Í Seinni bylgjunni í gær valdi Jóhann Gunnar Einarsson fimm leikmenn í Olís-deild karla sem ættu að skipta um lið.
Að hans mati gætu þessi fimm leikmenn fengið fleiri mínútur og annað hlutverk hjá öðrum liðum í Olís-deildinni.
„Mér finnst þessir leikmenn sitja of mikið á bekknum. Þeir eru það góðir að þeir ættu að vera í stærri hlutverkum í öðrum liðum,“ sagði Jóhann Gunnar.
Óhætt er að segja að Jóhann Gunnar hafi komið á óvart með vali sínu á leikmanninum í 1. sæti. Hann er lykilmaður í sínu liði en Jóhann Gunnar vill að hann fái enn stærra hlutverk á báðum endum vallarins.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
