gervihnettir tilheyra Starlink, sem er keðja gervihnatta sem forsvarsmenn SpaceX vilja koma á sporbraut um jörðu í um 280 kílómetra hæð. Þetta er í annað sinn sem gervihnöttum sem þessum er skotið á loft en það var síðast gert í maí. Stjörnufræðingar eru þó langt frá því að vera sáttir við þessar ætlanir. SpaceX ætlar sum sé að nota gervihnettina til að veita aðilum á jörðu niðri aðgang að internetinu sem hafa ef til vill ekki aðgang að því með hefðbundnum leiðum. Til stendur að byrja í Norður-Ameríku eftir að sex förmum hefir verið skotið á loft. Samkvæmt SpaceX þarf 24 geimskot til að bjóða þessa þjónustu á heimsvísu. Sem er ætlunin og þá verða tugir þúsunda svona gervihnatta á braut um jörðina.Starlink will connect the globe with reliable and affordable high-speed broadband services pic.twitter.com/dWVvPwVWU4 — SpaceX (@SpaceX) May 24, 2019 Eins og áður segir eru stjörnufræðingar þó ekki sáttir við þessar ætlanir forsvarsmanna SpaceX. Þeir hafa kvartað yfir því að gervihnettir þessir séu allt of bjartir. Birtan frá þeim, eftir einungis eitt geimskot, hafi þegar byrjað að koma niður á því sem stjörnufræðingar geta séð frá jörðu niðri.Blaðamenn Space.com ræddu við stjörnufræðing sem hefur fylgst með Starlink-gervihnöttunum og er. með öðrum, að kanna hvort birta stjarna minnki vegna gervihnattanna. Þó rannsókninni sé ekki lokið segir hann bráðabirgðaniðurstöður hennar ekki góðar.Hægt sé að sjá gervihnettina með berum augum. Þar að auki verði gervihnettirnir svo margir að þeir verði sífellt að þvælast fyrir sjónaukum. Elon Musk, stofnandi og eigandi SpaceX, hefur sagt að tillit verði tekið til gagnrýni vísindamanna og að reynt verði að smíða gervihnettina svo þeir endurkasti minna ljósi til jarðarinnar. Engar áætlanir varðandi það hafa þó verið opinberaðar og enginn munur er á gervihnöttunum sem skjóta á á loft í dag og þeim sem skotið var á loft í mái, varðandi birtu.
Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira