Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2019 10:42 Öll börn Brittu Nielsen eru flækt í svik móður sinnar. AP/Themba Hadebe Danski fjársvikarinn Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni og á sínum tíma reynt að lagfæra bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. Nielsen bar vitni í morgun en réttarhöld yfir henni hófust í lok síðasta mánaðar. Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá félagsmálaráðuneytinu þar í landi. „Ég féll fyrir freistingu í kerfinu með millifærslu sem átti að bæta fjárhaginn,“ sagði Nielsen í vitnastúku í morgun. „Ég var með reikninga sem ég gat ekki borgað,“ hélt hún áfram. Með tímanum hafi þetta orðið að einhvers konar „fíkn“. Nielsen útskýrði að fjárhagsstaðan hafi versnað meðal annars eftir fasteignakaup hennar og þáverandi eiginmanns, sem nú er látinn, árið 1986. Hún segir að maður hennar, sem lést árið 2005, hafi ekki þekkt til fjárdráttarins. Hún hafi hins vegar dregið sér meira fé eftir að hann lést. „Ég byrja þá að eyða peningum í sjálfa mig; eitthvað sem ég hafði dreymt um síðan ég var barn, en aldrei fengið. Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína,“ sagði Nielsen. Hún hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Nielsen hefur þó neitað að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðgerðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50 Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. 16. nóvember 2018 13:45 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Danski fjársvikarinn Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni og á sínum tíma reynt að lagfæra bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. Nielsen bar vitni í morgun en réttarhöld yfir henni hófust í lok síðasta mánaðar. Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá félagsmálaráðuneytinu þar í landi. „Ég féll fyrir freistingu í kerfinu með millifærslu sem átti að bæta fjárhaginn,“ sagði Nielsen í vitnastúku í morgun. „Ég var með reikninga sem ég gat ekki borgað,“ hélt hún áfram. Með tímanum hafi þetta orðið að einhvers konar „fíkn“. Nielsen útskýrði að fjárhagsstaðan hafi versnað meðal annars eftir fasteignakaup hennar og þáverandi eiginmanns, sem nú er látinn, árið 1986. Hún segir að maður hennar, sem lést árið 2005, hafi ekki þekkt til fjárdráttarins. Hún hafi hins vegar dregið sér meira fé eftir að hann lést. „Ég byrja þá að eyða peningum í sjálfa mig; eitthvað sem ég hafði dreymt um síðan ég var barn, en aldrei fengið. Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína,“ sagði Nielsen. Hún hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Nielsen hefur þó neitað að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðgerðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50 Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. 16. nóvember 2018 13:45 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22
Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13
Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50
Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. 16. nóvember 2018 13:45