Alfreð: Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin síðustu ár Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 09:30 Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Bayern München á dögunum. Getty/TF-Images Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. „Ég ætla ekki að neita því að það var mjög sérstakt að skora á móti Bayern sérstaklega af því að við erum litla liðið í Bæjaralandi. Það var því mjög sérstakt fyrir Augsburg og fyrir bæjarbúa að ná í stig á móti þeim. Fyrir okkar stöðu í deildinni þá var það líka risapunktur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Augsburg er núna í fimmtánda sæti deildarinnar, síðasta örugga sætinu, eftir ellefu umferðir en liðið hefur náð í fjögur af tíu stigum sínum í síðustu tveimur umferðum. Borussia Mönchengladbach er óvænt á toppi deildarinnar og nú með fjögurra stiga forystu. Bayern München er í hópi þriggja liða sem koma næst en hin eru Leipzig og Freiburg. Það eru síðan bara tvö stig niður í sjötta og sjöunda sætið þar sem sitja Dortmund og Schalke. „Þetta er orðið jafnara. Toppliðin eru að hiksta og það eru fleiri lið í toppbaráttu eins og Mönchengladbach, Leipzig og Freiburg sem eru að halda í við Dortmund og Bayern. Dortmund og Bayern eru ekki búin að vera eins sannfærandi og búist er við af þeim,“ sagði Alfreð. „Þetta er mjög gott fyrir þýsku deildina. Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin hefur verið síðustu ár. Það eru eitt eða tvö lið að stinga af. Þetta hefur mjög jákvæð áhrif og heldur toppliðunum á tánum. Þetta breytist alltaf frá ári til árs en á endanum held ég að Bayern vinni þetta,“ sagði Alfreð. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. „Ég ætla ekki að neita því að það var mjög sérstakt að skora á móti Bayern sérstaklega af því að við erum litla liðið í Bæjaralandi. Það var því mjög sérstakt fyrir Augsburg og fyrir bæjarbúa að ná í stig á móti þeim. Fyrir okkar stöðu í deildinni þá var það líka risapunktur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Augsburg er núna í fimmtánda sæti deildarinnar, síðasta örugga sætinu, eftir ellefu umferðir en liðið hefur náð í fjögur af tíu stigum sínum í síðustu tveimur umferðum. Borussia Mönchengladbach er óvænt á toppi deildarinnar og nú með fjögurra stiga forystu. Bayern München er í hópi þriggja liða sem koma næst en hin eru Leipzig og Freiburg. Það eru síðan bara tvö stig niður í sjötta og sjöunda sætið þar sem sitja Dortmund og Schalke. „Þetta er orðið jafnara. Toppliðin eru að hiksta og það eru fleiri lið í toppbaráttu eins og Mönchengladbach, Leipzig og Freiburg sem eru að halda í við Dortmund og Bayern. Dortmund og Bayern eru ekki búin að vera eins sannfærandi og búist er við af þeim,“ sagði Alfreð. „Þetta er mjög gott fyrir þýsku deildina. Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin hefur verið síðustu ár. Það eru eitt eða tvö lið að stinga af. Þetta hefur mjög jákvæð áhrif og heldur toppliðunum á tánum. Þetta breytist alltaf frá ári til árs en á endanum held ég að Bayern vinni þetta,“ sagði Alfreð.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti