„Það var engum bannað að vera þarna“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2019 12:52 Frá fundinum í Laugardalshöll. Vísir/Frikki Viðvera meðlima úr stjórnarskrárfélaginu hafði engin áhrif fund um endurskoðunar stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll um liðna helgi. Þetta segir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar sem segir meðlimi félagsins hafa dreift frumvarpi þeirra um breytingar á stjórnarskránni til þátttakenda fundarins. Fundurinn er liður í vinnu stjórnvalda í að breyta stjórnarskránni. Þátttakendur voru valdir handahófskennt og þurftu að svara könnun um sex efnisþætti sem varða stjórnarskrána, embætti forseta Íslands, þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðarfrumkvæði, landsdóm og ákæruvald Alþingis, kjördæmaskipan og framsal valdheimilda. Eftir að umræður höfðu farið fram voru þátttakendur látnir svara könnuninni aftur. Er ætlunin að sjá hvort viðhorf þátttakenda til þessara efnisþátta breytist eftir að hafa tekið þátt í rökræðum. Má búast við frumniðurstöðu á næstu vikum en skýrslan lítur ekki dagsins ljóss fyrr en á nýju ári.Morgunblaðið greinir frá því í dag að meðlimir Stjórnarskrárfélagsins hafi fengið að fylgjast með fundinum og dreifa upplýsingum til þeirra sem sátu fundinn. Fengu þeir einnig að vera viðstaddir á fundinum sjálfum en máttu þó ekki taka þátt í umræðunum. Þeir gátu hins vegar talað við fólk þegar það tók sér hlé og stóð upp frá borðunum þar sem umræðurnar fóru fram. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Félagsvísindastofnunar, segir þetta ekki hafa haft áhrif á fundinn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræðunum nema þeim sem voru valdir í úrtakið,“ segir Guðbjörg Andrea. Hún segir ósköp eðlilegt að ræða tillögur stjórnlagaráðs í tengslum við þessa vinnu. „Það var auðvitað verið að fjalla um heilmikið af tillögum sem eru úr þeim tillögum líka. Ég held að það hafi ekki verið nein óeðlileg áhrif.“ Einn úr úrtakinu kvartaði þó í fjölmiðlum að honum hefði verið bannað að ræða tillögur stjórnarskrárfélagsins. „Það hefur verið einhver misskilningur. Við heyrðum að það var einhver umræða í gangi þannig að við tókum það alveg sérstaklega fram að það væri ekkert að því að ræða þessar tillögur. Enda tengist það beint endurskoðun á stjórnarskrá.“ Reykjavík Stjórnarskrá Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Viðvera meðlima úr stjórnarskrárfélaginu hafði engin áhrif fund um endurskoðunar stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll um liðna helgi. Þetta segir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar sem segir meðlimi félagsins hafa dreift frumvarpi þeirra um breytingar á stjórnarskránni til þátttakenda fundarins. Fundurinn er liður í vinnu stjórnvalda í að breyta stjórnarskránni. Þátttakendur voru valdir handahófskennt og þurftu að svara könnun um sex efnisþætti sem varða stjórnarskrána, embætti forseta Íslands, þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðarfrumkvæði, landsdóm og ákæruvald Alþingis, kjördæmaskipan og framsal valdheimilda. Eftir að umræður höfðu farið fram voru þátttakendur látnir svara könnuninni aftur. Er ætlunin að sjá hvort viðhorf þátttakenda til þessara efnisþátta breytist eftir að hafa tekið þátt í rökræðum. Má búast við frumniðurstöðu á næstu vikum en skýrslan lítur ekki dagsins ljóss fyrr en á nýju ári.Morgunblaðið greinir frá því í dag að meðlimir Stjórnarskrárfélagsins hafi fengið að fylgjast með fundinum og dreifa upplýsingum til þeirra sem sátu fundinn. Fengu þeir einnig að vera viðstaddir á fundinum sjálfum en máttu þó ekki taka þátt í umræðunum. Þeir gátu hins vegar talað við fólk þegar það tók sér hlé og stóð upp frá borðunum þar sem umræðurnar fóru fram. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Félagsvísindastofnunar, segir þetta ekki hafa haft áhrif á fundinn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræðunum nema þeim sem voru valdir í úrtakið,“ segir Guðbjörg Andrea. Hún segir ósköp eðlilegt að ræða tillögur stjórnlagaráðs í tengslum við þessa vinnu. „Það var auðvitað verið að fjalla um heilmikið af tillögum sem eru úr þeim tillögum líka. Ég held að það hafi ekki verið nein óeðlileg áhrif.“ Einn úr úrtakinu kvartaði þó í fjölmiðlum að honum hefði verið bannað að ræða tillögur stjórnarskrárfélagsins. „Það hefur verið einhver misskilningur. Við heyrðum að það var einhver umræða í gangi þannig að við tókum það alveg sérstaklega fram að það væri ekkert að því að ræða þessar tillögur. Enda tengist það beint endurskoðun á stjórnarskrá.“
Reykjavík Stjórnarskrá Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira