Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2019 12:46 Hemili Baha Abu al-Ata sem ráðinn var af dögum í nótt. EPA/MOHAMMED SABER Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. Einn maður er lítillega særður vegna sprengjanna og einn er látinn og annar særður eftir að Ísraelsmenn segjast hafa gert loftárás á meðlimi Islamic Jihad (PIJ) sem voru að undirbúa eldflaugaskot. Það mun hafa verið fyrsta loftárás Ísraelsmanna á Gaza frá því að Abu al-Ata var felldur en síðan þá hafa fleiri árásir verið gerðar. Nú fyrir skömmu tilkynnti herinn frekari aðgerðir gegn PIJ.Samkvæmt Reuters hafa fregnir borist af því að Ísraelsmenn hafi einnig gert loftárás gegn öðrum leiðtoga PIJ í Damascus í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa fallið í þeirri árás en her Ísrael neitar að tjá sig um þær fregnir.Aðrir leiðtogar PIJ segja að um stríðsyfirlýsingu sé að ræða og heita frekari árásum. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir embættismenn hafa þó lýst Abu al-Ata sem „tifandi tímasprengju“ og segja hann hafa borið ábyrgð á fjölda árása. Þar að auki hafi hann verið að undirbúa frekari árásir á Ísrael. Netanyahu segir að aðgerðin gegn Abu al-Ata hafi verið samþykkt einróma á ríkisstjórnarfundi fyrir tíu dögum síðan eftir margra mánaða umræðu. „Við höfum ekki áhuga á stigmögnun en við munum bregðast við þegar þörf er á,“ hefur Times of Israel eftir Netanyahu.Jonathan Conricus, talsmaður hers Ísrael, sló á svipaða strengi í samtali við Reuters í morgun. „Við gerðum árásina [gegn Abu al-Ata] vegna þess að við höfðum ekkert val. Ég vil ítreka að við höfum ekki áhuga á stigmagna ástandið.“ Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og formaður Yisrael Beiteinu, sagði í morgun að til hefði staðið að ráða Abu al-Ata af dögum í fyrr en Netanyahu hefði komið í veg fyrir það. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. Einn maður er lítillega særður vegna sprengjanna og einn er látinn og annar særður eftir að Ísraelsmenn segjast hafa gert loftárás á meðlimi Islamic Jihad (PIJ) sem voru að undirbúa eldflaugaskot. Það mun hafa verið fyrsta loftárás Ísraelsmanna á Gaza frá því að Abu al-Ata var felldur en síðan þá hafa fleiri árásir verið gerðar. Nú fyrir skömmu tilkynnti herinn frekari aðgerðir gegn PIJ.Samkvæmt Reuters hafa fregnir borist af því að Ísraelsmenn hafi einnig gert loftárás gegn öðrum leiðtoga PIJ í Damascus í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa fallið í þeirri árás en her Ísrael neitar að tjá sig um þær fregnir.Aðrir leiðtogar PIJ segja að um stríðsyfirlýsingu sé að ræða og heita frekari árásum. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir embættismenn hafa þó lýst Abu al-Ata sem „tifandi tímasprengju“ og segja hann hafa borið ábyrgð á fjölda árása. Þar að auki hafi hann verið að undirbúa frekari árásir á Ísrael. Netanyahu segir að aðgerðin gegn Abu al-Ata hafi verið samþykkt einróma á ríkisstjórnarfundi fyrir tíu dögum síðan eftir margra mánaða umræðu. „Við höfum ekki áhuga á stigmögnun en við munum bregðast við þegar þörf er á,“ hefur Times of Israel eftir Netanyahu.Jonathan Conricus, talsmaður hers Ísrael, sló á svipaða strengi í samtali við Reuters í morgun. „Við gerðum árásina [gegn Abu al-Ata] vegna þess að við höfðum ekkert val. Ég vil ítreka að við höfum ekki áhuga á stigmagna ástandið.“ Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og formaður Yisrael Beiteinu, sagði í morgun að til hefði staðið að ráða Abu al-Ata af dögum í fyrr en Netanyahu hefði komið í veg fyrir það.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44