Innflytjendakonur og ofbeldi Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifar 11. nóvember 2019 14:45 Opinn fundur um þennan málaflokk verður á morgun á vegum ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar í samstarfi við ASÍ, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvenréttindafélagið og Kvennaathvarfið. Fundurinn er haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, herbergi 201, 12. nóvember klukkan 8.30 til 10.00. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmiðið að vera fjölmenningarborg sem er eðlilegt skref í borg þar sem tæplega 21 þúsund manns af erlendum uppruna búa í borginni okkar eða um 16% íbúa. Við lítum á fjölbreytileika sem undirstöðu jákvæðrar þróunnar í okkar samfélagi. Við erum að sjálfsögðu stolt af því að vera borg þar sem margir menningarheimar mætast en hingað hefur verið fluttur fjölbreyttur hópur með mismunandi þarfir, óskir og drauma og af mismunandi ástæðum. Þær geta verið vegna vinnu, menntunarmöguleika, menningar eða fjölskyldutengsla eða eru einstaklingar á flótta. Við viljum að innflytjendur hafi tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og séu með aðgang að öllu sem borgin hefur upp á að bjóða. Þess í staðinn heyrum við um mismunun bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði, þar sem launarmunur sem innflytjendur búa við vegur enn þyngra en kynbundinn launamunur. Ekki síst þarf hér að nefna að innflytjendur fá oft ekki vinnu við hæfi og aðgengi að ábyrgðarstörfum virðist lokað fyrir þá. Þetta er auðvitað algjörlega óverjandi og þarf að uppræta. Það er hins vegar full ástæða að staldra við til þess að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega og ekki síst í sambandi við kynbundið ofbeldi. Nánast tvö ár eru síðan við hlustuðum á MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna. Sögurnar þeirra voru ekki eins og sögurnar sem við heyrðum frá íslenskum konum, þær voru í öðru veldi. Þessar konur skorti oft tengslanet, upplýsingar og tungumálakunnáttu til þess að komast út úr sínum aðstæðum og valdeflast. Hvergi er staðan auðsjáanlegri en ef við skoðum tölfræði kvennaathvarfsins en hlutfall dvalarkvenna af erlendum uppruna þar er nú kominn í 64%. Konur af erlendum uppruna verða oft fyrir margþættri mismunun en lausnin er klárlega samstaða - við náum ekki kynjajafnrétti ef allar konur eru ekki með í því. Þegar áskorun frá hópnum „Í skugga valdsins“ birtist þar sem konur í stjórnmálum lýstu ofbeldi sem þær höfðu upplifað, var það tæplega helmingur kvennanna þar sem skrifaði undir með nafni. Í hópi MeToo kvenna af erlendum uppruna voru það einungis 97 af 660. Það segir okkur að íslenskt samfélag á eftir að vinna sér inn traust þessara kvenna og þar er ekki síst verk að vinna fyrir okkur hér. Á þessum fundi förum við yfir lausnir, úrræði og möguleika til að búa til samfélag þar sem allir njóta sín til fulls.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar ReykjavíkurborgarSabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Innflytjendamál Reykjavík Sabine Leskopf Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Opinn fundur um þennan málaflokk verður á morgun á vegum ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar í samstarfi við ASÍ, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvenréttindafélagið og Kvennaathvarfið. Fundurinn er haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, herbergi 201, 12. nóvember klukkan 8.30 til 10.00. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmiðið að vera fjölmenningarborg sem er eðlilegt skref í borg þar sem tæplega 21 þúsund manns af erlendum uppruna búa í borginni okkar eða um 16% íbúa. Við lítum á fjölbreytileika sem undirstöðu jákvæðrar þróunnar í okkar samfélagi. Við erum að sjálfsögðu stolt af því að vera borg þar sem margir menningarheimar mætast en hingað hefur verið fluttur fjölbreyttur hópur með mismunandi þarfir, óskir og drauma og af mismunandi ástæðum. Þær geta verið vegna vinnu, menntunarmöguleika, menningar eða fjölskyldutengsla eða eru einstaklingar á flótta. Við viljum að innflytjendur hafi tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og séu með aðgang að öllu sem borgin hefur upp á að bjóða. Þess í staðinn heyrum við um mismunun bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði, þar sem launarmunur sem innflytjendur búa við vegur enn þyngra en kynbundinn launamunur. Ekki síst þarf hér að nefna að innflytjendur fá oft ekki vinnu við hæfi og aðgengi að ábyrgðarstörfum virðist lokað fyrir þá. Þetta er auðvitað algjörlega óverjandi og þarf að uppræta. Það er hins vegar full ástæða að staldra við til þess að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega og ekki síst í sambandi við kynbundið ofbeldi. Nánast tvö ár eru síðan við hlustuðum á MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna. Sögurnar þeirra voru ekki eins og sögurnar sem við heyrðum frá íslenskum konum, þær voru í öðru veldi. Þessar konur skorti oft tengslanet, upplýsingar og tungumálakunnáttu til þess að komast út úr sínum aðstæðum og valdeflast. Hvergi er staðan auðsjáanlegri en ef við skoðum tölfræði kvennaathvarfsins en hlutfall dvalarkvenna af erlendum uppruna þar er nú kominn í 64%. Konur af erlendum uppruna verða oft fyrir margþættri mismunun en lausnin er klárlega samstaða - við náum ekki kynjajafnrétti ef allar konur eru ekki með í því. Þegar áskorun frá hópnum „Í skugga valdsins“ birtist þar sem konur í stjórnmálum lýstu ofbeldi sem þær höfðu upplifað, var það tæplega helmingur kvennanna þar sem skrifaði undir með nafni. Í hópi MeToo kvenna af erlendum uppruna voru það einungis 97 af 660. Það segir okkur að íslenskt samfélag á eftir að vinna sér inn traust þessara kvenna og þar er ekki síst verk að vinna fyrir okkur hér. Á þessum fundi förum við yfir lausnir, úrræði og möguleika til að búa til samfélag þar sem allir njóta sín til fulls.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar ReykjavíkurborgarSabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun