Innflytjendakonur og ofbeldi Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifar 11. nóvember 2019 14:45 Opinn fundur um þennan málaflokk verður á morgun á vegum ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar í samstarfi við ASÍ, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvenréttindafélagið og Kvennaathvarfið. Fundurinn er haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, herbergi 201, 12. nóvember klukkan 8.30 til 10.00. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmiðið að vera fjölmenningarborg sem er eðlilegt skref í borg þar sem tæplega 21 þúsund manns af erlendum uppruna búa í borginni okkar eða um 16% íbúa. Við lítum á fjölbreytileika sem undirstöðu jákvæðrar þróunnar í okkar samfélagi. Við erum að sjálfsögðu stolt af því að vera borg þar sem margir menningarheimar mætast en hingað hefur verið fluttur fjölbreyttur hópur með mismunandi þarfir, óskir og drauma og af mismunandi ástæðum. Þær geta verið vegna vinnu, menntunarmöguleika, menningar eða fjölskyldutengsla eða eru einstaklingar á flótta. Við viljum að innflytjendur hafi tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og séu með aðgang að öllu sem borgin hefur upp á að bjóða. Þess í staðinn heyrum við um mismunun bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði, þar sem launarmunur sem innflytjendur búa við vegur enn þyngra en kynbundinn launamunur. Ekki síst þarf hér að nefna að innflytjendur fá oft ekki vinnu við hæfi og aðgengi að ábyrgðarstörfum virðist lokað fyrir þá. Þetta er auðvitað algjörlega óverjandi og þarf að uppræta. Það er hins vegar full ástæða að staldra við til þess að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega og ekki síst í sambandi við kynbundið ofbeldi. Nánast tvö ár eru síðan við hlustuðum á MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna. Sögurnar þeirra voru ekki eins og sögurnar sem við heyrðum frá íslenskum konum, þær voru í öðru veldi. Þessar konur skorti oft tengslanet, upplýsingar og tungumálakunnáttu til þess að komast út úr sínum aðstæðum og valdeflast. Hvergi er staðan auðsjáanlegri en ef við skoðum tölfræði kvennaathvarfsins en hlutfall dvalarkvenna af erlendum uppruna þar er nú kominn í 64%. Konur af erlendum uppruna verða oft fyrir margþættri mismunun en lausnin er klárlega samstaða - við náum ekki kynjajafnrétti ef allar konur eru ekki með í því. Þegar áskorun frá hópnum „Í skugga valdsins“ birtist þar sem konur í stjórnmálum lýstu ofbeldi sem þær höfðu upplifað, var það tæplega helmingur kvennanna þar sem skrifaði undir með nafni. Í hópi MeToo kvenna af erlendum uppruna voru það einungis 97 af 660. Það segir okkur að íslenskt samfélag á eftir að vinna sér inn traust þessara kvenna og þar er ekki síst verk að vinna fyrir okkur hér. Á þessum fundi förum við yfir lausnir, úrræði og möguleika til að búa til samfélag þar sem allir njóta sín til fulls.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar ReykjavíkurborgarSabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Innflytjendamál Reykjavík Sabine Leskopf Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Opinn fundur um þennan málaflokk verður á morgun á vegum ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar í samstarfi við ASÍ, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvenréttindafélagið og Kvennaathvarfið. Fundurinn er haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, herbergi 201, 12. nóvember klukkan 8.30 til 10.00. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmiðið að vera fjölmenningarborg sem er eðlilegt skref í borg þar sem tæplega 21 þúsund manns af erlendum uppruna búa í borginni okkar eða um 16% íbúa. Við lítum á fjölbreytileika sem undirstöðu jákvæðrar þróunnar í okkar samfélagi. Við erum að sjálfsögðu stolt af því að vera borg þar sem margir menningarheimar mætast en hingað hefur verið fluttur fjölbreyttur hópur með mismunandi þarfir, óskir og drauma og af mismunandi ástæðum. Þær geta verið vegna vinnu, menntunarmöguleika, menningar eða fjölskyldutengsla eða eru einstaklingar á flótta. Við viljum að innflytjendur hafi tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og séu með aðgang að öllu sem borgin hefur upp á að bjóða. Þess í staðinn heyrum við um mismunun bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði, þar sem launarmunur sem innflytjendur búa við vegur enn þyngra en kynbundinn launamunur. Ekki síst þarf hér að nefna að innflytjendur fá oft ekki vinnu við hæfi og aðgengi að ábyrgðarstörfum virðist lokað fyrir þá. Þetta er auðvitað algjörlega óverjandi og þarf að uppræta. Það er hins vegar full ástæða að staldra við til þess að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega og ekki síst í sambandi við kynbundið ofbeldi. Nánast tvö ár eru síðan við hlustuðum á MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna. Sögurnar þeirra voru ekki eins og sögurnar sem við heyrðum frá íslenskum konum, þær voru í öðru veldi. Þessar konur skorti oft tengslanet, upplýsingar og tungumálakunnáttu til þess að komast út úr sínum aðstæðum og valdeflast. Hvergi er staðan auðsjáanlegri en ef við skoðum tölfræði kvennaathvarfsins en hlutfall dvalarkvenna af erlendum uppruna þar er nú kominn í 64%. Konur af erlendum uppruna verða oft fyrir margþættri mismunun en lausnin er klárlega samstaða - við náum ekki kynjajafnrétti ef allar konur eru ekki með í því. Þegar áskorun frá hópnum „Í skugga valdsins“ birtist þar sem konur í stjórnmálum lýstu ofbeldi sem þær höfðu upplifað, var það tæplega helmingur kvennanna þar sem skrifaði undir með nafni. Í hópi MeToo kvenna af erlendum uppruna voru það einungis 97 af 660. Það segir okkur að íslenskt samfélag á eftir að vinna sér inn traust þessara kvenna og þar er ekki síst verk að vinna fyrir okkur hér. Á þessum fundi förum við yfir lausnir, úrræði og möguleika til að búa til samfélag þar sem allir njóta sín til fulls.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar ReykjavíkurborgarSabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar