Alfreð: Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin síðustu ár Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 09:30 Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Bayern München á dögunum. Getty/TF-Images Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. „Ég ætla ekki að neita því að það var mjög sérstakt að skora á móti Bayern sérstaklega af því að við erum litla liðið í Bæjaralandi. Það var því mjög sérstakt fyrir Augsburg og fyrir bæjarbúa að ná í stig á móti þeim. Fyrir okkar stöðu í deildinni þá var það líka risapunktur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Augsburg er núna í fimmtánda sæti deildarinnar, síðasta örugga sætinu, eftir ellefu umferðir en liðið hefur náð í fjögur af tíu stigum sínum í síðustu tveimur umferðum. Borussia Mönchengladbach er óvænt á toppi deildarinnar og nú með fjögurra stiga forystu. Bayern München er í hópi þriggja liða sem koma næst en hin eru Leipzig og Freiburg. Það eru síðan bara tvö stig niður í sjötta og sjöunda sætið þar sem sitja Dortmund og Schalke. „Þetta er orðið jafnara. Toppliðin eru að hiksta og það eru fleiri lið í toppbaráttu eins og Mönchengladbach, Leipzig og Freiburg sem eru að halda í við Dortmund og Bayern. Dortmund og Bayern eru ekki búin að vera eins sannfærandi og búist er við af þeim,“ sagði Alfreð. „Þetta er mjög gott fyrir þýsku deildina. Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin hefur verið síðustu ár. Það eru eitt eða tvö lið að stinga af. Þetta hefur mjög jákvæð áhrif og heldur toppliðunum á tánum. Þetta breytist alltaf frá ári til árs en á endanum held ég að Bayern vinni þetta,“ sagði Alfreð. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. „Ég ætla ekki að neita því að það var mjög sérstakt að skora á móti Bayern sérstaklega af því að við erum litla liðið í Bæjaralandi. Það var því mjög sérstakt fyrir Augsburg og fyrir bæjarbúa að ná í stig á móti þeim. Fyrir okkar stöðu í deildinni þá var það líka risapunktur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Augsburg er núna í fimmtánda sæti deildarinnar, síðasta örugga sætinu, eftir ellefu umferðir en liðið hefur náð í fjögur af tíu stigum sínum í síðustu tveimur umferðum. Borussia Mönchengladbach er óvænt á toppi deildarinnar og nú með fjögurra stiga forystu. Bayern München er í hópi þriggja liða sem koma næst en hin eru Leipzig og Freiburg. Það eru síðan bara tvö stig niður í sjötta og sjöunda sætið þar sem sitja Dortmund og Schalke. „Þetta er orðið jafnara. Toppliðin eru að hiksta og það eru fleiri lið í toppbaráttu eins og Mönchengladbach, Leipzig og Freiburg sem eru að halda í við Dortmund og Bayern. Dortmund og Bayern eru ekki búin að vera eins sannfærandi og búist er við af þeim,“ sagði Alfreð. „Þetta er mjög gott fyrir þýsku deildina. Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin hefur verið síðustu ár. Það eru eitt eða tvö lið að stinga af. Þetta hefur mjög jákvæð áhrif og heldur toppliðunum á tánum. Þetta breytist alltaf frá ári til árs en á endanum held ég að Bayern vinni þetta,“ sagði Alfreð.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira